Austurglugginn - 24.09.2010, Síða 7
Föstudagur 24. september AUSTUR · GLUGGINN 7
FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is
StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNorðfjörðurMjóifjörður
Deiliskipulagstillaga
Aðkoma Fáskrúðsfjörður
vestur – Ósinn
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með deiliskipulagstillögu fyrir aðkomu í Fáskrúðsfjörð vestur -
Ósinn. Tillagan er auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og var samþykkt í
bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmtudaginn 2. september 2010. Svæði það sem skipulagið tekur til er
umhverfis Ósinn norðan aðkomu að Fáskrúðsfirði frá vestri.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, Reyðarfirði, í
þjónustugátt í bókasafni Fáskrúðsfjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins. Tillagan er til sýnis frá
og með 23. september til og með 28. október 2010. Athugasemdafrestur er til sama tíma.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillögurnar. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Umhverfisstjóri.
Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur
aðalfund um helgina og hefst fundurinn með
setningu fráfarandi formanns, Björns Hafþórs
Guðmundssonar, á föstudeginum 24. septem-
ber. Björn mun svo ásamt Þorvaldi Jóhannessyni,
fráfarandi framkvæmdastjóra, SSA, fara yfir liðið
starfsár og áætlanir fram að 2011. Þar á eftir mun
Björn Hafþór kynna framtíðarskipulag samstarfs
sveitarfélaga og stoðstofnana á Austurlandi.
Gestir fundarins verða þeir Hermann Sæmundsson,
skrifstofustjóri Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytisins, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Steingrímur J.
Sigfússon, fjármálaráðherra, og munu þeir ávarpa
þingfulltrúa.
Þá mun Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra,
kynna fyrir fundargestum fyrirkomulag aðild-
arviðræðna Íslands og ESB.
Nefndastörf taka svo við og afgreiðslur auk kosn-
inga á laugardeginum.
Kosning formanns
Valdimar O. Hermannsson gefur
kost á sér til formanns SSA en
hann hefur starfað innan stjórn-
arinnar sl. ár. Valdimar segir í
samtali við Austurgluggann að
hann sé „spenntur fyrir því að taka
við formennsku, ekki síst vegna þess
að miklar mannabreytingar hafa
átt sér stað innan stjórnar SSA.“ Aðspurður út í þær
áherslur sem Valdimar hyggst boða, nái hann kjör í
embættið segist hann vilja „efla sveitarstjórnarstigið
með öllum ráðum og ná fram hagræðingu innan
stoðstofnana SSA en einnig auka upplýsingaflæðið
frá SSA og gera það sýnilegra.“ Hefð hefur skapast
fyrir því innan SSA að formannsstóllinn flakki á
milli sveitarfélaga þegar formannsskipti eiga sér
stað og nú er röðin komin að Fjarðabyggð.
Engin lögbinding í sameiningu sveitarfélaga
Samkvæmt Skessuhorni, frétta-
veitu Vesturlands, kemur fram
að Ögmundur Jónasson, nýskip-
aður dómsmála- og mannrétt-
indaráðherra og samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, muni
ekki þröngva fram sameiningu
sveitarfélaga með lagasetningu eins og Kristján
Möller, fyrrverandi samgöngumálaráðherra hafði
boðað. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka sveit-
arfélaga á Vesturlandi sem fór fram á Ólafsvík
10. september sl.
Þessi stefnubreyting stjórnvalda í málefnum sveit-
arfélaganna kann að hafa ýmis
áhrif á komandi SSA þingi en
sveitarfélögin á Austurlandi
hafa unnið náið að hugsanlegri
sameiningu sveitarfélaganna á
starfssvæði SSA. Skipaður var
hópur á síðasta aðalfundi SSA
sem hefur starfað undir nafninu,
Austurland eitt sveitarfélag og
mun hann kynna tillögur sínar
á komandi þingi SSA. Hópnum
var falið á síðasta aðalfundi SSA
að gera tillögur að stjórnkerfi
nýs sameinaðs sveitarfélags, leita
eftir samvinnu við ráðuneyti samgöngu- og sveit-
arstjórnarmála um mögulega sameiningu, kanna
vilja ríkisvaldsins til sameiginlegrar stefnumörk-
unar um opinberar framkvæmdir og verkaskipt-
ingu slíks sveitarfélags og ríkisvaldsins og fjalla
um þau áhrif sem tilkoma hins nýja sveitarfélags
hefði í för með sér fyrir austfirskt samfélag með
sérstakri áherslu á þau tækifæri sem sköpuðust.
Á síðasta aðalfundi SSA var þessi starfshópur
settur á laggirnar með einróma samþykki og var
talað um að um væri að ræða „ótvírætt tímamóta-
verkefni, sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi. Því er
mikilvægt að allir sem að því koma standi að því af
metnaði og með vönduðum hætti.“ eins og segir í
bókun frá síðasta aðalfundi SSA. Framangreind
orð Ögmundar hleyptu aðalfundi Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi í visst uppnám hvað varðar
sameiningu sveitarfélaga. Stefnubreytingin virðist
einnig hafa haft áhrif á starfshóp SSA, Austurland
eitt sveitarfélag, hvað varðar það starf sem var
ákveðið á síðasta aðalfundi SSA.
Jens Garðar Helgason, formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar, sagði
í samtali við Austurgluggann
að fulltrúar Fjarðabyggðar muni
leggja á það áherslu á þinginu að
draga úr sameiningaráformum
og efla þess í stað samstarf sveit-
arfélaganna.
Austurglugginn verður að
sjálfsögðu á staðnum og mun
flytja umfjöllun um helstu tíð-
indi fundarins í næsta tölublaði
Austurgluggans.
Aðalfundur SSA á Breiðdalsvík