Austurglugginn - 24.09.2010, Side 5
Föstudagur 24. september AUSTUR · GLUGGINN 5
Austfirskar krásir er klasasamstarf fyrirtækja á
Austurlandi sem framleiða og/eða selja austfirskt
hráefni. Austfirskar krásir voru stofnaðar í febrúar
2009 á Austurlandi með því markmiði að efla
austfirska matarmenningu og vera samstarfsvett-
vangur þeirra aðila sem stunda atvinnurekstur sem
byggir á hráefni af svæðinu. Fjölbreytileikinn er
mikill innan klasans og er boðið upp á margskonar
hráefni og matvörur.
Í dag eru ýmsar hugmyndir að komast til fram-
kvæmda innan matvælageirans á Austurlandi.
Matvælamiðstöð Austurlands var stofnuð seinni-
part árs 2009. Þar er framleiðendum gefinn kostur
á að nýta aðstöðuna gegn sanngjarnri greiðslu sem
gerir þeim kleift að prufa sig áfram með hug-
myndir sínar. Í dag eru nokkur verkefni í gangi,
þar á meðal verkefni sem félagar í Austfirskum
krásum standa að.
Holt og heiðar ehf. Hallormsstað
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og hjónin Guðný
Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigjónsson eiga fyrir-
tækið Holt og heiðar ehf. á Hallormsstað. Fyrirtækið
býður upp á birkisafa, birkisíróp, rabarbara, sultaðan
á ýmsan hátt, og sveppi og er hráefnið allt upp-
runnið á Austurlandi.
Helsta sérstaða fyrirtækisins er framleiðsla birki-
síróps en það er hvergi annarsstaðar framleitt á
Íslandi. Frá skógarmönnum kom hvatning um að
nýta birkisafa til framleiðslu. Í framhaldinu var hafin
söfnun á birkisafa árið 2009 og þróun á birkisír-
ópi. Birkisafi er vandmeðfarin afurð, geymsluþol
hans eru fjórir dagar í kæli og söfnun er einungis
möguleg þrjár vikur á ári. Ef eitthvað fer úrskeiðis
þá er ár í næstu uppskeru. Hreinn birkisafi er góður
heilsudrykkur og allra meina bót. Hann inniheldur
mikið af steinefnum og sykrum. Gigtarsjúklingar
og fólk með frjókornaofnæmi hafa fengið bót með
neyslu birkisafans og í bígerð er að þróa hann frekar
sem heilsudrykk.
Móðir jörð – lífrænt ræktaðar afurðir frá
Vallanesi
Eymundur Magnússon er ábúandi í Vallanesi og
stofnandi fyrirtækisins, Móðir Jörð, sem stendur
fyrir lífrænni ræktun á grænmeti og korni og full-
vinnslu afurða undir eigin vörumerki. Rekstur
Móður Jarðar er nú í mikilli þróun en hingað til
hefur vörumerkið unnið sér sess á Íslandi fyrir hið
vel þekkta Bankabygg sem er ræktað og unnið
í Vallanesi, sem og fyrir útiræktað grænmeti og
kartöflur. Tilbúin grænmetisbuff hafa verið á mark-
aðnum í nokkur ár sem og nuddolíur. Fullvinnsla
hófst því hjá Móður Jörð fyrir meira en áratug.
Vaxandi áhugi er á lífrænt ræktuðum afurðum á
Íslandi auk þess sem efnahagskreppan hefur breytt
umtalsverðu um samkeppnishæfni íslenskra fram-
leiðenda. Móðir Jörð kappkostar að fylgja þessari
þróun eftir og er stefnt að frekari uppbyggingu
matvælaframleiðslu og fullvinnslu úr lífrænt
ræktuðu hráefni. Fyrstu skref í þá átt er þróun og
markaðssetning nýrra vörutegunda s.s. hrökkkex
úr íslensku byggi sem ber nafnið Hrökkvi, en það
er meðal annars bragðbætt með íslenskri ætihvönn.
Á þessu ári voru auk þess kynntar til leiks krydd-
sultur (chutney) úr rófum og rauðrófum sem bera
nöfnin Gulrófugló og Rauðrófugló. Þessar vöruteg-
undir þykja henta einkar vel á matborð Íslendinga
með villibráð, lambasteik eða grænmetisréttum en
við vöruþróun var þess gætt að þær gætu einnig
höfðað til ferðamanna.
Móðir Jörð er e.t.v. þekktast hér á landi fyrir lífrænt
ræktað bygg sem hefur verið ræktað í Vallanesi til
manneldis frá árinu 1985 og segir Eymundur að
fagmenn sem leikmenn sjái sífellt betur góð áhrif
þess á heilsuna auk þess sem það er mjög hag-
kvæmur kostur til hvers konar matargerðar.
