Austurglugginn


Austurglugginn - 11.11.2021, Page 7

Austurglugginn - 11.11.2021, Page 7
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. nóvember 7 hægt þegar styrkir og framlög eru af skornum skammti ár eftir ár? „Við lifum til dæmis á því að framleiða leirvörur,“ útskýrir Una. „Þá höfum við tekjur af hljóðverinu okkar jafnframt því sem við gerum við og seljum ýmsan rafeindabúnað. Við lifum ekkert sérstaklega hátt. Tekjurnar af starfseminni hafa ekki verið nógar til að rými skapist til að greiða laun. En gegnum styrkveitingu frá Uppbyggingarsjóði þá höfum við getað skapað hálft stöðugildi hér innanhúss og síðan náðum við að safna saman í sérstakan launasjóð og bjuggum til eina stöðu sem borgar 260 þúsund á mánuði. Möguleikar til að móta framtíðina Una er bókstaflega að springa úr hugmyndum um næstu skref fyrir miðstöðina en eins og oft er raunin vantar fjármagn til. Una segir það lítt auðveldara að leita fjármagns nú en það var í upphafi þrátt fyrir að miðstöðin sé tíu ára og sé komin á kort allra sem hafa með styrkveitingar að gera. „Það rær enginn þínum bát og ekkert kemur af sjálfum sér, en vissulega er það auðveldara nú en áður þar sem verkefnið hefur sannað sig á margan hátt og þekking og skilningur á mikilvægi þess hefur skapast.” Fjárframlög hafa verið af skornum skammti nánast frá stofnun en það breyttist 2019 þegar miðstöðin hlaut 57 milljóna króna fjárframlag frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Það langstærsti styrkurinn sem Sköpunarmiðstöðin hefur nokkru sinni fengið. Sveitarfélagið Fjarðabyggð bætti svo við 14 milljóna króna viðbótaframlagi við styrk ríkisins. „Það var stórkostlegt að fá þann stuðning og við eigum rosalega gott samstarf við núverandi sveitarstjórn. Þau hafa sýnt verkefninu mjög mikinn áhuga og sýna að þau kunna að meta gildi þessa fyrir svona byggðalag eins og Stöðvarfjörð. Svona lítill bær getur lagst í eyði á skömmum tíma. Fólki fækkaði um helming hér þegar frystihúsið lokaði og í dag er meðalaldur í bænum mjög hár. Þannig að þetta er svona bær sem þarf mjög mikið að móta sér stefnu til framtíðar. Sköpunarmiðstöðin getur leikið stórt hlutverk í því.“ Safn og heitur sopi Hugsanlegt er að á næsta ári taki til starfa lítil kaffibrennsla og í kjölfarið kaffihús í einum hluta hússins en lítil kaffibrennsla hefur sótt um að taka á leigu einn hluta byggingarinnar þaðan sem útgengt er á gamalt fiskiplanið. Þar um að ræða kaffibrennsluna Kaffi Kvörn. Unu stendur líka hugur til að nýta hluta húsnæðissins sem enn er ónýttur undir nokkurs konar safn eða sýningu um hinn stórmerka fornleifauppgröft að Stöð innarlega í Stöðvarfirði. Þar hafa fornleifafræðingar unnið sleitulítið við uppgröft síðan árið 2017, margt forvitnilegt fundist og kenningar jafnvel verið uppi um að staðurinn geti jafnvel verið eldri en landnám Ingólfs Arnarssonar. „Sú hugmynd er á byrjunarstigi,“ segir Una. „Uppgröfturinn hefur leitt margt merkilegt í ljós sem gaman væri að gera skil með einhverjum hætti hér í bænum. Einhvers konar sviðsljós á hvað hefur fundist á svæðinu og taka svona utan um sögu staðarins, styrkja sjálfsmynd hans og rætur. Eins líka að skapa áfangastað ferðamanna sem hefði jákvæð afleidd áhrif á aðra verslun og þjónustu í bænum.“ Listsköpun í stað hafna og sláturhúss Einn sá aðili sem vel hefur fylgst með vexti Sköpunarmiðstöðvarinnar frá fyrsta degi er Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú. Signý er ekki í vafa um gagnsemi starfseminnar á Stöðvarfirði. „[Það] skiptir auðvitað máli fyrir nærsamfélagið að svona starfsemi dafni. Hér áður fyrr voru frystihúsin, hafnirnar eða sláturhúsin miðjan í hverju samfélagi en með breyttum lífsháttum hefur þetta breyst á mörgum stöðum og menningarmiðstöðvar af ýmsum toga hafa tekið þetta hlutverk að sér. Þetta hefur til dæmis gerst á Stöðvarfirði og í gegnum Sköpunarmiðstöðina kemur fólk með ýmis konar reynslu og sýn sem við getum notfært okkur og lært af.“ „En það má líka skoða þetta í miklu stærra samhengi. Tilvera Sköpunarmiðstöðvarinnar er í grunninn byggð á skapandi hugsun og það skiptir mestu máli. Við lifum á tímum þar sem menn munu leita nýrra lausna á alls konar málum m.a. til að bregðast við loftslagsvá. List byggir á skapandi hugsun og hún er forsenda nýsköpunar og þannig tengist þetta allt í mínum huga.“ AE Sköpunarmiðstöðin er risastórt hús eða alls 2800 fermetrar. Það tekur drjúgan tíma að skoða allt húsið svo vel sé. Mynd: AE Una Sigurðardóttir í einni af vinnustofum miðstöðvarinnar. Mynd: AE Markmið Sköpunarmiðstöðvarinnar: • Að börn og ungmenni á Austurlandi hafi aðgang að fjölbreyttri listmenntun í heimabyggð. • Að íbúar Austurlands hafi aðgengi að fjölbreyttum og vönduðum tónlistar- og listviðburðum í heimabyggð. • Að vera alþjóðlegs lista- og tónlistarfólks á svæðinu sé tryggð, að fjölþjóðlegir menningarstraumar leiki um fjórðunginn og íbúum svæðisins gefist kostur á að mynda tengsl við lista og tónlistarfólk hvaðanæva að. • Íbúar Austurlands hafi aðgang að faglegri þjónustu og aðstöðu fyrir hvers kyns sköpun og iðkun á sviði lista og hönnunar í heimabyggð. • Að byggja upp vettvang með sérstaka áherslu á atvinnuþróun á sviði skapandi greina, þjónustu og smáiðnaði þeim tengdum, sem og atvinnusköpun sem hlýst af hvers kyns nýtingu og úrvinnslu á hráefnum og auðlindum Austurlands. • Að styrkja og þróa sjálfsmynd svæðisins sem framsækins menningarsamfélags.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.