Austurglugginn


Austurglugginn - 24.09.2010, Page 12

Austurglugginn - 24.09.2010, Page 12
Það er algengt hér á landi að stilla öllum ágrein- ingsmálum þannig upp að þú sér annað hvort með eða á móti. Í þrætubókarlist Íslendingsins virðist ekki til neitt sem heitir málamiðlun, þótt skoðanir manna séu skiptar og flestir hafi eitthvað til síns máls. Umræðan um málefni áliðnaðarins á Íslandi hefur verið þessu marki brennd og gengið út frá því að annað hvort séu menn með, eða á móti álverum. Eru menn með eða á móti loðnubræðslum? Með eða á móti gagnaverum, ferðaþjónustu eða járnsmiðjum? Þurfa menn yfirhöfuð að vera með eða á móti ákveð- inni atvinnustarfsemi? Áliðnað er að finna í mörgum löndum og heimsálfum og þar er jafnframt að finna margvíslega aðra atvinnu- starfsemi. Þar virðast menn ekki telja að eitt útiloki annað. Þeir sem eru andvígir álverum ræða mikið um að það sé hægt að gera eitthvað annað hér, en framleiða ál og það er hárrétt. Svo er líka hægt að framleiða ál og gera ýmislegt annað að auki, en um það er minna rætt. Meðal þess „annars“ sem bent hefur verið á að hægt sé að gera á Íslandi og Björk Guðmundsdóttir söngkona lýsti í viðtali við Morgunblaðið í sumar, er að selja vatn í orku- og tedrykki, framleiða barnamat, hugbúnað ýmiss konar s.s. veðurspárforrit, búa til rafmagnslyftara fyrir ruslabíla og ýmislegt fleira og nýta jarðvarma í heilbrigðis- og ferðaþjónustu. Þetta eru mjög góðar hugmyndir og erf- itt að sjá hvernig áliðnaður getur staðið í vegi fyrir því að unnt sé að hrinda þeim í framkvæmd. Er til dæmis ekki hægt að gera veðurspárforrit af því hér eru álver? Eða fram- leiða barnamat? Áhugamenn um að hér verði til fleira en álver ættu að einhenda sér í að byggja upp atvinnustarfsemi eins og þarna er lýst, því það er brýnt að skapa ný störf í landinu. Hugleiðing Erna Indriðadóttir Írski loftfimleika-leikhúshópurinn Fidget Feet aerial theatre og Drapés Aériens er væntanlegur til Egilsstaða 1. október næstkomandi. Fidget Feet og Drapés Aériens koma til með að verða með námskeiðahald og sýningar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum frá 4.- 12. október. Fidget Feet hópurinn skapar stórbrotnar sýningar af nútíma sirkus og útiverk þeirra eru glæsileg blanda af fólki og leikmunum þar sem þau nota stóra byggingakrana, tré, háar byggingar og báta. Fidget Feet sérhæfa sig einnig í loftfimleika-dansi sem þau sérsníða inn í ákveðin rými fyrir leiklistarhá- tíðir og aðrar stórar hátíðir. Drapés Aériens er hópur listamanna sem sérhæfir sig í loftfimleika-verkefnum þar sem þau nota sérstök loftfimleika textílefni. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og miðstöð sviðslista á Austurlandi býður lista- mönnunum til Íslands en verkefnið er styrkt af Menningarráði Austurlands, Alcoa, Eimskip, Bílaleigu Akureyrar, Menningarráði Írlands, Menningarráði Donegalsýslu Írlandi og Fljótsdalshéraði. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið tengd loftf imleikum í dansi, æf ingum og sviðsgerð og verða þau fyrir fullorðna jafnt sem unglinga og börn. Námskeið í loftfimleika leikhúsi

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.