Fréttablaðið - 25.10.2022, Page 4
Fullyrðingar, fullyrð-
ingar og fullyrðingar
en engin gögn sem
styðja þær.
Jónas Fr.
Jónsson,
lögmaður HRFÍ
BJÓÐUM UPP Á 37”-40”
BREYTINGAPAKKA
EIGUM NOKKRA BÍLA TIL
AFHENDINGAR Í NÓVEMBER
ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
R A M
BÍLL Á MYND: RAM 3500 LARAMIE CREW CAB MEÐ 37” BREYTINGU, KASTARAGRIND OG LJÓSKÖSTURUM
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Samkvæmt nýjum tölum
Evrópusambandsins versla 85 pró-
sent Íslendinga á netinu. Þetta er
aukning um 10 prósent á þremur
árum og 30 prósent á áratug en árið
2012 mældist hlutfallið aðeins 54
prósent hjá þeim sem höfðu keypt
vöru eða þjónustu á undanförnum
tólf mánuðum.
Ekki eru til nákvæmar tölur um
hvaðan Íslendingar versla á netinu
en líkt og almenn netverslun hefur
verið að aukast hefur netverslun við
önnur lönd einnig gert það. Árið
2019 höfðu til að mynda 52 prósent
Íslendinga keypt vörur eða þjónustu
frá öðrum ESB- eða EES-ríkjum
samanborið við aðeins 24 prósent
árið 2012.
Stór hluti landsmanna notar
netið til þess að kaupa flugmiða og
gistingu. Árið 2019 gerðu 60 prósent
landsmanna það samanborið við 39
prósent árið 2012.
Ísland er nú í sjötta sæti álfunnar
þegar kemur að netverslun. Norð-
menn eru í efsta sæti en 92 prósent
þeirra versla á netinu. Þá koma
Danir, Hollendingar, Írar og Svíar.
Albanar reka lestina með aðeins
17 prósent. Almennt er hlutfallið
mun lægra í austur- og suðurhluta
álfunnar. n
Netverslun eykst
til allra muna
85 prósent Íslendinga versla á
netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY.
Andrúmsloftið var allt annað
en afslappað í héraðsdómi í
gær þegar lögmenn Gjósku
og HRFÍ tókust á um frávís-
unarkröfu þess síðarnefnda.
Mæðgur eru sakaðar um
rangskráningu á goti.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Mál mæðgnanna í schä-
fer-hundaræktinni Gjósku gegn
Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ)
er aftur komið fyrir dómstóla.
Mæðgunum Örnu Rúnarsdóttur og
Rúnu Helgadóttur var vísað úr félag-
inu og voru sviptar ættbókarskír-
teini eftir að siðanefnd úrskurðaði
að ættbókarskráningar hefðu verið
falsaðar sumarið 2021.
Máli gegn félaginu sjálfu var vísað
frá í janúar síðastliðnum í héraði og
sá dómur staðfestur mánuði seinna
þar sem ekki þótti afgerandi hvort
verið væri að stefna félaginu sjálfu
eða stjórn þess. Nú er þeim einstakl-
ingum sem sitja í stjórninni stefnt,
og félaginu til vara, en aftur er farið
fram á frávísun.
Óhætt er að segja að hiti hafi verið
í málf lutningi frávísunarmálsins
sem fram fór í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Vakti það eftirtekt
hversu hvöss samskipti lögmanna
voru áður en dómari gekk inn í
salinn. Vanalega spjalla lögmenn
á kumpánlegum nótum hver við
annan utan réttar þó að þeir takist
á í málflutningi.
Mestur hiti var í Jóni Egilssyni,
lögmanni mæðgnanna, og bað
dómari hann í nokkur skipti að
einskorða málflutning sinn við frá-
vísunina sjálfa. En Jón lagði áherslu
á hversu mikil áhrif málið hefði haft
á mæðgurnar og hvaða þýðingu það
hefði fyrir ræktendur að vera í félag-
inu.
„Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu
mæðgurnar mestu svindlara í
hundarækt á Íslandi,“ sagði hann, en
Daníel Örn Hinriksson, einn hinn
stefndu, hefur talað máli stjórnar-
innar í fjölmiðlum vegna málsins.
Jón sagði að sem hundaræktandi
í fullu starfi gæti Arna ekki stundað
atvinnu sína í dag. Ræktendur yrðu
að vera meðlimir í HRFÍ til að geta
tekið þátt í sýningum. Bæði æran og
fjármunir væru undir.
