Austurglugginn - 24.09.2010, Qupperneq 9
Föstudagur 24. september AUSTUR · GLUGGINN 9
Fyrsta haustlægðin gekk hér yfir með
úrhellisrigningu og roki. Veðrið var
svo slæmt að hún kisa í næsta húsi
sem kemur alltaf að heimsækja okkur,
sást ekki. Það fór ekki á milli mála
að sumarið var að kveðja.
Ég horfi út um gluggann hjá mér og
sé yfir fótboltavöllinn þar sem verið
er að taka niður mörkin og allt sem
minnir á leiki sumarsins.
Börnin sem mæta í skólann núna
eru í sögulegu lágmarki eða 65 börn
en fyrir tæpum áratug voru þau um
120.
Aðeins 5 börn fermdust hér í vor, en á
árum áður voru þau oftast 20-30.
Unglingarnir okkar fara í fram-
haldsskóla vítt og breitt um landið.
Námsmöguleikar eru óteljandi
og þetta unga fólk fer og leitar að
tækifærunum til að byggja á fram-
tíð sína.
Mér finnst þegar ég horfi á eftir
þessum hóp að ekki sé möguleiki fyrir
þau að snúa aftur heim, því hér heima
bíður engin atvinna fyrir þau.
Það er venja þeirra sem mynda meiri-
hluta í bæjarstjórn að senda kjós-
endum langar greinagerðir um það
sem þeir ætla að koma í verk á kjör-
tímabilinu. En er þá ekki gott að líta
til baka og sjá hvað gert hefur verið á
sl. tveimur kjörtímabilum sjálfstæð-
ismanna hér í bæ.
Ég man hreinlega ekki
eftir neinu!
Ég tek eftir því að golf-
völlurinn hélt upp á 10
ára afmælið nýlega og
LungA hélt líka upp á
10 ára afmæli sitt, þetta
eru plúsarnir sem urðu
til áður en sjálfstæðis-
menn tóku hér völdin.
Þegar ég horfi á LungA,
þá er ótrúlegt hvað þeir
hafa auglýst bæinn vel og dregið að
fjölda gesta. Og ég vil halda áfram, því
Karlinn í tunglinu, Tækniminjasafnið,
Bryggjuhátíðin, Listaháskólinn og
fleiri hafa gert bæinn að því sem hann
er í dag og unnið mikið og jákvætt
auglýsingastarf.
Kannski var stærsta verkefnið samt
Norræna og móttaka þeirra fjöl-
mörgu ferðamanna sem með henni
koma.
Grein Ásmundar Ásmundssonar í
Austurglugganum 20. ág. sl. kallaði
því fram hörð viðbrögð hjá mér eins
og fleirum. Magnús Guðmundsson
skrifaði harðorða grein til andsvara
í Austurgluggann 3. sept. sl. og ég
vitna í grein Magnúsar þar sem hann
segir; “Á.Á. setur sig í sæti þess sem
situr í miðju alheims, deilir þaðan og
drottnar sbr. þessi orð hans; Reynsla og
þekking Seyðfirðinga af Norrænu og
annarri ferðaþjónustu yrði kærkomin
í Fjarðabyggð og sjálfsagt að glutra
henni ekki enda þyrfti það ekki að koma
til sökum þess að hér eru næg húsnæði
og grundvallarþjónusta til staðar sem
þeir aðilar færu ekki varhluta af flytt-
ust þeir með ferjunni”.
Maður verður að staldra hér við og
skilja að þetta er meira en orðin
tóm, þetta er beinlínis árás á bæinn
okkar.
Þegar ég hugsa um hættuna sem
steðjar að Norrænu, þá hvarflar að
mér, þó allir segi að þetta geti ekki
gerst, að ferjan fari héðan.
