Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Side 9

Austurglugginn - 02.09.2011, Side 9
FRÉTTIR ÚR FLJÓTSDALSSTÖÐ Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á laggirnar árið 2004 í upphafi framkvæmda við byggingu álvers Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar. Markmiðið með verkefninu var að styðja hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði á sam- félag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Hugtakið sjálfbær þróun var fyrst kynnt til sögunnar í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem kom út árið 1987 en þar var hugtakið skilgreint sem: „Mannleg starfsemi sem full- nægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum fram- tíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Þegar sjálfbærniverk- efninu hér fyrir austan var komið af stað, eins og áður sagði árið 2004, hafði hvorugt fyrirtækjanna, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, forskrift að því hvernig staðið skyldi að því og kom fljótlega í ljós að þar var um frumkvöðlastarf að ræða, ekki eingöngu hér á landi heldur á heimsvísu. Ráðnir voru íslenskir og erlendir ráðgjafar til aðstoðar við verkefnið auk þess sem fyrirtækin fengu til liðs við sig fulltrúa ýmissa hópa, bæði með og á móti framkvæmdunum, og var þannig myndaður samráðshópur sem vann að verkefninu. Yfirlýsing um vilja Notkun hugtakanna sjálfbær þróun og sjálfbærni felur ekki í sér yfirlýsingu um að framkvæmdir og rekstur fyrirtækjanna séu eða verði sjálfbærar heldur felst í þeim vilji fyrirtækjanna að fylgja þeirri stefnu að framkvæmdir og rekstur falli sem best að hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar og hafa fyrirtækin því mótað stefnumið í samræmi við það. Miðar sú stefna að því að virða skoðanir fólks og vernda þá sem bæði vinna fyrir fyrirtækin og búa í þeim samfélögum sem fyrirtækin starfa. Þá miðar hún einnig að því að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið, stuðla að langtíma efnahagslegum ábata, nýta auðlindir með hagkvæmum hætti og nota hreinni framleiðslutækni, viðhalda líffræðilegri fjölbreytni og heilbrigði vistkerfa, taka tillit til þarfa núlifandi og komandi kynslóða, hvetja til samstarfs við hagsmunaaðila og sýna ábyrgð og góða stjórnun. Sjálfbærnivísar Við mælingar á sjálfbærni eru notaðir svokallaðir sjálfbærnivísar sem eiga að endurspegla hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar, þ.e. samfélag, umhverfi og efnahag. Sextán samfélagsvísar voru mót- aðir og teknir til vöktunar í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi og má þar nefna kynjahlutfall í vinnuafli, ánægju starfsfólks, öryggi starfsfólks, menntun og þjálfun, samfélagslega virkni starfsfólks o. s. frv. Þá voru 24 umhverfisvísar mótaðir og teknir til vöktunar og má þar nefna gæði grunnvatns og yfirborðsvatns við álver, rennsli fossa, magn og meðhöndlun úrgangs, hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði, rykmistur o. s. frv. Fimm efnahagsvísar voru ennfremur mótaðir en þeir snúa að ferðaþjónustu, útflutningi Fjarðaáls, efnahagslegum ábata við þjóðarframleiðslu, fjárhagsstöðu sveitarfélaga og magni vöru og þjónustu framleiddu á Íslandi. Hægt að fara inn á heimasíðu sjálfbærniverkefnisins, sjalfbaerni. is og skoða markmið, árangur, áætlanir o.fl. tengdum hverjum þessara sjálfbærnivísa. Þá hafa nokkrar áfangaskýrslur verið gerðar frá upphafi sjálfbærniverkefnisins til að gera grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið ásamt stöðu verkefnisins á hverjum tíma. Þessar skýrslur er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni. Sjálfbærniverkefni – frumkvöðlastarf á heimsvísu 2. T B L . 3. Á R G . S E P T E M B E R 2 0 11 Mynd: Þórhallur Árnason

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.