Austurglugginn - 02.09.2011, Page 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 2. september
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þing-
kona Samfylkingarinnar, kom
fram í þættinum Sprengisandi á
Bylgjunni, sunnudaginn 28. ágúst sl.
og var þar viðmælandi Sigurjóns M.
Egilssonar, þáttastjórnanda ásamt
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,
þingkonu Sjálfstæðisflokksins, og
Eygló Harðardóttur, þingkonu
Framsóknarflokksins.
Kárahnjúkavirkjun
óðs manns æði
Mikil umræða átti sér stað í þættinum
varðandi atvinnusköpun og stöðuna
í þjóðfélaginu. Þorgerður Katrín og
Eygló deildu hart á ríkisstjórnina og
töluðu mikið um aðgerðaleysi hennar.
Sigríður Ingibjörg varaði við því að
hvetja til óskynsamlegra fjárfestinga til
að örva hagvöxt. Í því dæmi nefndi hún
það að hún teldi álversframkvæmdir
í Helguvík óraunhæfa fjárfestingu
og hvatti stjórnmálamenn, einkum
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn,
að „tala varlega um aðgerðaleysi og
slíkt því það skiptir höfuðmáli að
þær fjárfestingar séu arðbærar svo við
sitjum ekki uppi með annað eins ævin-
týri og Kárahnjúkavirkjun sem var óðs
manns æði“ sagði Sigríður. Í viðtalinu
sagði Sigríður Landsvirkjun hafa gert
hneisulega samninga við ALCOA
sem hafi gert „það að verkum að
afraksturinn af Kárahnjúkum skilar
sér í aukinni arðsemi ALCOA
án þess að íslenskur almenningur
fái að njóta arðs af sínum auð-
lindum og ef að Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur vilja halda
áfram með slíkar fjárfestingar eins
og þeir bera ábyrgð á varðandi
Kárahnjúkavirkjun þá held ég að það
sé mikið feigðarflan fyrir íslensku
þjóðina og þetta eru flokkar sem verða
að horfast í augu við það að þú getur
ekki alltaf vaðið áfram heldur þarf að
sjást fyrir í því sem þú ert að gera og
tryggja að þær fjárfestingar sem farið
er út í skili arðsemi, annars er það
hagvöxtur sem er ósjálfbær.“
Ummælin vekja
hörð viðbrögð
Viðbrögð íbúa á Austurlandi og kjör-
inna fulltrúa leyndu sér ekki í kjölfarið.
Austurglugginn hafði samband við
þingmenn allra flokka, forsvarsmenn
SSA, forstjóra Landsvirkjunar, for-
stjóra ALCOA – Fjarðaáls, bæjarstjóra
Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar og
forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Því miður fengust ekki svör frá
Tómasi Má, forstjóra ALCOA –
Fjarðaáls, Herði Arnarsyni, forstjóra
Landsvirkjunar, Birki Jóni Jónssyni,
þingmanni Framsóknarflokksins og
Þuríði Backman, þingkonu Vinstri
Grænna fyrir birtingu þessa blaðs.
Fordómar í garð
atvinnurekstrar
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í
máli gagnvart orðum Sigríðar og sagði
að á „[m]illi 70% og 80% af tekjum
Landsvirkjunar koma af stóriðju.
Eigið fé fyrirtækisins er nú um 200
milljarðar og virði þess a.m.k. þrisvar
sinnum það. Þessi mikla eign er að
mestu vegna sölu raforku til stóriðju
sem hófst seint á sjöunda áratugnum.
Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er nú
um 6% og hefur farið hækkandi. Ef
Sigríður Ingibjörg getur bent á arð-
bærari fjárfestingarkost þá væri það
vel þegið. Þessi ummæli Sigríðar lýsa
vel víðtækri vanþekkingu hennar á
málefninu og hún hefur með þessum
ummælum sínu stimplað sig rækilega
inn í hóp þeirra stjórnmálamanna á
Alþingi sem tala án þess að hugsa.
