Austurglugginn - 16.12.2021, Blaðsíða 28
28 Fimmtudagur 16. desember AUSTUR · GLUGGINN
Í leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla
hefur desembermánuður hingað til
verið að mestu leyti hefðbundinn
að sögn Bryndísar Skúladóttur,
aðstoðarskólastjóra, ef frá er
talið kófið sem hefur sett strik í
jólareikninginn. Vírusinn hefur
meðal annars hamlað því að
foreldrar geti tekið þátt í gleðinni
og undirbúningnum innan skólans
eins og venja er til. Þá hefur þurft
notast við innanbúðarjólasvein
ef svo má að orði komast enda
getur vírusinn tekið sér bólfestu í
tröllafjölskyldum líka.
Meðal þessa hefðbundna á
aðventunni hingað til var að börnin
kyrjuðu jólalög, piparkökubakstur
á dagskránni og auk þess
jólakakódagur, jólagjafapukur
og auðvitað fínufatadagur líka.
Börnin sungu fyrir nágranna sína
á hjúkrunarheimilinu og allir áttu
góða stund við jólatréð á Spítalatúni.
Einn sá siður sem tíðkast ekki
annars staðar en í leikskólanum
hér er Leitin að jólasveinunum sem
hófst um leið og fyrstu sveinarnir
komu til byggða.
„Þannig var að um 1985 fékk
leikskólinn að gjöf heimaprjónaða
jólasveina, alla
sem einn með
sínum sérkennum.
Gefandinn, Bergljót
Kristinsdóttir (1921-
1996), sem átti þá
langömmubarn í
leikskólanum vissi
líklega ekki hve
þessir sveinkar áttu
eftir að lita aðventu
seyðfirskra barna
en nú eru hátt í 4
áratugir sem leitin
að sveinkunum
hefur verið fastur
þáttur á aðventunni.
Þegar Stekkjastaur
mætir fyrstur felur
hann sig og börnin
á elstu deildinni hefja leit. Eftir
fundinn og samveru með sveinka
er hann hengdur upp á ganginum
þar sem sveinkarnir blasa við öllum
börnunum og svo bætist í röðina
dag hvern allt þar til Kertasníkir
rekur inn nefið og hátíð gengur í
garð. Foreldrar þeirra Grýla og
Leppalúði komu að sjálfsögðu
með þeim til byggða. Eflaust muna
margir Seyðfirðingar eftir þessum
skemmtilegu sveinum, þeir elstu um
fertugt.“
Bryndís hvetur alla foreldra að
fylgja fordæmi leikskólanna og gæta
þess að börnin eigi rólega aðventu
svo þeim líði sem allra best. Til
dæmis með því að taka bækur og spil
framyfir tölvuleiki og eiga yndisleg
og afslöppuð jól.
AE
Jólasveinanna leitað á Seyðisfirði
Seyðfirsku jólasveinarnir sem börnin í Seyðisfjarðarskóla hafa leitað að árlega í tæplega 40 ár.
Fátt skemmtilegra en baka piparkökur í góðra vina hópi. Frá
vinstri Elìs Máni, Guðjón Marel, Arìel Ylfa og Stefán Logi í
baksýn.