Austurglugginn - 02.12.2021, Side 9
Um áramótin hækka taxtar
almennra kjarasamninga um
25.000 krónur á mánuði en 17.250
krónur á mánuði til þeirra sem eru á
launum umfram taxta. Sú hækkun
tekur jafnframt til iðnaðarmanna
á töxtum. Aðrir kjaratengdir liðir
hækka frá sama tíma um 2,5%
Þessir kjarasamningar gilda
fyrir iðnaðarmenn, verslunar-
og skrifstofufólk, verkafólk á
almennum vinnumarkaði og loks
þjónustusamningurinn (vegna
veitinga- gisti og greiðasölustaða,
afþreyingarfyrirtækjum og hliðstæðir
starfsemi).
Auk þess var samið um
launaþróunartyggingu sem getur
hækkað laun til viðbótar verði
hækkun á launavísitölu umfram
ákveðinn launaflokk í kjarasamningi
verkafólks. Þessi samanburður er
gerður á desemberlaunum milli ára
og liggur því niðurstaða ekki fyrir
fyrr en í mars.
Hagvaxtaraukinn
Þessu til viðbótar var samið um
hagvaxtarauka, sem tekur mið af að
hækki verg landsframleiðsla á hvern
íbúa umfram 1% njóti launafólks
hækkunar í launum. Miðað er við að
þetta liggi fyrir í lok apríl ár hvert á
samningstímanum.
Nú bendir ýmislegt til þess
hagvaxtaraukinn muni skila
launafólki einhverjum krónur
í launaumslagið og er kominn
töluverður titringur og áróður af stað
í þjóðfélaginu bæði vegna almennu
hækkunarinnar og hagvaxtaraukans.
Það er með öllu ólíðandi
þegar Samtök Atvinnulífsins og
Seðlabankinn tala fyrir því að
helst ætti launafólk að afsala sér
umsömdum launahækkunum af
því að atvinnulífið ráði ekki við
hækkanirnar. Það er ekki farið fram á
mikið – aðeins að staðið sé við gerða
kjarasamninga.
AFL Starfsgreinafélag hafnar
þessum málflutningi enda var mikið
fyrir því haft að ná kjarasamningum
saman. Félagsmenn hafa þurft að
taka á sig hækkanir á vöru og
þjónustu að undanförnu og bíða
umsamdra launahækkana þess
vegna.
Aðrir kjarasamningar
Kjarasamningar félagsmanna sem
starfa hjá ríkisstofnunum renna út 1.
apríl 2023. Laun þeirra hækka þann
1. janúar n.k um 17.250 krónur á
mánuði. Komi hagvaxtarauki
til framkvæmda á almennum
vinnumarkaði skulu teknar upp
viðræður milli samningaaðila
hvernig þær hækkanir skili sér inn
til þeirra sem eftir ríkissamningum
starfa.
Kjarasamningur félagsins við
sveitarfélögin gildir til 1. október
2023. Laun samkvæmt þeim
kjarasamningi hækka 1 janúar n.k.
um 25.000 krónur á mánuði og hafa
sama ákvæði um hagvaxtaraukann
og í ríkissamningi.
Laun félagsmanna í Alcoa hækka
um 5,8% þann 1.mars 2022.
Kjarasamningar sjómanna eru
lausir og engar viðræður í gangi milli
samningsaðila. Engar hækkanir hafa
komið á tryggingu, tímakaup né aðra
kaupliði í þeim samningi frá 1. maí
2019. Samningar sjómanna runnu
út fyrir tveimur árum síðan.
Allir fjórir kjarasamningar
félagsins við Samtök atvinnulífsins
sem gerðir voru 2019 renna út þann
1. nóvember 2022.
Fréttabréf AFLs
5. tbl. 2021
Dreift um allt Austurland
Ábyrgðarmaður: Sverrir Albertsson
Kjaramál
Samtök atvinnulífsins og Seðlabankinn vilja
hafa umsamdar launahækkanir af launafólki!
Stjórn AFLs á fundi í nóvember.
Hér að neðan eru desember-
uppbætur reiknaðar miðað við
100% starf. Nánari útreikninga og
upplýsingar má sjá á heimasíðu
félagsins, www.asa.is.
Venja er að desemberuppbót
greiðist með nóvemberlaunum en
í flestum kjarasamningum er tekið
fram að uppbótina eigi að greiða í
síðasta lagi 15. desember.
Sjómenn fá ekki greidda des-
emberuppbót skv. kjarasamningum.
Desemberuppbót
Starfshópur Uppbót 2021
Verslunar- og skrifstofufólk 96.000 kr.
Verkamenn (þ.m.t. hótel og veitingast.) 96.000 kr.
Iðnaðarmenn 96.000 kr.
Sveitarfélögin 121.700 kr.
Ríkið 96.000 kr.
Alcoa Fjarðarál 273.200 kr.
Starfsmenn á bændabýlum 96.000 kr.
Starfsmenn við línu og net 96.000 kr.