Ég gef ekkert fyrir þessa skoðun
hennar enda byggir hún ekki á neinu
öðru en fordómum hennar í garð
atvinnurekstrar.“
Hlýtur að gagnast
þjóðinni allri
Jónína Rós Guðmundsdóttir, sam-
flokkskona Sigríðar, segist deila þeirri
hugmyndafræði að „raforkuverð til
stórra kaupenda hefur verið alltof
lágt og er ég mjög ánægð með að
Landsvirkjun er að breyta áherslum
sínum í því sambandi og leitast nú
við að selja orkuna á verði sem tryggir
að fyrirtækið og þar með þjóðin fær
eðlilegan arð af auðlindum sínum.
Það finnst mér raunar eiga að gilda
um allar auðlindir í þjóðareign.
Varðandi þau ummæli að almenn-
ingur hafi engan arð haft af
Kárahnjúkavirkjun er ég ekki sammála
henni. Efnahagsleg áhrif hennar og
álversins á Mið-Austurlandi hafa um
margt verið mjög jákvæð, skapað fjöl-
breytt störf sem mörg krefjast mikillar
sérfræðiþekkingar, auk afleiddra starfa
og slíkt hlýtur að gagnast þjóðinni
allri. Að mörgu leyti hafa samfélagsleg
áhrif einnig verið góð.
Það þarf að skapa hagvöxt í landinu
með aukinni atvinnusköpun, þar er
hlutverk stjórnvalda að leggja línur
með lagasetningu og er það einlæg
von mín að með nýrri tillögu um
rammalöggjöf um vernd og nýtingu
orkukosta okkar muni skapast ný
hugsun í orkunýtingarhugmyndum
okkar þar sem unnið er innan þessa
ramma og horft fram í tímann.“
„Fyrirgef þeim því
þeir vita ekki hvað
þeir gjöra“
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs, sagðist ekki geta
annað en vísað til orðanna „„[...]
fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað
þeir gjöra“ þegar á fjörur manns reka
ummæli og fleira sem frá óvitum eru
komin en það er erfiðara að afgreiða
ummæli eins af okkar þjóðkjörnu
fulltrúum með þeim
hætti. Ég sé ekki ástæðu
til að tjá mig sérstak-
lega um ummæli þing-
mannsins enda dæma
þau sig best sjálf. Ég
vek hins vegar athygli á
niðurstöðum rannsókna
Háskólans á Akureyri
á áhrifum þeirra fram-
kvæmda sem þingmað-
urinn er að fjalla um en
samkvæmt þeim er þjóðhagsleg hag-
kvæmni þeirra ótvíræð“.
Áhrif virkjanafram-
kvæmda jákvæð
Páll Björgvin Guðmundsson, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, tekur það
fram að „ég hlustaði ekki á allt
samtalið og hef fyrirvara á því
að ég sjái ekki allt samhengið í
viðtalinu. En það er mikilvægt þegar
verið er að ræða þessi mál að meta
efnahagsleg áhrif virkjana eins og
Kárahnjúkavirkjunar og meta þetta
þá einnig í þjóðhagslegu samhengi
þ.e. taka verður með í reikninginn
samsvarandi fjárfestingu og rekstur
þeirra iðnfyrirtækja sem kaupa orkuna.
Á þetta er bent í skýrslu Gamma
Management hf. sem fjallar um efna-
hagsleg áhrif af rekstri og arðsemi
Landsvirkjunar til ársins 2035 og
finna má á landsvirkjun.is. M.ö.o.
þarf að taka inn í þessa umræðu öll
þau áhrif sem verða með tilkomu við-
komandi virkjunar. Íslenskur almenn-
ingur nýtur góðs af uppbyggingu
Kárahnjúkavirkjunar vegna þess að
sú virkjun hefur gefið af sér fjárfest-
ingar og atvinnustarfsemi sem skapa
gríðarlega mörg störf, hefur jákvæð
áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu.
