Austurglugginn - 24.09.2010, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. september AUSTUR · GLUGGINN 11
Sagan fram að þessu ... Litli-Úlfur
fer langt upp í fjöllin til að vinna bug
á sorginni við föðurmissinn. Hann
dreymir draum þar sem dýrin tala við
hann og veita honum huggun. Hann
hittir einnig Litla fólkið. Þetta hjálpar
honum að takast á við áfallið.
Litli hesturinn
Næsta morgun vaknaði Litli-Úlfur
endurnærður. Hann borðaði morg-
unverðinn með góðri lyst.
„Matarlystin er mikil miðað við þig
svona lítinn,“ sagði móðir hans með
stríðnistón. Hún fylgdist með syni
sínum borða. Augu hennar voru full
væntumþykju í garð sonarins. „Með
degi hverjum líkistu meir föður
þínum,“ sagði móðir hans.
Í fyrsta sinn í langan tíma brosti Litli-
Úlfur til hennar.
„Veðrið er svo gott í dag. Því ferðu
ekki að heimsækja eldri bróður minn
og frænda þinn?“ lagði móðir hans
til. „Hann hefur spurt hvers vegna þú
komir ekki í heimsókn til hans.“
„Það er ekki það að ég vilji ekki hitta
hann,“ sagði Litli-Úlfur. Litla-Úlfi
leið ekki vel. Hann gat ekki fundið orð
til að lýsa fyrir móður sinni hvernig
honum hafði liðið.
„Hestakaupmaðurinn er að koma með
nokkra nýja hesta,“ sagði móðir hans.
Hún vissi hve hrifinn sonur hennar
var af hestum.
„Mig langar til að sjá hestana,“ sagði
Litli-Úlfur hikandi en ákvað sig svo:
„Ég ætla að heimsækja frænda minn
í dag.“
Móðir Litla-Úlfs kinkaði kolli og var
ánægð.
„Viltu færa konu bróður míns þetta,“
sagði móðir Litla-Úlfs og rétti honum
poka með sætum, þurrkuðum ávöxtum.
„Komdu heim fyrir kvöldmat.“
„Já, mamma,“ svaraði Litli-Úlfur. Af
snöggri þörf tók hann utan um móður
sína.
„Sonur minn,“ hvíslaði móðir Litla-
Úlfs. Hún strauk drengnum um hárið.
„Farðu nú,“ sagði móðir hans og þótt-
ist vera höst.
Litli-Úlfur fór fótgangandi að bæ
frænda síns. Frændi hans var mjög
ríkur. Hann átti fallegt hús. Hann
átti dýr og þar með talin mörg hross.
Hann hafði heyrt að frændi hans ætti
bestu hestana í landinu!
Á sama tíma og Litli-Úlfur var á leið-
inni til frænda síns, nálgaðist hesta-
kaupmaðurinn með hestana sína og
hafði þá í langri halarófu. Hann átti
mörg falleg hross og þar á meðal ynd-
islegan lítinn hest.
Hesturinn var hnotubrúnn á litinn
með silkimjúkt fax. Hesturinn hafði
reistan makka. Augun voru dökk og
greindarleg. Í augum hans mátti sjá
mikla hryggð.
Gamall, gráleitur burðarklár tölti við
hlið Litla hestsins. „Hvað er að þér?“
spurði gamli hesturinn.
„Ég hef heimþrá,“ svaraði Litli hest-
urinn. „Það er svo fallegt þar! Hvert
sem litið voru grösug tún. Ég var
vanur að hlaupa um túnin og leika
mér alla daga með bræðrum mínum
og systrum.“
„Þetta hljómar vel,“ viðurkenndi
gamli hesturinn. „Hvernig lentirðu
svo hér?“
„Ég veit það ekki,“ stamaði Litli
hesturinn. „Það gerðist allt svo hratt.