Sagði Jón ástæðuna fyrir málinu
öllu þá að Rúna hefði verið starfs-
maður HRFÍ en „komist upp á kant
við liðið“. Sagði hann að Rúna hefði
meðal annars fundið að því að
ræktendur tengdir stjórn félagsins
væru að klippa rófur af hundum
til fegrunar. Það mál sé nú til með-
ferðar hjá Matvælastofnun.
„Fullyrðingar, fullyrðingar og
fullyrðingar en engin gögn sem
styðja þær,“ sagði Jónas Frið-
rik Jónsson, lögmaður HRFÍ og
stjórnarmeðlima. Hann fer fram á
að málinu verði vísað frá og mæðg-
urnar greiði málskostnað, en í fyrra
málinu var málskostnaður felldur
niður.
Sagði hann slíka ágalla á mála-
tilbúnaðinum að ekki væri hægt
að grípa til varna. Meðal annars
væri dómkrafan ódómtæk því þar
væri samofin krafa um ógildingu
bráðabirgða- og fullnaðarúrskurðar
siðanefndarinnar. Þá væri krafan í
heild sinni vanreifuð, í henni væru
sífelldar endurtekningar og vísanir
í hluti sem skipta ekki máli. Ekki
væru lögð fram nein sönnunar-
gögn og ekki reifað hvers vegna ein-
staklingum sé stefnt, en meðlimir
í stjórn taki aðeins ákvarðanir í
nafni stjórnar.
Um úrskurð siðanefndar sagði
Jónas hann afar viðamikinn og
brotið metið alvarlegt. Röng rækt-
unartík hefði verið skráð, rangar
upplýsingar gefnar til HRFÍ meðal
annars um dauðan hund og meið-
andi ummæli látin falla um fram-
kvæmdastjóra HRFÍ.
Jón hafnaði þessu og sagði öll
atriði stefnunnar studd gögnum.
Sagði hann það dónaskap að halda
öðru fram. Engin gögn hefðu hins
vegar fylgt kæru HRFÍ sem hefði
verið upphafið að málinu. Þá væri
úrskurður siðanefndar rangur og
mæðgurnar hefðu enga ástæðu til
að nota rangar mæður í got. Allar
þeirra tíkur væru hreinræktaðar
og ættbókarfærðar. n
Mikill hiti í dómsal í schäfer-málinu
Schäfer-hundamálið hefur vakið mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Jón Egilsson,
lögmaður
Gjósku
jonthor@frettabladid.is
BJÖRGUN Fjallað var um köfunarað-
gerðir eftir að flugvél endaði í Þing-
vallavatn í febrúar síðastliðnum á
ráðstefnunni Björgun 2022 í síðustu
viku. Fjórir létust í flugslysinu.
Ásgeir Guðjónsson, fagstjóri köf-
unar hjá Landhelgisgæslunni, Samú-
el A. W. Ólafsson, hópstjóri kafara
hjá ríkislögreglustjóra, og Guðjón S.
Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá
slökkviliðinu, lýstu reynslu sinni.
Þann 22. apríl náðist flak vélarinn-
ar á land eftir miklar og krefjandi
aðgerðir kafara sem snerust í fyrstu
um að finna flakið og lík þeirra sem
voru í f lugvélinni og síðan um að
koma þeim í land.
Viðbragðsaðilar glímdu við erfiðar
veðuraðstæður og þurftu til dæmis
að hætta við björgunaraðgerð 6.
febrúar. Þá var lofthiti mínus þrettán
gráður og vatnið var við frostmark.
Myndband frá því er kafarar hífðu
flak vélarinnar upp var sýnt á fyrir-
lestrinum. Það er á vef Fréttablaðs-
ins, en það gefur innsýn í aðstæður
kafaranna. Ásgeir hjá Landhelgis-
gæslunni, lýsti því til að mynda að á
þessu dýpi liði manni „eins og maður
sé búinn með fjóra martini“. n
Krefjandi björgunaraðgerðir í Þingvallavatni
Líkt og sést á
þessari mynd
fóru kafararnir
á tæplega 45
metra dýpi til
að komast að
flakinu.
MYND/
SKJÁSKOT
Ísland er í 6. sæti
álfunnarþegar kemur
að netverslun.
4 Fréttir 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