Austurglugginn


Austurglugginn - 02.09.2011, Síða 19

Austurglugginn - 02.09.2011, Síða 19
 Föstudagur 2. september AUSTUR · GLUGGINN 19 Mikil umræða fór fram í stjórnlaga- ráði um þingræði og forsetaræði. Forsetaræði þýðir að forseti eða for- sætisráðherra er kosinn beint af þjóðinni, fyrirmyndirnar sjáum við í Bandaríkjunum og Frakklandi. Niðurstaða ráðsins varð sú að taka ekki þetta skref og halda sig við þingræðið. Krafa þjóðfundar var aukin valddreif- ing og því þótti rétt að ráðherrar sætu ekki á þingi sem þingmenn né höfðu þar atkvæðisrétt. Greinin um þetta er svohljóðandi: 89. gr. Ráðherrar og Alþingi. Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrir- spurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þing- skapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðis- rétt á Alþingi. Sé alþingismaður skip- aður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur varamaður þá sæti hans. 90. grein fjallar um stjórnarmyndun: 90. gr. Stjórnarmyndun. Alþingi kýs forsætisráðherra. Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þing- manna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða for- seta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra. Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga. Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu. Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Ráðherrar undir- rita eiðstaf að stjórnarskránni þegar þeir taka við embætti. Hér er nýnæmið það að kosning for- sætisráðherra er formleg og skal fara fram á alþingi. Forseti Íslands veitir eins og nú stjórnarmyndunarumboð en þó er fastar að því kveðið. Hann skipar og forsætisráð- herra formlega í embætti. Að öðru leyti skýrir greinin sig sjálf. 91. gr. Vantraust. Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. Í tillögu um van- traust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans. Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um van- traust á hann. Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra. Greinin um vantraust lýtur aðallega að því að berist tillaga um slíkt frá alþingi skal hún innibera tillögu um eftirmann og er þetta gert til að auka ábyrgð þingsins. Alþingi getur borið fram vantraust á hvern ráðherra fyrir sig en sé vantrauststillaga samþykkt á forsætisráðherra fýkur öll ríkisstjórnin með honum. Þessi þrjú ákvæði eru helstu nýjungarnar sem lúta að ráðherrum. Eins og fram kemur í upphafsorðunum var þetta mikið rætt og sér- lega dreginn í efa nægilegur aðskilnaður þings og ráðherra með þessum tillögum. Í alþingiskaflanum er þó að finna nokkur ákvæði sem auka sjálfstæði þingsins gegn framkvæmda- valdinu. Líka má benda á málskotsrétti forseta og þjóðar til hömlunar þingi og ráðherrum sem missa sjónar af umboði sínu. Með þetta aukna aðhald í huga ákvað stjórnlagaráð að fara þessa leið. Lýður Árnason, læknir og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði. Ráðherrar í nýrri stjórnarskrá Austurglugginn hefur undan- farið birt greinar og viðtöl vegna Norðfjarðarganga. Í viðtali við mig sem birtist í blaðinu þann 12 ágúst s.l. reyndi ég að upplýsa lesendur um stöðu mála hvað Norðfjarðargöng varðar. Hinn 19. ágúst birtist svo við- tal við Ögmund Jónasson, innanríkis- ráðherra, þar sem hann var spurður út í stöðu mála. Ég skal játa það hrein- skilningslega að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með svör hans og stefnu. Ég neita að trúa því að hann ætli sér að slá þessa mikilvægu framkvæmd af. Í viðtalinu er Ögmundur m.a. spurður út í ummæli mín þess efnis að hann væri að fara gegn vilja Alþingis og svíkja þær samþykktir sem fyrir lægju. Orðrétt svarar Ögmundur: „... ekki vera að svíkja Kristján Möller því hann tók þátt í atkvæðagreiðslu um málið þar sem hann felldi út fjár- heimildir til Norðfjarðarganga.“ Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvað Ögmundur er að fara með þessu og mótmæli ummælum hans harðlega. Engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram á Alþingi þar sem felldar voru út fjárheimildir til Norðfjarðarganga. Gildandi samgönguáætlun Í gildandi samgönguáætlun (vega- áætlunarhluta) sem ég lagði fram á Alþingi stendur m.a. eftirfarandi um Norðfjarðargöng: „Eins og kunnugt er þá er jarð- gangaáætlun hluti vegaáætlunar. Í gildandi vegáætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hæfust 2009 en nú er gert ráð fyrir að þær hefjist 2011. Gert er ráð fyrir 220 millj. kr. framlagi 2011 og 1.174 millj. kr. 2012.” Tillagan var samþykkt með 42 sam- hljóða atkvæðum á Alþingi þann 15. júní 2010. Rétt er að ítreka það sem þarna stendur, að jarðgangnaáætlun er hluti af vegaáætlun. Þetta þýðir ein- faldlega að samgönguáætlun er eina áætlunin sem í gildi er. Þessari sam- þykkt hefur aldrei verið breytt og þessi fjárhæð, um 1.5 milljarður króna árin 2011 og 2012 er til upphafsfram- kvæmda eins og áætlanir gera ráð fyrir. Með samþykkt Alþingis var ekki verið að vekja upp neinar falsvonir eins og Ögmundur hefur kallað það. Með þessu var Alþingi að veita upphafsfé og ákveða að ráðast í þetta brýna verkefni. Sami háttur var hafður á með Norðfjarðargöng og önnur langtíma- verkefni, þ.e. tiltekið var að frekara fé vantaði í samgönguáætlun 2013 og áfram. Nákvæmlega sama fyrirkomu- lag eins og t.d. á við um framkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum sem Ögmundur hefur sagst ætla að standa við. Þar vantar fjármuni fyrir árin 2013 og næstu ár þar á eftir. Það stöðvar ráðherrann þó ekki í loforðum um framkvæmdir þar. Er þessu eitthvað öðruvísi háttað með Norðfjarðargöng Ögmundur ? Samstaða allra þingmanna NA kjördæmis Rétt er að ítreka enn einu sinni að allir þingmenn NA kjördæmis hafa sam- þykkt að Norðfjarðargöng verði aðal verkefni samgöngumála í kjördæminu á næstu árum. Verkefnið er brýnt og þolir enga bið. Þess vegna er um 90% af framkvæmdafé kjördæmisins varið í Norðfjarðargöng árið 2012. Vilja Alþingis er að finna í samþykkt samgönguáætlunar og fjárhæðir áætlaðar til að hefja framkvæmdir á næsta ári. Það er síðan Ögmundar Jónassonar að fylgja þessu máli eftir, eins og öðrum verkum, nema að hann sé að undirbúa okkur undir að hann vilji hætta við þessa framkvæmd. Ekki frekari niðurskurður Innanríkisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að ráðast ekki í frekari niðurskurð í samgöngumálum en verið hefur. Því er mér óskiljanlegt hvers vegna hann ræðst með þessu offorsi gegn Norðfjarðargöngum sem allir eru sammála um að sé mjög brýn framkvæmd. Í fyrrnefndu viðtali við Austurgluggann segir Ögmundur einnig: „...sá er munur á Vestfjörðum og öðrum landshlutum að þar er víða hreinlega ekki hægt að komast leiðar sinnar og til þess þurfum við að horfa “ Hið sama má segja um núver- andi veg og göng um Oddsskarð. Umferð um Oddskarðið er hins vegar margfalt meiri og þungaflutn- ingar miklir. Höfum það hugfast að um 30% útflutningstekna koma úr Fjarðarbyggð. Um Vaðlaheiðargöng Að gefnu tilefni er rétt að árétta að fyrirhugaðar framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa engin áhrif á hefðbundnar ríkisframkvæmdir í samgöngumálum. Um þetta vísast til fyrrnefndrar samgönguáætlunar en þar segir: „Mikilvægt er að með gjaldtöku á notendur er annars vegar hægt að leggja í mannaflsfrekar sam- gönguframkvæmdir til að halda upp atvinnu í landinu og hins vegar til að flýta einstökum framkvæmdum í for- gangsröðun sem hefur þó ekki áhrif á röðun annarra framkvæmda sem fyrir- hugað er að fara í í samræmi við lang- tímaáætlun í samgöngumálum.“ Norðfjarðargöng eru eins og áður hefur komið fram á samgön- guáætlun. Einkaframkvæmd við Vaðlaheiðargöng hefur því engin áhrif á framgang Norðfjarðarganga. Verk að vinna - Hefjumst handa Höldum okkur við gildandi samgön- guáætlun og hefjumst handa við gerð Norðfjarðarganga þegar á næsta ári. Engar fjárheimildir til verksins hafa verið felldar niður. Kristján L. Möller alþingismaður og fyrrv. samgöngu og sveitarstjórnarráðherra Fjárheimildir til Norðfjarðarganga hafa ekki verið felldar niður Lýður Árnason Kristján L. Möller

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.