Eina mínútuna hljóp ég um frjáls en
þá næstu var tvífætt vera að hlaupa
á eftir mér. Síðan fann ég eitthvað
þrýstast um hálsinn á mér. Það var
hræðilegt!“
„Mannfólkið!“ gamli hesturinn spýtti
orðunum út sér. „Það voru mennirnir
sem tóku þig. Menn! Þeir eru allir
vondir. Það er það sem kom fyrir þig.
Þeir fanga þig og gera þig að þræl. Það
er mín skoðun að það fyrirfinnist ekk-
ert sem kalla má góðan mann.“
Litli hesturinn fann óttahroll fara
niður hrygginn. Hann hneggjaði
lágt. „Eru allir menn slæmir?“ spurði
hann.
„Hver og einn einasti þeirra!“ svar-
aði gamli hesturinn. „Stórir, litlir,
rauðir, hvítir. Liturinn skiptir ekki
máli. Þeir eru allir eins! Einfaldlega
ekki góðir!“
„Ég vil ekki verða þræll!“ sagði Litli
hesturinn grátandi. „Er ekkert sem
ég get gert?“
„Leyfðu þeim ekki setjast á bak þér,“
ráðlagði gamli hesturinn. „Ef þeir
komast nærri þér, prjónaðu, austu og
sláðu eins og þú getur. Láttu eins og
ótemja ef þú þarft. Hvað sem þú gerir,
leyfðu þeim ekki að fara á bak þér!“
„Hey, hestur! Hott, hott!“ æpti hesta-
kaupmaðurinn og sló písknum sínum
á bakið á burðarhestinum til þess að
fá hann til að fara hraðar.
Gamli burðarklárinn horfði á mann-
inn. Það var hatur í augum hans.
„Skilurðu hvað ég á við?“ hvæsti
gamli hesturinn. „Djöfullegir, hreinir
djöflar.“
Hestakaupmaðurinn var nú kominn
með hestana sína að bóndabýlinu.
Kaupmaðurinn rak hrossin í hesta-
réttina. Hann gekk yfir til frænda
Litla-Úlfs.
„Ég á fínasta hrossakjöt fyrir þig,“
sagði hestakaupmaðurinn.
„Það kemur í ljós,“ svaraði frændi
Litla-Úlfs.
„Frændi, má ég fara og horfa á hest-
ana?“ spurði Litli-Úlfur.
„Já, það máttu,“ sagði frændi hans.
„Varaðu þig á gamla burðarklárnum,“
kallaði hestakaupmaðurinn á eftir
Litla-Úlfi. „Hann bítur!“
Litli-Úlfur fór yfir að réttinni. Litli
hesturinn og burðarklárinn stóðu
einir við fjarri endann. Drengurinn
kom strax auga á litla fallega hestinn.
Litli-Úlfur opnaði hliðið og gekk að
Litla hestinum. „Að sjá þig!“ söngl-
aði Litli-Úlfur.
Litli-Úlfur færði sig nær og rétti fram
höndina og lét lófann snúa upp og að
Litla hestinum.
„Manstu hvað ég sagði þér!“ sagði
gamli hesturinn.
Allt í einu fór Litli hesturinn upp á
afturfæturna og byrjaði að slá um sig
af krafti með framfótum.
„Frændi litli,“ hrópaði gamli frænd-
inn. „Gættu að þér!“
Litli hesturinn beindi hófum sínum
niður á við af öllum kröftum og miðað
beint á Litla-Úlf.
Næsti kafli: Andlega skyldir
Myndskreytingar: Vicky Wallace • © 2004 Mary Maden. Öll réttindi áskilin. • Mary Maden er verðlaunahöfundur. Sjá nánar á: www.marymaden.com
Austurglugginn tekur ríkan þátt í verkefninu Lesum hvert fyrir annað og birtir í þessu blaði 2. kafla í framhaldssögunni. Það er vonandi að fjölskyldur
kunni vel að meta þennan lið sem stendur tímabundið yfir. Markmiðið er að efla lestrarkunnáttu og fjölga samverustundum fjölskyldunnar.
Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sími 899 5715.
http://mmf.egilsstadir.is, mmf@egilsstadir.is.
AusturlandsmiðstöðvarMenningar
FIDGET FEET loft-
fimleikanámskeið
FIDGET FEET er írskur loftfimleika leikhúshópur sem verður á
Egilsstöðum 4. - 16. október nk.
Þau munu halda námskeið fyrir fullorðna 4.-8. október og fyrir
8-15 ára börn 11.-12. október.
Einnig mun meðlimur hópsins, Jym Daly halda Invoke Music
tónlistarnámskeið og djamm.
Haldin verður nemendasýning 9. október og svo munu FIDGET
FEET halda sýningu á leikverki sínu MADAM SILK 15. október.
Miðasala er hafin en miðinn kostar 2.200 kr.
Loftfimleikanámskeiðin fara fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Skráning
er hafin!!!! Nánari upplýsingar og skráning: mmf@egilsstadir.is og á heimasíðu
MMF: http://mmf.egilsstadir.is
Lesum hvert fyrir annað
Goðsögnin um tár Litla hestsins
Saga í 12 köflum eftir Mary Maden
Fall er fararheill – KFF
leikur í 2. deild að ári
Eftir síðustu leiki 1. deildar í knatt-
spyrnu karla er ljóst að Fjarðabyggð
mun leika í 2. deild sumarið 2011.
Síðastliðinn laugardag gat félagið
bjargað sér frá falli með því að ná
fram jafnhagstæðum úrslitum og
Grótta. Grótta gerði hinsvegar jafnt-
efli við Njarðvík á meðan KFF tap-
aði 9-1 gegn Þór á Akureyri. Það er
óhætt að segja að síðasti leikur liðsins
hafi verið mikil vonbrigði sem og allt
tímabilið en liðið þurfti að glíma við
mikil meiðsli.
Björt framtíð yngri flokka
Þó svo eðlilega séu það mikil von-
brigði að flaggskip félagsins sé fallið
um deild þá tefldi Fjarðabyggð fram
sameinuðum liðum með Leikni í
öllum yngri flokkum félagsins, eins og
gert hefur verið síðastliðin tvö sumur.
Um 230 börn tóku þátt í hinum ýmsu
opnu mótum auk Íslandsmóta. Á
Íslandsmótum yngri flokka var sam-
einað lið KFF og Leiknis skráð með
14 lið til leiks og komust 7 þeirra í
úrslitakeppnir.
Efnilegir flokkar
Gríðarlega gott starf er unnið í yngri flokkunum og er Fjarðabyggð að fá upp sterka leikmenn
í karla og kvennaflokki.
Árangur 2. flokks kk. er það sem stendur upp úr í afrekum líðandi sumartímabils.Liðið vann sig
upp um deild og þar er klárlega um marga efnilega leikmenn að ræða.
Þá varð 3. flokkur karla Vísa-bikarmeistarar NL/AL og náðu 2. sæti í C-deild, urðu Rey-Cup
meistarar B-liða og Fjarðaálsmeistarar.
3. flokkur kvenna hafnaði í 2. sæti í Vísa-bikar NL/AL og hömpuðu Fjarðaálstitlinum.
Í 4. flokki karla náðu bæði A- og B-lið að komast í úrslit Íslandsmótsins.
4. flokkur kvenna varð Pæjumótsmeistari B-liða á TM pæjumótinu á Siglufirði.
5. flokkur karla komst í úrslit í A- og B-liðum.
5. flokkur kvenna varð Fjarðaálsmeistari í ár og fékk Háttvísiverðlaun á Símamótinu í Kópavogi.
A- lið 6. flokks karla varð í 2. sæti á Íslandsmótinu.
B – lið 6. flokks kvenna hafnaði í 2. sæti á Íslandsmótinu.
7. flokkur karla og kvenna tóku þátt í nokkrum opnum mótum og þá var liðunum oft skipt eftir
hverfum. Nokkuð góður árangur náðist á knattspyrnuvellinum í sumar hjá þessum flokki.