Austurglugginn - 16.12.2021, Blaðsíða 47
AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 16. desember 47
Við óskum ykkur öllum
gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári.
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
Logo tillaga fyrir
SÚN, Samvinnufélag útgerðarmanna Neskaupstað
Hönnun: Hanna Gyða Þráinsdóttir
Svart/hvítt
Miðvangi 1 ~ 700 Egilsstaðir ~ 471 1449
print@heradsprent.is ~ www.heradsprent.is
HÉRAÐSPRENT
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA
NESKAUPSTAÐ
Pantone 7477 C
senda starfsfólki sínu, viðskiptavinum
og öðrum Austfirðingum hugheilar
jóla- og nýárskveðjur.
Þökkum samstarf og viðskipti
á árinu sem er að líða.
arionbanki.is
Starfsfólk Arion
banka Egilsstöðum
Gleðilega
hátíð
Humarsúpa að hætti húsfrúarinnar í Stekkjartröð
Hvítlaukur, paprikukrydd, humarskel, sellerí 2-4 stilkar, steinseljubúnt,
stórlaukur, nokkrar gulrætur, tómatpúra í dós, 2dl hvítvín, 2-2 ½ l vatn,
salt og pipar, kjúklingakraftur 2 teningar, fiskikraftur
Ég brúna humarskelina þar til hún verður gullbrún. Set síðan allt í
pott og sýð í 4-5 klst. Þegar soðið er tilbúið er súpan bökuð upp og
humarinn settur út í og alls ekki spara rjómann. Set einnig dálítið af
rifnum parmesan út í súpuna. Set síðan slettu af þeyttum rjóma rétt áður
en súpan er borin fram.
Hamborgarhryggur a la mamma
Ca 2kg hamborgarhryggur, 750ml kók, 1 peli rjómi, 1 laukur, 3-4 gulrætur,
hálfdós ananassneiðar, 1 msk paprikuduft, 1 bolli tómatsósa, síróp.
Hryggurinn settur í ofnpott, kókið sett út í og 1l að vatni. Grænmetið
saxað og sett í pottinn, ásamt tómatsósu og paprikudufti. Þetta er soðið í
30-40 mín, þá er hryggurinn tekinn upp úr pottinum, losaður frá beininu
og síðan settur á beinið aftur. Ananas raðað á hrygginn og safanum úr
dósinni hellt yfir. Því næst er sírópi hellt yfir og bakað í 12-15 mín við
200 gráður. Síðan er soðið sigtað og sósan bökuð upp. Sósan er bragðbætt
með kjötkrafti og rjóma. Við notum gulræturnar og laukinn sem sigtaður
er frá soðinu með sem meðlæti, sem er alveg svakalega gott.
Rjúpur
Byrja á því að brúna rjúpurnar í potti við lágan hita í ca 1 klst, upp úr
smjöri, einiberjum, salti og pipar. Ég spara ekki einiberin, mer þau í
morteli og set meira en minna af þeim í pottinn. Síðan eru rjúpurnar
soðnar í um 2 klst og set ég lítið vatn í pottinn. Soðið er síðan sett í
pott, ég sigta ekki soðið heldur helli því bara beint í pottinn og baka
upp sósuna. Í sósuna set ég rjóma og rifsberjahlaup.
Jólauppskriftir
Slakað á gamlárskvöld
Á gamlárskvöld hefur aðeins verið
slakað í hefðunum í tengslum við
aðalréttinn en þau halda sig alltaf
við sama forréttinn. Það er steiktur
humar upp úr smjöri og hvítlauk og
léttsteikt Parmesanskinka vafin um
mozzarella á spínat-beði.
Það hefur verið breytilegt hvað
er í aðalrétt á milli ára, léttreyktur
hryggur oftast verið og hefur
sjaldan klikkað. Reimar segir best
að hann sé af veturgamalli kind úr
Smjörfjöllum sem aldrei hefur sinnt
móðurhlutverki, sé slátrað heima og
pækluð og reykt af reynslumiklum
bændum af Jökuldal.
Á áramótunum er stundum
fjölmennt í mat í Stekkjartröðinni
ef við fáum vinafólk til okkar. Það
er mikið skotið upp til að kveðja
gamla árið.
Skreytt á gamla mátann
Það er ekki bara haldið í matarhefðir
heldur er jólaskreytingahefð líka,
en á þorláksmessu fer Reimar í
að hengja upp síðasta jólaskrautið
en það er loftskraut eins og var í
sveitinni í gamla daga sem þá var
meira í músastigastíl en við höfum
uppfært það aðeins. Reimar hefur
lagt sig fram við að finna skraut
erlendis frá og pantað það í stórum
stíl og á yfirleitt slatta á lager.
AE