Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Side 11

Austurglugginn - 02.09.2011, Side 11
3 Ábyrgðarmaður: Georg Þór Pálsson samverkandi þátta s.s. fjölgunar gististaða, aukinnar þjónustu við ferðamenn á staðnum, aukinnar markaðssetningu, skipulagðra rútuferða og fjölgunar skemmtiferðaskipa. Fjölbreytt sumarvinna Uppgræðslustarf er í höndum Landbótasjóðs og ruslatínsla í höndum sumarvinnuhóps Landsvirkjunar, en sumarvinnan tekur einnig þátt í uppgræðslunni í samstarfi við Landbótasjóðinn. Auk uppgræðslu og ruslatínslu tekur sumarvinnuhópurinn einnig þátt í fjölda verkefna og má þar nefna verkefni í samstarfi við Hött en hópurinn eyddi viku í að gera Vilhjálmsvöll sem glæsi- legastan. Sumarvinnuhópurinn leggur þannig áherslu á samstarf við nágrennið með ýmsum verkefnum. Í sumar hefur hópurinn t.d. tekið að sér að slá gras í kirkjugörðum, bæði í Fljótsdal og á Jökuldal. Einnig tók hópurinn þátt í LungA (Listahátíð ungs fólks á Austurlandi) sem sjálfboðaliðar í einn dag. Í ágúst fóru Dagur og hluti af krökkunum á Borgarfjörð eystri til að sinna verkefni. Þau gistu á gistiheimilinu Borg og sá sveitarfélagið um að leggja út fyrir mat og græjum. Verkefnið sem lá fyrir var að stika og endurstika nokkrar af mörgum glæsilegum gönguleiðum í kringum Borgarfjörð eystri. „Fyrsti dagurinn var fremur kaldur en náðist þó að laga stikur alla leið upp Kækjaskörð og var það gott dagsverk. Daginn eftir lág svo leiðin í Loðmundarfjörð til að stika nýja gönguleið. Starfsmennirnir fengu meðal annars að kíkja á leifar af gömlu stöðvarhúsi en heimavirkjun var í Loðmundarfirði strax snemma á síðustu öld. Borgfirðingurinn Hafþór Snjólfur stjórnaði þessari ferð og fræddi hópinn um sögu þessa merka fjarðar. Þriðja daginn var haldið yfir Gönguskarð og til Stapavíkur. Margar stikur voru málaðar og lagaðar í þeirri ferð og að endingu var stoppað og hvílt sig í Stapavík en þar gafst hópnum kostur á að njóta þeirrar miklu fegurðar sem umhverfið hefur upp á að bjóða áður en lengra var haldið. Úr Stapavík var gengið til Unaóss en á miðri leiðinni rákumst við á dauðan hval og þurftu tveir starfsmenn að hafa sig alla við til að kasta ekki upp því lyktin var engum manni boðleg. Síðasta gönguleiðin var svo úr botni Borgarfjarðar til Stórurðar. Var það heilmikil ganga sem var þó þess virði þegar að útsýnið á Dyrfjöllin mætti okkur á endastöð. Olli það þó nokkrum von- brigðum hversu mikill snjór var ennþá á svæðinu og því skartaði urðin ekki alveg sínu fegursta þennan daginn“ segir Dagur. „Á kvöldin var svo ýmist farið í fótbolta, spilað, horft á sjónvarp eða farið og veitt en afli heimsóknar okkar á Borgarfjörð samanstóð af fjórum marhnútum og einum þorski en að sjálfsögðu var öllum fiskunum sleppt eftir að hafa verið dregnir á land. Var það mál manna að Borgarfjörður sé mekka afþreyingar á Íslandi og vildu menn helst vera þar áfram“ segir Dagur. Frábært sumar Að lokum vildu þau Arna og Dagur þakka öllum starfsmönnum Landsvirkjunar fyrir skemmtilegt og ógleymanlegt sumar. Þau segja að „samstarf starfsmanna Landsvirkjunar í Fljótsdal hefur gert það að verkum að auðvelt er að leysa úr verkefnum sem legið hafa fyrir hverju sinni. Viljum við þakka öllum samstarfsmönnum, gestum og nágrönnum fyrir frábært sumar.“ Kalt vor og lítið vatn Vorið 2011 var óvenju kalt. Frá 19. maí til 30. júní var meðallofthiti á Akureyri verið sá lægsti síðan mælingar hófust 1949. Sama er að segja með lofthita í Hallormsstað en mælingar þar hófust 1961. Næst lægst var hitastigið á þessum tíma árs á Akureyri vorið 1952 og á Hallormsstað árið 1981. Í júlí tók að hlýna en í ágúst hefur frekar kólnað. Rennsli í jökulsánum sem renna í Hálslón og í Ufsarlón Fljótsdalsstöðvar er mjög háð lofthita vegna bráðnunar. Þegar vorið er svona kalt bráðnar hvorki snjór né jökull og vorflóðum seinkar. Sögulegt lágmark Rennsli til Fljótsdalsstöðvar var 19. maí til 30. júní í sögulegu lámarki. Frá því farið var að fylgjast með rennsli Jökulsár á Dal árið 1950 hefur rennsli ekki verið minna. Næst lægst var rennslið þetta tímabil vorið 1958. Jökulsá í Fljótsdal rennur í Ufsarlón og þar er sömu sögu að segja og með innrennslið í Hálslón þ.e.a.s. Jökulsá í Fljótsdal hefur ekki verið eins vatnslítil að vori síðan mælingar í henni hófust 1998. Vorflóðin komu í júlí og rennsli inn í Hálslón var yfir meðaltali áranna 1950-2011 í júlí og fyrstu dagana í ágúst. Heldur hefur dregið úr innrennslinu er líða tók á ágúst mánuð. Vatnshæð Hálslóns var 620,7 m. y.s. 24. ágúst og hefur hækkað hægt undanfarna daga. Yfirfallshæðin er í 625 m. y.s. og líklegt er að vatnsborð nái ekki yfirfalli fyrr en seint í september eða október. Einnig er möguleiki að Hálslón fyllist ekki þetta haustið. Dagur og Arna nýttu þá fáu daga sem gafst til afslöppunar í sólinni Rafbíllinn Think í heimsókn Rafbílinn Think frá Noregi kíkti í heimsókn í Végarð og var gestum boðið að reynsluaka bílnum einn sunnudaginn í júlí. Um 30 manns reynsluóku bílnum og kunnu flestir vel að meta, en sáu ekki fram á að kaupa svona bíl í nánustu framtíð vegna hás verðs. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 19.maí 29.maí 8.jún. 18.jún. 28.jún. 8.júl. 18.júl. 28.júl. 7.ágú. 17.ágú. M e ð al d ag sr e n n sl i [ m 3/ s] Innrennsli í Hálslón 1950-2011, 19. maí - 23. ágúst Dreifing 1950-2011 Meðaltal 1950-2011 Vor og sumar 2011

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.