Austurglugginn - 16.12.2021, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 16. desember AUSTUR · GLUGGINN
Jólastússið hefur verið með
lágstemmdara hætti nú en
nokkru sinni fyrr að sögn Önnu
Einarsdóttir, skólastjóra Fellaskóla
í Fellabæ. Þrátt fyrir það hefur
tekist að halda að mestu í hefðirnar
enda fólk vanafast í skólanum.
Fyrsti föstudagur í aðventu
hófst á söng þar sem kennarar
tónlistarskólans fóru á kostum
í undirleik við söng nemenda.
Jólaföndur var á sínum stað og
glimmeri stráð í allar áttir. Nemendur
skreyttu piparkökur, perluðu skraut
og föndruðu jólasveina og jólakort.
Sumir glugguðu í bók en aðrir fengu
útrás fyrir sköpunargleðina með
allskonar efnivið.
Jólabíódagur er ómissandi í
desember en sú hefð er frá þeim
árum þegar ekkert bíó var á
Austurlandi. Þrátt fyrir annað og
betra aðgengi nemenda að slíku í
dag heldur Fellaskóli í þessa hefð og
enginn sem vill breyta því.
Útinám er hátt skrifað í skólanum
og í desembermánuði var meðal
annars farið í sleðaferðir og snjóaleiki
hvers kyns auk þess sem farið var í
gönguferðir í nágrenninu til að skoða
meðal annars skreytingar og jólaljós
og kanna hvaða dýr gætu verið á
ferðinni á þessum árstíma.
Nemendur hófu undirbúning
jólanna snemma með þátttöku í Jól
í skókassa verkefninu og safnaðist
saman í 50 jólaskókassa fyrir fátæk
börn.
Anna segir að fyrir þessi
jólin sé sérstaklega tekið mið af
Barnasáttmálanum.
„Áhersla er lögð á umhyggju og
þakklæti fremur en neyslu og stress
í jólaundirbúningi. Nemendur á
yngsta stigi horfa á hverjum degi
á SOS jóladagatalið og lesa bókina
Rúnar góða og ræða saman til að
skilja líf annarra betur og velta fyrir
sér hvað þau geta gert til að hjálpa
og gleðja aðra.“
Í tengslum við það hafa nemendur
verið að klippa út myndir, taka
ljósmyndir og semja sögur og ljóð
fyrir gerð dagatals 2022. Áætlað er
að bjóða áhugasömum að kaupa slíkt
dagatal gegn frjálsu framlagi til til
styrktar börnum í Malaví á vegum
SOS barnaþorpanna.
AE
Umhyggja og þakklæti í stað stress og
neyslu í Fellaskóla
Útinám og útivera er stór þáttur í starf i
Fellaskóla og þá ekki síður í jólamánuðinum. Innandyra í skólanum er lögð áhersla á að nemendum líði eins vel og hægt er í aðdraganda jólanna.
FJARÐABYGGÐARHAFNIR
Fjarðabyggðarhafnir senda viðskiptavinum sínum, íbúum
Fjarðabyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um
gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir
samskiptin á árinu sem er að líða.
Ljósmynd: Kristín Hávarðsdóttir