Austurglugginn - 24.09.2010, Page 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 24. september
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Fjarðabyggðar tók
Páll Björgvin Guðmundsson við embætti bæj-
arstjóra. Helga Jónsdóttir afhenti Páli lyklavöldin
í lok fundar og óskaði honum góðs gengis
í embættinu.
„Þetta er víðfeðmt og fjölbreytt starf og
ákaflega spennandi starfsvettvangur
og mikil áskorun að taka við þessu
starf i og ná að lenda því þannig að
allir séu sáttir“ segir Páll Björgvin
aðspurður út í það hvernig honum
lítist á nýja starfið. Páll Björgvin segir
að Fjarðabyggð sé „stórt sveitarfé-
lag, ekki síst í landfræðilegum
skilningi“ og telur að
það sé flóknara að
stýra margkjarna
s v e i t a r f é l a g i
heldur en sveit-
arfélagi sem
samanstandi
af einum
b y g g ð a r -
kjarna.
Hann segir sín fyrstu verk snúa
að fjárhagsáætlanagerð og fjár-
hagi sveitarfélagsins. „Þrátt fyrir
umtalsverðar skuldir og
skuldbindingar stendur
rekstur sveitarfélags-
ins á traustum fótum,
enda tekjuhliðin
sterk. Sveitarfélagið
hefur alla burði til að
standa í skilum en rými
til aukinna rekstrarút-
gjalda og nýframkvæmda er tak-
markað um þessar mundir“ segir Páll
aðspurður út í fjárhags-
stöðu sveitarfélags-
ins. Hann segir að
tekjustofnarnir séu
sterkir en að sú
stórframkvæmd
sem sveitar-
félagið ætti að
líta til næst sé ný
leikskólabygging
á Neskaupstað
enda hafi menn lengi stefnt
að því að ljúka því verkefni en
núna fari allur tíma til að „hag-
ræða og velta við öllum steinum
og því ekki hægt að tímasetja þá
framkvæmd.“
Hann segist jafnframt ætla að
gefa sér nægan tíma í að kynna
sér starfsemi sveitarfélagsins og
svo mun yfirfærsla á málefnum
fatlaðra til sveitarfélaganna vera „helj-
arstórt verkefni sem mun taka tíma að inn-
leiða enda stór málaflokkur“.
Páll Björgvin starfaði hjá sveitarfélaginu frá 2004-
2008 sem fjármálastjóri og þekkir því vel vinnu-
staðinn og margt af því starfsfólki sem starfar á
bæjarskrifstofunni. Hann telur sína reynslu sem
fjármálastjóra sem og menntun koma til með að
„nýtast mjög vel, sérstaklega varðandi endurfjár-
mögnun og fjármögnun almennt“. Páll Björgvin
hefur starfað sem bankastjóri Íslandsbanka á
Austurlandi frá 2008.
Nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð
Líf og fjör í sveitinni
Réttað var í Melarétt í Fljótsdalshreppi laugardaginn
18. september. Margt var um manninn og mátti sjá unga
skólakrakka og ferðamenn kynna sér starfshætti landbún-
aðarins. Hjörtur Kjerúlf réttarstjóri sagðist best geta trúað
að á milli 3000- 4000 fjár hafi verið í réttinni og um 200
manns hafi litið við.
Rollurnar þóttu álitlegar í Melarétt um síðustu helgi.
Þessir fallegu hrútar hafa útlit Múlamanna er þeir komu úr göngum hér áður
fyrr og ef til vill enn í dag.
Ungir sem aldnir tóku vel á því þegar dregið var í dilka og vonandi eru upp-
rennandi sauðfjárbændur í hópnum.