Fjóshornið á Egilsstöðum
Í byrjun sumars opnuðu Vigdís Sveinbjörnsdóttir
og Gunnar Jónsson veitingastaðinn Fjóshornið á
Egilsstöðum. Staðurinn byggir á hugmynd sem
hafði verið til í dágóðan tíma. Síðasta vor var svo
ákveðið að fara af stað með uppbyggingu á veit-
ingastaðnum og bjóða þar til sölu framleiðsluvörur
Egilsstaðabúsins.
Vigdís framleiðir nokkrar tegundir af jógúrti,
Egilsstaðaskyr og ostinn Egilsstaðafeta. Einnig
býr hún til skyrtertur úr hráefni frá búinu og hefur
þetta á boðstólum í Fjóshorninu ásamt kaffi og öðru
bakkelsi. Hún hefur lítinn vinnslusal inn af veitinga-
staðnum þar sem hún vinnur úr gerilsneyddri mjólk
frá sínu eigin búi. Auk þess býður Vigdís einnig upp
á gúllassúpu sem unnin er úr nautakjöti.
Austurlamb ehf.
Austurlamb ehf. er félag sauðfjárbænda á Austur-
landi og er tilgangur þess sala á austfirsku lamba-
kjöti og öðrum kjötafurðum. Félagið hóf starfsemi
árið 2007 en áður hafði Sláturfélag Austurlands
rekið sambærilega starfsemi frá árinu 2003. Í dag
eru framleiðendur hjá Austurlambi ehf. sjö tals-
ins.
Sala Austurlambs ehf. fer að mestu fram í Reykjavík
og á Austurlandi en þó dreifist salan einnig um aðra
landshluta. Í dag er þjónustan að mestu sniðin að
þörfum heimila en að sögn Sigurjóns Bjarnasonar,
umsjónarmanns félagsins, er endurskipulagning í
undirbúningi og þá verður horft til þess möguleika
að ná til veitingahúsa og annarra fyrirtækja. Sala
erlendis kemur einnig vel til greina með tímanum
en þá yrði lögð áhersla á beina sölu til neytand-
ans, án milliliða.
Austurlamb ehf. er nýjung í kjötviðskiptum á
Íslandi og mikilvægt framfaraskref í sölu á íslensku
lambakjöti. Beint og milliliðalaust samband milli
bónda og neytanda tryggir að viðkomandi geti
valið hvaðan hann fær kjötið og keypt það með
lítilli fyrirhöfn.
Vilji Austurlambs er að koma til móts við þá sem
vilja tengjast íslenskri náttúru og menningu í
gegnum sín matarinnkaup. Jafnframt vill félagið
tryggja að þau vörugæði, sem hagstæðar náttúru-
legar aðstæður á Austurlandi skapa, skili sér til neyt-
enda og að bændur eigi möguleika á því að selja
sitt kjöt sjálfir og þannig sé þeim gefinn kostur á
aukinni hlutdeild í eigin verðmætasköpun.
Fiskverkun Kalla Sveins
Karl Sveinsson er eigandi fyrirtækisins Fiskverkun
Kalla Sveins (FKS) á Borgarfirði eystra. Karl sótti
fiskvinnsluskóla og hóf útgerð 1977 sem hann
rak jafnhliða gæsabúskap. Árin 1982-1984 byggði
Karl alifuglasláturhús í félagi við Birgi Björnsson
frá Geitavík sem einnig stundaði gæsabúskap. Við
bygginguna var einnig hugað að möguleika á fisk-
vinnslu en sú starfsemi var Karli ofarlega í huga.
Árið 1986 hætti Karl gæsabúskap vegna markaðs-
aðstæðna og fór út í fiskverkun samhliða útgerð og
hákarlaverkun. Innflutningur á pekingöndum og
gæsum hafði aukist og því var lítið uppúr gæsabú-
skapnum að hafa. Næstu 14 árin var smátt og smátt
byggt við húsnæðið og starfsemi fyrirtækisins jókst.
Upp úr 1990 – 1991 hætti Kaupfélag Héraðsbúa
starfsemi fiskvinnslu sinnar á Borgarfirði og var
það því kostur fyrir staðinn að Karl hafði farið af
stað með saltfiskverkun enda starfaði stór hluti
íbúanna við sjávarútveg.
Fyrir rúmu ári síðan ákvað Karl að fjárfesta í
Álfacafé á Borgarfirði og í leiðinni setja fram-
leiðslu Álfasteins aftur í gang en starfsemi þess
fyrirtækis hafði þá legið niðri í nokkurn tíma.
Starfsemi Álfasteins er í næsta húsi við fiskverk-
unina. Álfacafé býður upp á fiskisúpu með brauði
auk kaffis og meðlætis sem allt er bakað á staðnum.
Þá er hægt að panta fiskrétti fyrir hópa ef pantað
er tímanlega og geta 50 – 60 manns setið til borðs
í einu. Karl segist hafa ákveðið að reyna að lengja
ferðaþjónustutíma Borgarfjarðar eystra um sex
vikur og hafi það lukkast vel. Nú opnar hann í maí
í stað júní og lokar í september en ekki í ágúst eins
og margir gera.
Austfirskar krásir