Þegar ég horfi á allt sem búið er að
hirða burtu úr bænum, þá sé ég ekki
annað en að þetta sé næsta skref, að
missa Norrænu og því miður treysti
ég ekki bæjarstjórninni til að sigra í
þessu máli, ef af verður og það sama
gildir um sjúkrahúsið, ég held það
sé heill hópur sem vill gleypa það,
ef þeir gætu.
Fyrir 35 árum þá var Jónas
Hallgrímsson hér bæjarstjóri og í
fararbroddi þeirra sem stóðu fyrir
því að við fengjum ferjuna hingað.
Auk hans voru það helst Theodór
Blöndal og Færeyingarnir sem áttu
þar hlut að máli. Þetta voru menn
sem hugsuðu um framtíð bæjarins og
að byggja hann upp. Nú vitum við öll
um framvindu þeirra mála.
Í dag er þetta stórfyrirtæki vegna
framsýni og dugnaðar þessara manna.
Nú geta líka stærstu
skemmtiferðaskip lagst
hér að bryggju og þeim
fjölgar ár frá ári.
En íbúum bæjarins
fjölgar ekki að sama
skapi, heldur hefur
okkur fækkað úr tæp-
lega 800 íbúum í tæp-
lega 700 á innan við
áratug.
Ég veit um 5 fjöl-
skyldur sem farið hafa
úr bænum undanfarið og ég sé ekki
að þær komi aftur. Fáir hafa komið
í þeirra stað.
En mig langar til að rifja upp
hvernig þetta var hér í gamla daga.
Seyðisfjörður var hér áður fyrr alltaf
í fararbroddi. Sæstrengurinn kom í
ágúst 1906. Rafveitan hér var ein sú
fyrsta á landinu. Gamla sjúkrahúsið
var upphaflega tekið í notkun 1. júlí
1898. Síldarbræðslan var byggð af
heimamönnum til atvinnusköpunar
en þar er enga vinnu lengur að hafa.
Fiskvinnslan var líka byggð upp af
heimamönnum og hún er sá vinnu-
staður sem staðið hefur sig einna best
hingað til.
Við höfðum lögreglustöð sem var
lokað og breytt í áfengisverslun.
“Pósthúsinu var líka lokað og það
selt. Nú liggur fyrir að hótelið verði
lokað í vetur. Ég veit að margir segja;
„við réðum ekkert við þetta.“
EN þá segi ég; Til hvers er bæjar-
stjórn ef hún er ekki fær um að berjast
í svona málum? Hvað hafa þeir gert
sl. átta ár? Hafa þeir t.d. fjarlægt allt
ruslið sem þeir ætluðu að fjarlægja í
sumar? Ég hef ekki séð að neitt af
því hafi horfið.
Mér finnst flestir bæjarbúar hirða vel
um sitt, það eru bara nokkrir slóðar
sem komast upp með allt.
Það var enginn dans á rósum fyrst
er ég flutti hingað á mestu kreppu-
árum sem gengið hafa yfir landið. Ég
dáist enn að þeim mönnum sem lyftu
þessum bæ upp eftir það tímabil. Það
var svo mikið stórvirki að við sættum
okkur ekki við að því sé öllu glutrað
niður. Okkur vantar núna fleiri fram-
takssama menn og konur sem þora
að gera það sem þarf að gera okkur
til framdráttar.
Verðum við ekki að vona að eitthvað
ljós sé í myrkrinu og við fáum kap-
alverksmiðju með nokkrum tugum
starfa eða eitthvað annað álíka gott
atvinnutækifæri fyrir unga velmennt-
aða fólkið okkar ?
Karólína Þorsteinsdóttir
Seyðisfirði
Skiptar skoðanir !
Bréf til blaðsins
Þungir þankar Sigurjóns Bjarnasonar
Umhverfið og uppbyggingin
Faðir minn var ýtukall.
Hann byrjaði á túninu heima.