Í þessu dæmi kemur arðurinn líka til
fólks í gegnum atvinnusköpun sem
leiðir m.a. af sér skattgreiðslur sem
kemur öllum landsmönnum til góða”
Kárahnjúkavirkjun
greiðir sig fyrr upp
en áætlað var
Valdimar O. Hermannsson, formaður
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi,
gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar og
segir það „með miklum ólíkindum
að stjórnarþingmaður, eða þingmaður
sem vill láta taka mark á sér, setji
fram slíkar fullyrðingar og sleggju-
dóma, jafnvel þó að hún hafi í þessu
spjalli verið í mikilli vörn fyrir vonda
stöðu sem þessi aðgerðarlitla ríkis-
stjórn er í, m.a. á sviði uppbyggingar
atvinnutækifæra og í því að skapa
störf sem gefa síðan margvíslega af
sér aftur, til samfélaga og ríkis, í formi
skatta og einkaneyslu við viðunandi
atvinnustig“.
Valdimar segir að það sé ekki rétt hjá
Sigríði Ingibjörgu að Kárahnjúkar
og stóriðjuuppbygging
á Austurlandi skili þjóð-
inni ekki arði af sinni
auðlind „það er nú öðru
nær, því sýnt hefur verið
fram á að framkvæmdir
við Kárahnúka munu
greiða sig upp mun fyrr
og skila meiri arði til
Landsvirkjunar, og þar
með þjóðarinnar, en áður
var áætlað og er það byggt
m.a. á þeim samningi sem gerður var
við Alcoa, þó svo að sá samningur, og
m.a. þróun á álverði á heimsmarkaði
hafi einnig komið fyrirtækinu vel, og
sú velgengni svo aftur skilað sér m.a.
til þess samfélags sem það er rekið í
og til alls Austurlands, með einum
eða öðrum hætti. Fólk verður nú að
fara að átta sig á því hvaðan tekjurnar
koma og hvað það er sem býr til góð
samfélög, atvinnu og velferð, en það
er m.a. gjaldeyrisskapandi fram-
leiðslugreinar eins og sjávarútvegur
og álframleiðsla, ásamt mörgu öðru.
Ekki getum við skattlagt okkur út úr
erfiðri stöðu og nær alger stöðnun
í atvinnuuppbyggingu kemur okkur
heldur ekkert áfram inní framtíðina,
það vitum við hérna fyrir austan.
Skildi þessi annars ágæta kona hafa
komið hingað austur, en við sveitar-
stjórnarmenn myndum jafnvel fórna
allt að heilum degi, í annars miklu
annríki okkar, til þess að sýna henni
þá grósku sem hér er, en fylgja henni
svo aftur í kvöldflugið, sem jú lendir
rétt hjá 101 í Reykjavík“.
Kominn tími til að
horfa fram á við
Jón Björn Hákonarson, forseti
bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, hafði
það um málið að segja að „ummæli
eins og þessi dæma sig algjörlega
sjálf og óskiljanlegt að svona nokkuð
komi úr munni stjórnarþingmanns.
Orkuverð er tengt álverði og það er
mjög hátt í heiminum í dag og hefur
verið lengi, það sést vel á ársreikningi
Landsvirkjunar og sýnir að það fyrir-
tæki nýtur ágætis arðsemi af sínum
fjárfestingum. Svo má líka velta því
fyrir sér, hvernig ástand mála á Íslandi,
eftir hrun, væri ef menn hefðu ekki
haft álverið á Reyðarfirði og þann
iðnað og sjávarútveg sem skapa
megnið af útflutningsverðmætum
þjóðarinnar. Það er orðið tímabært
fyrir stjórnarþingmanninn, Sigríði
Ingibjörgu Ingadóttur, að fara að hætta
að horfa í baksýnisspegilinn og fara að
líta fram á veginn og vinna að framtíð
þjóðarinnar.“
Ummæli stjórnarþingmanns
vekja hörð viðbrögð
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir