Austurglugginn


Austurglugginn - 02.12.2021, Qupperneq 19

Austurglugginn - 02.12.2021, Qupperneq 19
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 2. desember 19 Örskammt frá Þjóðvegi 1 vestan við Kvíá í Öræfum gefur að líta forláta og ryðgað spil úr rúmlega hundrað ára gömlum breskum togara. Það kann að vekja upp spurningar hjá mörgum en þeim spurningum er þó öllum svarað á söguskiltum sem þar standa á sama stað. Hér um að ræða spil togarans Clyne Castle sem strandaði í Bakkafjöru árið 1919. Flak þess skips sat í tæp hundrað ár að mestu óhreyft á Breiðamerkursandi áður en Ólafía Herborg Jóhannsdóttir tók sig til við að flytja stórt spil skipsins upp á land fyrir nokkrum árum með hjálp fyrirtækisins Jökulfells hvers eigandi, Haukur Gíslason, tók vel í að aðstoða við verkið. Minning um menn Allnokkur skip strönduðu á þessum slóðum og Clyne Castle út af fyrir sig ekkert merkilegri en önnur slík í sandinum. Áhugi Ólafíu tengist hins vegar merkilegri sögu í kjölfar strandsins. Eftir farsæla björgun skipverja upp á land á sínum tíma var reynt skömmu síðar að losa skipið af strandstað en árangurslaust og gáfu breskir eigendur þess það alfarið upp á bátinn. Leið ekki á löngu áður en tveir stórhuga einstaklingar, þeir Valdór Bóasson og Jóhann Hansson, sáu tækifæri. Keyptu þeir heillegt skipið á strandstað nokkru síðar fyrir lítið, hugðust koma því á flot og gera út í kjölfarið. Sýnt þótti að hægt væri að komast vel í álnir af veiðum ef skipið næðist á flot á ný. Heilum fimm árum síðar eftir fjölmargar tilraunir til losunar og gríðarlegan kostnað vegna þess gáfust þeir Valdór og Jóhann endanlega upp. Kemur til kasta Ólafíu Valdór Bóasson var föðurafi Ólafíu Herborgar sem útskýrir hennar áhuga á málinu. Hún veitti því athygli 2005 að farið var að sjást í stórt spilið og vaknaði þá áhugi hennar á að kynna sér söguna betur vegna tengsla föðurafans og áhrifa þessa ævintýra hans á alla fjölskylduna. Hófst hún síðar handa við að merkja staðinn til minningar um strandið og ævintýrið og það var því loknu sem hugmyndin kom upp að bjarga spilinu og staðsetja við skiltin. Tók það tímann sinn og ýmsa skriffinsku að fá það í gegn en tókst allt að lokum. Ólafía naut aðstoðar fjölda fólks og fyrirtækja við verkefnið. Hún fékk meðal annars styrk frá sveitarfélaginu Hornafirði,úr Kvískerjasjóði auk þess sem Vegagerðin, Stuðlastál og Jökulfell plús fjöldi einstaklinga lagði ennfremur hönd á plóginn. AE Ólafía Herborg við spilið umrædda en mikill tími og vinna hefur farið í verkefnið af hennar hálfu. Mynd: ÓHJ Hvort þetta var það sem þeim lá á hjarta veit ég ekki, en ætla að leyfa þeim félögum að njóta vafans. Sjálf þarf ég hins vegar að koma frá mér nokkrum orðum um þessi mál og öfgarnar sem felast í því að karlar áreiti og beiti konur ofbeldi. Og að það sé bara eðlilegt og sjálfsagt að ef kona hafi ekki verið beitt ofbeldi, þá eigi hún systur, móður, vinkonu og/eða dóttur sem beitt hefur verið ofbeldi. Hvar liggja öfgarnar? Á undanförnum árum hafa konur í auknum mæli sagt frá ofbeldinu sem þær hafa verið beittar á lífsleiðinni. Það fer vissulega illa í gerendur, sem fram til þessa hafa skýlt sér í þögninni. En það eru ekki bara gerendur sem grípa til varna. Ansi hávær hópur fólks af öllum kynjum finnur hjá sér þörf fyrir að verja gerendur. Finnst allt of hart fram gengið gegn mönnum sem þau þekki af góðu einu. Fjölskyldumenn, fyrirmyndir, vinir og virtir eða vinsælir menn eiga það ekki skilið að vera sakaðir um jafn alvarlegt athæfi og ofbeldi er. Öfgahugtakið heyrist ósjaldan notað í þessum varnarræðum. En eru það öfgar að tala um ofbeldi sem konur verða fyrir? Liggja ekki öfgarnar miklu frekar í því hversu margir karlar beita ofbeldi og hversu langt fólk er til í að ganga til að verja þá? Að stór hluti kvenna þurfi að lifa með afleiðingum ofbeldis en þeim sem beita því sé hlíft við afleiðingum gjörða sinna? Við verðum að horfast í augu við að ofbeldi er ekki bara framið af óalandi og óferjandi skrímslum. Ókunnugum mönnum sem engum þykir vænt um. Ofbeldi er framið af allskonar gerendum. Sumir eru flottir, vinsælir, duglegir og skemmtilegir. Allir eru vinir, bræður, frændur eða pabbar einhvers. Gerendur eru að uppistöðu til góðir menn sem gera slæma hluti. Stöndum með þolendum Kynbundið ofbeldi er ein stærsta lýðheilsuógn sem steðjar að konum um allan heim. Ef við viljum ekki búa við þær öfgar að fjórða hver kona verði fyrir ofbeldi í samfélaginu þá verðum við að beina sjónum okkar að gerendunum. Ofbeldi fremur sig ekki sjálft. Trúum konum þegar þær segja frá ofbeldi. Stöndum með þeim. Líkurnar á að kona sem segir frá ofbeldi sé að segja satt eru yfirgnæfandi. Ekki bara vegna þess hve algengt er að konur séu beittar ofbeldi, heldur af því að mótlætið sem þolendur mæta þegar þeir tala um eða kæra ofbeldi er allt of mikið til að einhver færi að standa í slíku að tilefnislausu. Við eigum langt í land en við þokumst áfram. Þú getur hjálpað til. Með því að hlusta og trúa og styðja við þolendur og höfða til gerenda að axla ábyrgð og vinna sínum málum. En kannski fyrst og fremst með því að beita ekki ofbeldi. Hjálpumst að og útrýmum öfgunum úr samfélaginu. Þórunn Ólafsdóttir Lokaorð Öfgar „Þetta „metoo“ er nú komið út í öfgar,“ heyrði ég mann segja við félaga sinn í heita pottinum á dögunum. Ég heyrði ekki framhald samræðnanna, en í fullkomnum heimi hefði það verið svona „já, það er ótrúlegt hvað menn geta endalaust leyft sér að brjóta á konum og komist upp með það. Þetta er komið gott.“ Ævintýrið sem rann út í sandinn Ólafía Herborg minnist stórhuga föðurafa síns og félaga hans

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.