Hvanngrænu túninu með
óteljandi þúfnakollum breytti
hann í moldarflag. Þá fór hann
út fyrir túnið, hvolfdi við mýr-
lendi, gerði þar nýjan farveg
fyrir á, svo að hún sameinaðist ann-
arri slíkri.
Að þessu loknu lagði hann „í útrás“.
Skar ljót sár í hlíðar fjallanna, svo að
þau verða aldrei söm. Þar eru nú vest-
firskir bílvegir.
Í byrjun býsnaðist sumt eldra fólk yfir
þessum tiltektum, en sá þó fljótt að
hér var hafin uppbygging, sem ekki
varð stöðvuð. Upp úr sléttum mold-
arflögum spruttu ný grös harla fljótt.
Hið stækkaða vatnsfall framleiðir
rafmagn og er grundvöllur búsetu í
mínum fornu heimahögum enn í dag.
Og hundagöturnar, sem lágu á milli
bæjanna, varla færar nema gangandi
fólki, urðu fáum saknaðarefni þegar
bílarnir fóru að renna um sveitina.
Á okkar tímum finnst mér stundum
að tortryggni gagnvart framförum
sem byggja á röskun lands gangi út
í öfgar. Hverju er verið að fórna og
hvað fáum við í staðinn? „Óafturkræf
náttúruspjöll“ er sagt. Má vera, en
eru ekki allar framkvæmdir mann-
anna óafturkræfar? Og ef við
þurrkum út verksummerki
síðar, erum við þá ekki að
spilla menningarverðmætum?
Fornminjum?
Mér er auðvitað ekki sama þó
að landinu mínu sé djöflað
um að þarflausu. Kannske má spyrja
um þörfina, en röksemdin „það þarf
ekki“ er fánýt þegar hugað er að
framförum.
Nú höfum við hins vegar nýtt verð-
mætamat. Við höfum lagt drög að
friðlýsingu stórra svæða landsins. Sem
betur fer er margur bletturinn enn
ósnertur af mannvirkjum og fágæt
fyrirbrigði náttúrunnar ber að vernda.
En skipuleg vernd er líka framkvæmd.
Það að setja reglur um vernd og tak-
markaða umferð er breyting frá því
sem var. Við erum að auka verðmæti
landsins og gæða þess.
Vissulega er hér vandratað meðalhófið,
en öll erum við sammála um að halda
veginn fram á við. Það gerum við fyrst
og fremst með því að vega saman auð-
legð þá sem í ósnortinni náttúru felst
og það hagræði sem til lengri tíma
litið skapast með áframhaldandi upp-
bygginu, sem óhjákvæmilega verður
alltaf á kostnað móður náttúru með
einum eða öðrum hætti.
Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
Höf: Illugi Einarsson,
Reykjahlíð.
Karólína Þorsteinsdóttir
1000 laxar komnir á land í
Breiðdalsá | Loksins rauf Breið-
dalsá 1000 laxa múrinn en það
hefur aldrei náðst áður, en tvisvar
sinnum hefur áin farið yfir 900 laxa
áður. Frábær veiði hefur verið í ánni
í og einni vikunni komu 32 laxar
á land. Þar af voru þrír sannkall-
aðir stórlaxar eða 102 cm., 98cm
og 93 cm. fiskar sem voru settir í
klak eða sleppt aftur.
Skólafærninámskeið og for-
eldramappa | Fyrri hluti skóla-
færninámskeiðs fyrir foreldra barna
sem eru að byrja í 1. bekk Nesskóla
var haldið þriðjudaginn 14. sept-
ember. Foreldrafélag Nesskóla
kynnti við þetta tækifæri starfsemi
félagsins og mikilvægi foreldra-
samstarfs. Foreldrafélagið gaf for-
eldrum nýnemanna möppu sem
kölluð hefur verið Skólaforeldri
Nesskóla og inniheldur efni sem
gagnast getur foreldrum sem eru
að stíga sín fyrstu skef sem skóla-
foreldrar.