Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Qupperneq 4

Austurglugginn - 02.12.2021, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 2. desember AUSTUR · GLUGGINN Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750 • Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is • Albert Örn Eyþórsson, blaðamaður : frett@austurglugginn.is • Auglýsingar: Anna Dóra Helgadóttir: auglysing@austurglugginn.is • Áskriftir: Anna Dóra Helgadóttir: askrift@austurglugginn.is • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent Leiðari Ætlum við að vera tilbúin núna? Í Austurglugganum í dag er fjallað um áform bresks/bandarísks fyrirtækis um að byggja upp vindmyllur á hafi úti um 20-30 km úti fyrir Austfjörðum. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir, en horft er til svæðisins milli Hafnar í Hornfirði og Reyðarfjarðar. Hugmyndirnar geta vissulega flokkast sem stórkarlalegar, en eins og áður hefur komið fram í Austurglugganum eru þróun í orkuskiptum að verða þannig að eitthvað sem virtist eiga heima í vísindaskáldsögum er nú handan við hornið. Fyrirtækið, Hecate Independent Power, stóð fyrir ráðstefnu í Reykjavík nýverið þar sem það fór yfir fyrirætlanir sínar og forsendur þess. Þótt taka beri orðunum með þeim fyrirvara að þar töluðu einstaklingar með mikinn hag af verkefninu, er rétt að hlusta á lykilforsendurnar. Bretar eru á allra næstu árum að loka kolaverum sem sjá þeim fyrir miklu og mikilvægri orku. Í staðinn á að koma „græn orka,“ rafmagn úr endurnýtanlegum orkugjöfum. Talsmenn verkefnisins áætla að á hafi úti fyrri Íslandi sé hægt að framleiða 10-20 þúsund megavött. Sæstrengur til Bretlands er ekki óraunhæfur. Lykilkaupendur rafmagnsins eru stórfyrirtæki, til dæmis gagnaver. Fyrsti áfanginn nýtir um 10% þessar orku. Til verða störf og auðlindarenta, eitthvað sem minnt gæti á norska olíusjóðinn. En það er lítið en. Á Íslandi er engin löggjöf um þessa orkunýtingu. Talsmenn verkefnisins liggja á íslenskum stjórnvöldum að vinna hratt og benda á að hægt sé að nota löggjöf af landi eða nágrannalöndum. Árin 2014 barst fjöldi umsókna um fiskeldi á Austfjörðum. Fáar, ef nokkrar, umsagnir bárust og lítil viðbrögð voru við fréttum Austurgluggans/Austurfréttar. Ljósin kviknuðu ekki fyrr en fiskeldi var hafið í nokkrum fjörðum og leyfi svo gott sem tilbúin fyrir fleiri. Ríkið var í eltingaleik við að móta stefnu um skipulag, meta burðarþol og auðlindagjald, svo ekki sé minnst á ráðstöfun. Þótt pressa sé frá talsmönnum verkefnisins má búast við að orkuþörf framtíðar verði slík að tækifæri renni Íslendingum ekki úr greipum þótt þeir hægi ferðina til að gera hlutina vel. Hvaða áhrif eru af vindmyllum af hafi? Hvaða svæði eru fýsileg? Hver þeirra viljum við nota? Hvað viljum við gera við orkuna, getum við látið Landsvirkjun virkja og fengið gagnaverin hingað, náð þannig öllum gróðanum? Á arðurinn að renna til nærsamfélags, sveitarfélaga, eða á að þjóðnýta hann í eins konar olíusjóð? Getum við að þessu sinni reynt að svara þessum spurningum áður en fyrsti vindmyllugarðurinn verður komið upp og búið að stinga í samband við Hinkley Point? GG Góður gangur hjá HR-ingum á Austurlandi Aðsend grein Í ágúst hófst nám í háskólagrunni HR á Austurlandi þar sem nemendur leggja stund á nám í verk- og tæknifræðigrunni og tölvunarfræðigrunni. Verkefnið er samstarfsverkefni HR, HA, Austurbrúar, fyrirtækja og sveitarfélaga á svæðinu en markviss vinna hefur átt sér stað undanfarin ár við að koma á laggirnar háskólastarfsemi í landshlutanum. Náminu hefur verið sýndur mikill áhugi af samfélaginu og öflugur nemendahópur hefur myndast á Austurlandi. Skemmtilegur vettvangur Eftir að hafa starfað í 11 ár hjá álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði ákvað ég færa mig um set og hefja störf í skólasamfélaginu og taka þátt í þessu spennandi verkefni. Það hafa verið forréttindi að starfa með nemendum og starfsfólki HR á hverjum degi. Samskiptin við HR hafa verið einstaklega góð og gott að finna þann mikla stuðning og velvilja sem ríkir þar í garð námsins hér á Austurlandi. Námið fer fram í Fróðleiks- molanum á Reyðarfirði þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Um er að ræða staðbundið nám með stafrænum lausnum sem henta vel samfélaginu á Austurlandi. Námið er krefjandi og hafa nemendur sinnt því samviskusamlega með hjálp tækninnar ásamt staðbundnum stuðningi í verkefna- og dæmatímum. Grunnur að sterkara samfélagi Háskólagrunnur HR skiptir samfélagið á Austurlandi miklu máli. Á svæðinu er þróttmikið atvinnulíf sem skapar stóran hluta af útflutningstekjum Íslands. Þörfin fyrir vel menntað starfsfólk er mikil, sér í lagi tækni- og verkfræðifögum. Það er því ekki að ástæðulausu að sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu hafi lagt vel yfir 40 milljónir króna til undirbúningsvinnu fyrir háskólastarfsemi í landshlutanum. Ánægjulegt er að segja frá því að unnið er að frekari uppbyggingu háskólastarfsemi á Austurlandi, í samvinnu HR og HA, þar sem horft er til BS náms í tæknifögum. Með því er unnið með styrkleika svæðisins – en mikla tækni- og verkfræðiþekkingu er að finna í atvinnulífinu hér eystra. Inntaka nemenda um áramótin Nýverið var tekin sú ákvörðun um að taka inn nemendur í háskólagrunninn nú um áramótin. Það fyrirkomulag hentar sérstaklega þeim nemendum sem eru á vinnumarkaðnum því náminu er dreift á þrjár annir. Aukinheldur hentar þetta vel einstaklingum sem hafa lokið iðnfræði og stefna á frekara háskólanám – en með því að bæta vorönninni við sig gera þeir sig gjaldgenga í BS nám í tæknifræði. Með þessu viljum við auka enn frekar aðgengi að námi á svæðinu og leggja grunninn að aukinni færni í atvinnulífinu. Ég er fullur tilhlökkunar að taka þátt í þeirri menntasókn sem á sér stað hér á Austurlandi. Það sem blæs enn frekari kjarki í mig er að sjá gleðina og þakklætið hjá nemendum fyrir að hafa jafnari tækifæri til þess að mennta sig en áður. Slík tækifæri eru mikilvæg fyrir nemendur og samfélagið allt og munu leggja grunn að samkeppnishæfara Íslandi til framtíðar. Ég hvet alla áhugasama til þess að kynna sér námið í háskólagrunninum en umsóknarfrestur rennur út 15. desember. Bjarni Þór Haraldsson Verkefnastjóri uppbyggingar háskólanáms á Austurlandi

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.