Austurglugginn - 11.11.2021, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 11. nóvember AUSTUR · GLUGGINN
Það voru ekki allir bjartsýnir fyrir
tíu árum síðan á að hægt væri
að breyta úr sér gengnu gömlu
frystihúsi í fámennu sjávarþorpi
í miðstöð á sviði menningar,
fræðslu og atvinnusköpunar
með byggðaþróun að leiðarljósi.
Efasemdarraddirnar þögnuðu þó
tiltölulega fljótt og í sumar sem
leið hélt Sköpunarmiðstöðin á
Stöðvarfirði upp á tíu ára afmælið.
Það hreint ekki lítið afrek eins og
hver sá sem heimsækir miðstöðina
í dag getur vitnað um. Búið er að
breyta, lagfæra og snyrta stóran
hluta þessa mikla 2800 fermetra
húss og það mikið til í hreinni
sjálfboðavinnu og fyrir lágmarks
fjármagn. Nýtt þak er loks komið á
húsið en sá áfangi var nauðsynlegur
til að hægt væri að halda áfram
nauðsynlegum breytingum og
endurnýjun innandyra.
Þó allir aðstandendur hafi lyft
grettistaki hingað til er þó nóg
að ógert enn. Tíu árin eru bara
byrjunin á einhverju stóru sem fært
hefur líf á kajann á Stöðvarfirði að
nýju. Ekki aðeins lífið sem fylgir
starfseminni í Sköpunarmiðstöðinni
heldur trekkir líf þar forvitna
ferðamenn og hópa á borð við
nemendur Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu sem voru í
vettvangsferð í miðstöðinni þegar
Austurgluggann bar að garði.
Upphafið
Þó að Una Sigurðardóttir og
eiginmaður hennar, Vincent Wood,
sinni einu og öllu í miðstöðinni nú
og hafi gert síðastliðin ár þá voru það
Rósa Valtingojer og Zdenek Patak
sem komu miðstöðinni á fót árið
2011. Hugmyndin frá fyrsta degi
var að ná saman fólki, hugmyndum,
tólum og tækjum undir eitt þak
til þess að koma á nokkurs konar
samstarfi milli lista, hönnunar og
handverks.
Með það að leiðarljósi leið ekki
á löngu áður en hafist var handa
við að leigja út vinnustofur til bæði
innlendra og erlendra listamenn og
Unu telst til að nú hafi alls rúmlega
300 listamenn nýtt sér aðstöðuna í
miðstöðinni til lengri eða skemmri
tíma. Þessi þátttaka listamannanna
hefur frá upphafi verið mikilvægur
tekjustofn miðstöðvarinnar en hver
og einn greiðir mánaðarlega leigu
fyrir afnot af húsinu. Listamenn
geta hvort sem er unnið í einkarými
eða margir saman í hinum ýmsu
sérhæfðu rýmum hússins. Hér eru
til dæmis bæði fín smíðastofa og vel
búið keramikverkstæði og ágætur
tónleika- og samkomusalur.
Í ofanálag, og líklega rúsínan í
pylsuendanum, er svo glæsilegt og
fullkomið hljóðver sem staðsett er í
því sem áður var síló fiskvinnslunnar.
Þaðan kemur líka nafnið hljóðversins
Stúdíó Síló. Fjöldi tónlistarfólks
hefur notfært sér stúdíóið gegnum
tíðina og hver sem áhuga hefur getur
leigt tíma í hljóðverinu.
Öll sem eitt
Eftir að Rósa og Patak minnkuðu
smám saman afskipti sínum af
starfseminni lá beinast við að Una
og Vincent tækju við keflinu en bæði
höfðu þá starfað í miðstöðinni sem
verkefnastjórar frá árinu 2014. Á
þessum tíma var smá tómarúm um
tíma að leiða verkefnið áfram að
sögn Unu en hún ítrekar að Rósa
Valtingojer hafi verið með þeim á
þessari vegferð allt til ársins 2020.
„Þróun er kannski besta
lýsingin á því hvernig það
æxlaðist að við tókum við rekstri,
uppbyggingu og framþróun
Sköpunarmiðstöðvarinnar. Þetta er
þróun sem hófst fljótlega eftir að við
hófum þátttöku í verkefninu vorið
2014. Í byrjun árs 2016 hafði ég
tekið við allri umsýslu og skipulagi
varðandi rekstur félagsins og hefur
sú deild verið á minni könnu
allar götur síðan. Þau ár sem við
störfuðum þrjú saman að verkefninu,
ég, Vinny og Rósa, störfuðum við
þétt og samheldið saman og unnum
sem ein manneskja. Að mínu mati
var þetta fallegt samstarf og erum við
ákaflega stolt af þeirri samstöðu og
samheldni sem einkenndi það starf
þrátt fyrir það mikla álagi sem fólgið
er í því að bera fram þetta verkefni.“
Ekki hátt lifað
Það er eðlilega dýrt að reka stóra
sköpunarmiðstöð en hvernig er það
Stærri hópar gesta eins og unglinganna úr Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu eru orðnir
nokkuð algengir í Sköpunarmiðstöðinni og Una Sigurðardóttir tekur mót þeim öllum. Mynd: AE
Löng og ströng vegferð
og nóg eftir enn
Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði tíu ára
Mynd: AE