Fréttablaðið - 25.10.2022, Qupperneq 1
Mér er alveg sama þótt
mér verði úthúðað á
samfélagsmiðlum á
meðan ég geri það.
Kristrún Heimis-
dóttir, fyrsti
varaforseti
kirkjuþings
þjóðkirkjunnar
2 3 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 5 . O K T Ó B E R 2 0 2 2
Stríðið sundrar
fjölskyldum
Danir hissa
á tagli
Menning ➤ 14 Lífið ➤ 18
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.volkswagen.is
Multivan T7 eHybrid
7 manna fjölskyldubíll
Nýr varaforseti kirkjuþings
segir lög um trúfélög vera
„bastarð“ og segir „búið að
banna öllum börnum á Íslandi
að hafa aðgang“ að Jesú Kristi.
gar@frettabladid.is
TRÚFÉLÖG „Mér hefur fundist erfitt
að horfa upp á það sem mér finnst
vera stjórnlaust undanhald þjóð-
kirkjunnar í íslensku samfélagi,“
sagði Kristrún Heimisdóttir lögfræð-
ingur í framboðsræðu áður en hún
var kjörin fyrsti varaforseti kirkju-
þings þjóðkirkjunnar um liðna helgi.
Kristrún sem kvaðst á kirkju-
þinginu hafa hlotið kristilegt upp-
eldi boðaði sókn þjóðkirkjunnar.
„Á síðustu misserum og árum hefur
það lagst sífellt meira á minn hug að
þjóðkirkjan á Íslandi sé lykil atriði
í því samfélagi sem ég ólst upp í og
sem ég vil að afkomendur mínir
og Íslendingar framtíðarinnar geti
notið,“ sagði hún. Þess vegna vildi
hún berjast gegn áðurnefndu undan-
haldi kirkjunnar.
„Ég tel að kirkjan eigi mikið af
sóknarfærum og að við verðum
að þora að taka umræðuna,“ sagði
Kristrún. „Ég er reiðubúin að taka
slagi fyrir kirkjuna og mér er alveg
sama þótt mér verði úthúðað á sam-
félagsmiðlum á meðan ég geri það.“
Kristrún kvaðst í starfi sínu innan
Stjórnarráðsins hafa fylgst með laga-
setningu um trúfélög. „Lögin um trú-
félög eru að mínu mat bastarður og
Zúistahneykslið segir allt sem segja
Kirkjan stöðvi stjórnlaust undanhald
þarf um það hversu slæm þau lög
eru,“ sagði hún og bætti við að alltaf
þegar hún gæfi fermingarbörnum
gjafir léti hún fylgja þau orð að besti
áhrifavaldurinn sé Jesús Kristur. „Og
hvers vegna er búið að banna öllum
börnum á Íslandi að hafa aðgang að
þeim áhrifavaldi? En öll mega þau
horfa á TikTok?“
Kristrún fékk átján atkvæði en
mótframbjóðandi hennar, Steindór
Haraldsson framkvæmdastjóri, tíu.
„Við erum að fóta okkur í nýju
umhverfi. Þannig að það er ekki
alveg rétt að það hafi ekkert verið
gert hérna,“ sagði Steindór í sinni
ræðu. Markmið kirkjunnar væri
að boða fagnaðarerindi Jesú Krists.
„Þjóðkirkjan er eins og olíuskip sem
ekki verður beygt á nóinu.“ n
Rishi Sunak var í gær valinn formaður Íhaldsflokksins breska og verður þar með næsti forsætisráðherra Bretlands. Búist er við að Sunak taki við ráðherraembætti sínu í dag. SJÁ SÍÐU 6 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
DÓMSMÁL Mikill hiti var í lögmanni
mæðgnanna í hundaræktinni
Gjósku gegn Hundaræktarfélagi
Íslands er mál þeirra var tekið fyrir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Mæðgunum var vísað úr félaginu og
voru þær sviptar ættbókarskírteini
eftir úrskurð um falsanir.
Vakti það eftirtekt hversu hvöss
samskipti lögmanna voru. Mestur
hiti var í Jóni Egilssyni, lögmanni
mæðgnanna. „Stefndu fóru í fjöl-
miðla og sögðu mæðgurnar mestu
svindlara í hundarækt á Íslandi,“
sagði Jón. Önnur konan hafi verið
starfsmaður HRFÍ en „komist upp á
kant við liðið,“ eins og hann orðaði
það. Allar tíkur mæðgnanna væru
hreinræktaðar. SJÁ SÍÐU 4
Hiti er tekist var á
um hundaræktun