Austurglugginn - 02.09.2011, Page 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 2. september
Aðdragandi
þessa verkefnis var
kynning á vattarsaumi sem
haldin var á vegum Þorpsins
og Minjasafnsins sl. haust.
Í kjölfarið voru haldin námskeið á
Egilsstöðum og í Fljótsdal.
Í lok 19. Aldar (1889 ) fannst vattarsaumaður
vöttur (vettlingur) úr ull við Arnheiðarstaði í
Fljótsdal. Talið er að hann sé frá 10. öld og er
með elstu munum úr textíl sem varðveist hafa
hér á landi og auk þess eina vattarsaumaða flíkin
sem fundist hefur.
Fljótlega fæddist sú hugmynd að endurgera
vöttinn frá Arnheiðarstöðum og í kjölfar nám-
skeiðsins varð til handverkshópur í Fljótsdal
sem nú kallar sig Droplaug - hið Fljótsdælzka
handverksfélag. Hópurinn hefur hist reglulega
í vetur og æft vattarsauminn. Fljótsdalshreppur
veitti Droplaugu styrk til að standa straum
af kostnaði við endurhönnun vattarins.
Síðastliðin sunnudag, á Fljótsdalsdegi Orms-
teitis, var vötturinn settur formlega í sölu í
Snæfellsstofu en þeir verða einnig seldir í
Minjasafni Austurlands, Þjóðminjasafninu og
Húsi Handanna á Egilsstöðum.
KK og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, ásamt sam-
herja sínum úr Borgarfirði, einum af þremur borgarstjórum
Fjarðarborgar, Skúla Sveinssyni.
Austurglugginn greindi frá því í
sumar að Vegagerðin hefði farið fram
á eignarnám í landi Hjarðarhaga og
Skjöldólfsstaða vegna byggingar
nýrrar brúar á Ysta- Rjúkanda.
Landeigendur eru afar ósáttir við
að Vegagerðin skuli fara fram með
þeim hætti og krefjast þess að eign-
arnám verði ekki heimilað og hafa
sent stjórnsýslukæru þess efnis til
Innanríkisráðuneytisins. Þá hafa
landeigendur lýst því yfir að þeir séu
ekki á móti framkvæmdinni og hafa
boðist til að þinglýsa afnotarétti til
Vegagerðarinnar.
Settu skilyrði
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók
fyrir skemmstu fyrir beiðni um fram-
lengingu starfsleyfis frá Vegagerðinni.
Í afgreiðslu nefndarinnar lagði
nefndin skilyrði fyrir framlengingunni
þess efnis að framlengingin verði veitt
„þegar leyst hefur verið úr þeim málum
er varða landeigendur.“
Bæjarstjórn samþykkir án skilyrða
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ákvað
að veita framlengingu starfsleyfis á
fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst
sl. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að
Vegagerðin hafi skrifað sveitarfélaginu
bréf í kjölfar ákvörðunar Skipulags-
og mannvirkjanefndar um fyrrgreint
skilyrði fyrir framkvæmdaleyfi. Í bréfi
Vegagerðarinnar „kemur m.a. fram að
málefni er snúa að landeigendum og
skipulags- og mannvirkjanefnd vís-
aði til í sinni afgreiðslu, eru komin í
lögmæltan farveg“ segir í fundargerð
bæjarstjórnar. Í ljósi þess var eftir-
farandi tillaga lögð fram og samþykkt:
„Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sam-
þykkir að framlengja áður útgef ið
framkvæmdaleyf i Vegagerðarinnar
til lagningar hluta hringvegar um
land Hjarðarhaga og Skjöldólfsstaða
1 og byggingar nýrrar brúar á
Ysta- Rjúkanda“.
Arnheiðarstaðarvötturinn
endurgerður í Fljótsdal
Tæplega 300 manns sóttu tónleika með
Kristjáni Kristjánssyni, betur þekktum sem KK,
í Loðmundarfirði síðastliðið laugardagskvöld.
Tónlistargestir sóttu tónleikana með ýmsu móti,
nokkrir gestir komu gangandi frá Seyðisfirði og
aðrir gangandi frá Borgarfirði. Þá nýttu sumir
hjólreiðarnar sínar á meðan aðrir gestir komu á
stærri farartækjum eins og fjórhjólum, bílum en
einnig komu tveir bátar með fólk frá Seyðisfirði.
Veður var gott, logn en kólnaði lítilsháttar um
kvöldið. Vel tókst til og voru skipuleggjendur
afar ánægðir með það hversu vel tónleikarnir
voru sóttir. Gestir hátíðarinnar fóru allir með bros
á vör að loknum tónleikum og sagði Þórhallur
Þorsteinsson, einn skipuleggjanda tónleikanna
að sjálfur KK „hefði farið á kostum og þar sem
þessir tónleikar tókust svona vel er ekki ólíklegt
að þetta verði endurtekið í einhverri mynd að ári“.
KK - tónleikar í Loðmundarfirði
Framlenging starfsleyfis vegna hringvegar um Ysta-Rjúkanda