Austurglugginn - 11.10.2007, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. október AUSTUR · GLUGGINN 9
Leikmennirnir sem Green
tekur með sér, þeir Everard
Bartlett og Benn Hill, virðast
gríðarsterkir. Báðir hafa þeir
sýnt Hattarmönnum hvernig skal
troða bolta í körfu og hitta af
löngu færi. Hill er landsliðsmaður
Ný-Sjálendinga og stefnir á að
halda sæti sínu í liðinu og fara á
Ólympíuleikana í Peking. Bartlett
er yngri leikmaður með mikla
hæfileika, hann stefnir á að vinna
sér sæti í landsliðinu og komast á
Ólympíuleikana með Hill. Leikur
Bartlett hefur þó verið óheflaður á
tíðum, en honum hefur verið líkt
við óslípaðan demant í heimalandi
sínu.
Á laugardaginn spilar lið Hattar
fyrsta leik vetrarins í Íþróttahúsinu
á Egilsstöðum. Miðað við styrk
leikmannanna má búast við
hörkuleik og verður líkast til
enginn svikinn af því að fylgjast
með leikjum Hattar í vetur.
Árið 2003 þjálfaði hann lið
Breakers í heimalandi sínu, þá
fékk stjórn liðsins fjölda kvartana
vegna hegðunar þjálfarans á
hliðarlínunni og hefur Green verið
sektaður um þúsundi dollara vegna
slægrar hegðunar á hliðarlínunni í
gegnum tíðina. Green hefur helst
verið sektaður vegna óafsakanlegs
munnsöfnuðar og móðgana sem
beint er til dómara og leikmanna
annarra liða auk skringilegra
uppákoma af hans hálfu, eins og
Ný-Sjálenskir fjölmiðlar nefna það.
Seinast var hann sektaður um 500
dollara í ágúst á þessu ári fyrir að
missa stjórn á skapi sínu í leik með
Waikato Titans sem hann þjálfaði á
nýafloknu keppnistímabili. Green
hefur einnig vakið athygli nýverið
fyrir að gagnrýna harkalega val
Ný-Sjálenska landsliðsþjálfarans í
landslið Ný-Sjálendinga, og segir val
hans byggja á kynþáttafordómum.
Reynir að bæta
hegðun sína
Green hefur undanfarin ár reynt
að hemja skap sitt og bæta hegðun
sína. Kvaðst hann mjög óánægður
með hegðun sína er hann var
seinast sektaður fyrir tveimur
mánuðum. Það er næsta öruggt
að fróðlegt verður að fylgjast með
störfum Green í vetur, þó ekki væri
nema vegna skapgerðar þessa færa
Ný-Sjálenskja þjálfara. Íslandsför
Green hefur vakið athygli í
körfuboltaheiminum í heimalandi
hans, og segir hann meðal annars
í þarlendum fjölmiðlum að hann
þurfi aðeins að landa þrem sigrum
með Hetti í vetur til að ná betri
árangri en Hattarliðið náði á
síðasta ári.
Mun Green “missa það” í vetur?
Jeff Green nýr þjálfari Hattar í körfubolta á líklegast eftir að vekja athygli í vetur. Jeff er metnaðarfullur og
skapmikill þjálfari. Svo skapmikill að hann er þekktur í heimalandi sínu fyrir hegðun sína á hliðarlínunni í
leikjum þeirra liða sem hann hefur þjálfað.
Körfuknattleikur
Stúlknaliðið spilar
sína fyrstu leiki
Á síðasta fimmtudag gerði minnibolti
í körfuknattleik hjá Hetti sér ferð til
Djúpavogs til að etja kappi við Sindra
frá Hornafirði. Sögulegir leikir fóru þar
fram því stelpnalið Hattar lék þar við
strákalið Sindra og Hattar. Þetta mun vera
í fyrsta sinn sem lið frá Austurlandi teflir
fram kvennaliði, því er um að ræða merk
tímamót í sögu körfuboltans á Austurlandi.
Ágætis rómur var gerður að spilamennsku
stúlknanna og verður forvitnilegt að
fylgjast með þeim í framtíðinni.
Þorvaldur á förum
Samningur við
Fram undir feld
Samkvæmt heimildum Austur-
gluggans mun Þorvaldur
Örlygsson yfirgefa Fjarðabyggð
eftir frábæran árangur í sumar.
Í samningi Þorvalds og KFF
er uppsagnarákvæði sem gerir
honum kleift að yfirgefa liðið
án skýringa, en eitt ár er eftir
af samningi þjálfarans við
Fjarðabyggðarliðið.
Ólafi Þórðarsyni var sagt upp
störfum sem þjálfari Fram í
síðustu viku og þykir Þorvaldur
Örlygsson meira en líklegur
til að taka við starfinu. Þegar
Þorvaldur hefur tjáð sig við
fjölmiðla um málið hefur hann
sagst liggja undir feld að hugsa
málin, samkvæmt öruggum
heimildum er það hins vegar
fyrirsláttur og mun samningur
Þorvalds við Framara liggja
falinn undir feld þar til honum
verður svipt af á næstunni.
Þorvaldur hefur náð undraverðum
árangri með Fjarðabyggðarliðið
síðastliðinn tvö ár og ekki að
undra að stórlið Fram skuli vilja
klófesta hann hið snarasta.
Líklegir eftirmenn Þorvalds eru
nefndir Njáll Eiðsson og Brynjar
Þór Gestsson.
Víkingur spilar
í U17
Víkingur Pálmason leikmaður
Fjarðabyggðar spilaði tvo leiki
af þremur fyrir hönd Íslands í
landsliði leikmanna 17 ára og
yngri á dögunum. Liðið vann
einn leik af þremur og lenti 3. sæti
af fjórum liðum í undankeppni
fyrir Evrópumótið sem fer fram
á næsta ári. Víkingur var einmitt
valinn efnilegasti leikmaður
Fjarðabyggðar á liðinni leiktíð.
Nýir frá Nýja-Sjálandi
Eins og Austurglugginn sagði frá fyrr í haust hefur körfuboltaliði Hattar borist liðsauki
frá Nýja-Sjálandi. 3. október stjórnaði nýr þjálfari Hattarmanna, Jeff Green, sinni fyrstu
æfingu. Talsverður hópur áhorfenda fylgdist með æfingunni og voru heimamenn spenntir
að sjá hvernig nýi þjálfarinn og leikmennirnir litu út. Góður rómur er gerður um Jeff
Green meðal Hattarmanna og virðist þjálfarinn kunna sitt fag.
Everard Bartlett, Benn Hill og Jeff Green. Ónefndur piparsveinn sem æfir
með Hattarliðinu læðir sér inn á myndina.