Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Blaðsíða 17

Austurglugginn - 02.12.2021, Blaðsíða 17
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 2. desember 17 HÉRASMELLIR fyndnasta bókin í ár! Saga Dögunar Rósar Steinars- dóttur fékk fyrr á þessu ári önnur verðlaun í smásagnasamkeppni sem haldin var á Kennarasambandi Íslands. Dögun Rós býr á Þórshöfn og er þar í þriðja bekk grunnskólans en sagan berst víðar um Austurland eða austur á Norðfjörð. Hæ, ég heiti Dögun Rós og á heima á Norðfirði. Í sveit sem heitir Hof, rétt hjá Norðfirði, búa fimm draugar sem heita Þórhalla og Viddi og draugasysturnar þrjár og þær heita Birna, Inga og Ágústa. Þau eru mjög draugaleg. Ég á nokkra vini sem eru ekki draugar. Það væri svo kjánalegt að eiga drauga sem vini. Dag einn var ég að ganga heim úr skólanum með Ísey, vinkonu minni. Þá hittum við draugana fimm. Ísey hvíslaði að mér: „Við skulum hlaupa í burtu,“ en ég sagði: „Ég ætla að hringja í mömmu og segja henni.“ En skyndilega sagði einn draugurinn: „Úúúúúúúúúúú.“ Þá öskruðum við báðar í kór og hlupum heim til mín. En þá voru draugarnir komnir á undan okkur því auðvitað komast draugar í gegnum veggi og allt, nema mannfólk. Mamma og pabbi komu hlaupandi út en þá voru komnir uppvakningar í bæinn. Þau hétu Svala og Eyþór og uppvakningasysturnar tvær sem hétu Álfrún og Bjarney. Uppvakningarnir eru það versta sem ég hef hitt! Allt í einu sagði einn upp- vakningurinn: „Mig langar til þess að fara heim, uhuhhuhu.“ Þá vældi litli uppvakningurinn Bjarney: „Mig langar aftur heim til Þórshafnar í Háafell.“ „Æ, hættu þessu Bjarney!“ hrópaði Álfrún á hana. Aftur grét Bjarney enn hærra en áður. Þá sagði Svala uppvakningur: „Æ, Álfrún Marey, vertu ekki að hræða litlu systur þína.“ Bjarney var mjög móðguð við hana. Uppvakningarnir voru nefnilega í álögum, til þess að losna úr þeim þurfti einhver að trúa því að þau væru ekki uppvakningar. „Æ, komdu í barbie,“ sagði ég við Ísey því ég nennti ekki að hlusta lengur á uppvakningasysturnar rífast. „Jáááá,“ sagði Ísey, „það er það skemmtilegasta sem ég veit.“ Þá heyrðum við í Birni bróður mínum segja „úúúú“ og héldum þá að hann væri uppvakningur líka, eða draugur. En þegar við komum í herbergið hans sagði ég Ísey að hann væri bara strákur. „Úúú!“ Jón uppvakninganágranni var kominn í heimsókn til að segja okkur að allir uppvakningarnir í bænum væru bara í álögum og við þyrftum að trúa því. Þá myndu þeir losna úr álögunum. „Ó nei, Ísey, þau eru ekki uppvakningar, heldur fólk eins og við.“ Þá trúðum við Ísey því sem Jón sagði. Hann var ánægður með það og lét hina uppvakningana vita. Dag einn eftir þetta fór fjölskyldan mín í fjallgöngu. Efst uppi á toppnum á fjallinu bjó fátækt fólk sem hét Gulla og Þór. Þau sögðu okkur að nú væru ekki lengur uppvakningar í Norðfirði vegna þess að við trúðum að þau hefðu verið í álögum. Við urðum svo glaðar að heyra það og hoppuðum af gleði! Svo hlupum við í skólann og sögðum öllum bekkjarfélögum okkar góðu fréttirnar. Uppvakningavandræði Smásaga Enn einu sinni flytur trúin fjöll! Í sögunni Uppvakningavandræði standa vinkonurnar Dögun Rós og Ísey frammi fyrir því á Norðfirði, að uppvakningar frá Þórshöfn gera vart við sig í bænum. Í framvindu sögunnar verður ljóst að uppvakningarnir eru fólk í álögum. Ef einhver trúir því mun þetta óhamingjusama fólk losna úr álögunum og það er einmitt það sem gerist. Trú Dögunar Rósar og Íseyjar bjargar þessum óhamingjusömu Þórshafnarbúum og leysir þá úr viðjum álaganna. Þar með verður bærinn uppvakningalaus með öllu og allt fer vel. Hreinlyndi og einlægni tveggja, góðra stúlkna hefur bjargað óhamingjusömu fólki frá glötun og Neskaupstað frá illum örlögum. Umsögn dómnefndar: Sekt fyrir ólöglegar veiðar Skipstjóra á línuveiðibát hefur verið gert að greiða 450 þúsund króna í landhelgissjóð fyrir ólöglegar veiðar í Lónsdjúpi og Stokksnesgrunni. Báturinn var staðinn að veiðum í september í fyrra en veiðar á svæðinu eru óheimilar frá 1. ágúst til 31. desember ár hvert. Í ákæruskjali kemur fram að byrjað hafi verið að leggja línuna út frá bátnum rétt fyrir utan línuna að morgni dags en fljótlega hafi verið farið inn á svæðið, lengst 4,5 sjómílur, áður en snúið var við og lagt til baka. Báturinn sást innan hins lokaða svæðis í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslu Íslands sem tilkynnti atvikið til lögreglu sem tók á móti skipinu við komu þess til hafnar.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.