Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Síða 14

Austurglugginn - 02.12.2021, Síða 14
14 Fimmtudagur 2. desember AUSTUR · GLUGGINN „Það var bara á tímabili sem hausinn á mér var troðinn sögum af þessari Kolfinnu og ég bara varð að koma þessu frá mér með einhverjum hætti,“ segir rithöfundurinn og skólaritarinn Hrönn Reynisdóttir um hvers vegna hún hafi farið að skrifa unglingabækur nánast upp úr þurru á miðjum aldri. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á frábærum stað á Eskifirði þaðan sem útsýni er út allan fjörðinn og hún viðurkennir fúslega sjálf að umhverfið hafi mikil áhrif bæði á hana persónulega og í skrifum. Hún fái þaðan innblástur. Sífellt fleiri kannast við nafn Hrannar enda hefur hún náð vinsældum með tveimur bókum sínum um unglingsstúlkuna Kolfinnu. Fyrri bókin, Er’t ekki að djóka, Kolfinna, kom út árið 2016 og sú síðari, Nei, nú ert’að spauga, Kolfinna, ári síðar. Í þeim bókum fjallar Hrönn bæði um nútímastúlkuna Kolfinnu og svo ömmu þeirrar fyrrnefndu á sama aldursskeiði en bækurnar þykja báðar skemmtilegar og ná vel að ramma inn hugarheim unglinga á leið út í lífið á mismunandi tímaskeiðum. Unga fólkið er skemmtilegt Hvers vegna Hrönn fór að skrifa um ungt fólk svo eftir var tekið segir hún ekki svo erfitt að skilja ef fólk þekkir hana persónulega. Erfiðara sé kannski að skilja hvers vegna hún fór allt í einu að skrifa því hún veit það ekki sjálf. „Ég á sjálf stóra fjölskyldu, börn og barnabörn og hef starfað í mörg ár í grunnskólanum hér á Eskifirði svo ég er umkringd ungu fólki alla daga og á auðvelt með að setja mig inn í þeirra mál því ég var ung líka einu sinni þó einhverjum kunni að þykja það undarlegt,“ segir hún og hlær. „En mér alltaf fundist gaman að vera innan um börn og unglinga og ég held að það skili sér dálítið í bókunum. Eða við skulum segja að ég voni að það skili sér,“ segir Hrönn og hlær. Flest skrifin beint í skúffuna Hrönn segist aldrei hafa gengið með rithöfund í maganum. Hún hafi látið nægja að skrifa stöku ljóð gegnum tíðina en þau hafi flest farið ofan í skúffu. Skúffan varð reyndar fyrsta stoppið hjá Kolfinnu líka ef út í það er farið. „Það var samt aldrei einhver meðvituð ákvörðun að skrifa um unglinga eða skrifa neitt yfirleitt. Ég hafði annars lagið samið ljóð sem fóru beint ofan í skúffu en skáldsaga var aldrei neitt á prjónunum hjá mér. Svo gerist það bara einn góðan veðurdag að hugmyndin um Kolfinnu skýtur upp kollinum og það svo um munaði. Ég bara losnaði ekki við þessa stelpu úr hausnum á mér. Það bættust bara við nýjar ímyndaðar sögur af stelpunni dag eftir dag og svo fór að ég varð að koma þessu frá mér. Harði diskurinn var orðinn fullur ef svo má að orði komast“ Það er ekki bara ein Kolfinna Kolfinnubækurnar sem komu Hrönn á bókakortið fjalla um lífsins vonir og erfiðleika hjá unga fólkinu fyrr og nú. Fyrri bókin, Ert´ekki að djóka, Kolfinna, fjallar um unga stúlku í nútímanum. Sú býr í Reykjavík en dvelur hjá ömmu sinni á Eskifirði sumarlangt. Þar uppgötvar Kolfinna að hún verður vör við meira en gengur og gerist en tekst líka á við lífið og tilveruna í smærri bæ, tekur út þroska og kynnist vitaskuld ástinni. Seinni bókin, Nei, nú ert’að spauga, Kolfinna, fjallar um ömmu þeirrar úr fyrri bókinni þegar hún var á svipuðum aldri en eðli máls samkvæmt við allt öðruvísi samfélagsaðstæður. Sú Kolfinna öllu klaufalegri og óöruggari með sig en barnabarnið Kolfinna en allt endar þó vel. Rithöfundurinn fyrir utan hús sitt á Eskifirði en það stendur í hæstu götu byggðarinnar með tilkomumikið útsýni út fjörðinn. Mynd: AE Hef enga hugmynd um hvers vegna ég skrifa Þriðja bók hinnar austfirsku Hrannar Reynisdóttur komin út Mynd: AE Bækurnar hennar þrjár. Ekkert fast í hendi en góðar líkur eru á að við eigum eftir að sjá fleiri bækur eftir Eskfirðinginn á næstu árum.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.