Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.10.2022, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.10.2022, Qupperneq 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að birta- þessi viðtöl en brýna nauðsyn bar til að upplýsa þjóðina um alvar- leika þessa máls. Í þeirri vinnu sem er fram undan er mikilvægt að fá fram sjónarmið sem flestra til að ná farsælli niður- stöðu. Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Veitingastaður golfklúbbsins Keilis býður upp á jólamatseðil alla föstudaga og laugardaga frá 11. nóvember til 10. desember 2022. Tilvalið fyrir vinahópa og fyrirtæki frá 8 til 70 manns. Lifandi tónlist og jólastemming. Matseðill, sjá nánar á keilir.is Borðapantanir á hafsteinn@betristofan.com og í síma 7792416 GK veitinga GK veitingar, Golfklúbburinn Keilir Steinholti 1 Hvaleyri, 220 Hafnarfirði Jólagleði Hinn 17. október síðastliðinn kynnti ég áform um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og ný heildarlög um skólaþjónustu. Uppbygging heild- stæðrar skólaþjónustu um allt land, sem byggð er á þrepaskiptum stuðningi, er ein af meginaðgerðum menntastefnu til ársins 2030. Að baki menntastefn- unni var umfangsmikið samráð og greiningarvinna við að þróa og byggja upp íslenska menntakerfið til framtíðar. Nú er kominn tími til að hrinda þessum verkþætti í framkvæmd og ná þannig mikilvægum áfanga í þágu farsældar barna. Markmið nýrra laga er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum óháð aldri, uppruna og búsetu, mæta ákalli um aukna ráðgjöf og stuðning við starfsfólk og stjórnendur á vettvangi skólans, ef la þverfaglega samvinnu og samþættingu milli skóla- og þjónustustiga í þágu farsældar barna og tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum. Í þeirri vinnu sem er fram undan er mikilvægt að fá fram sjónarmið sem flestra til að ná farsælli niðurstöðu. Samráð við hlutaðeigandi gegnir lykil- hlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustu- kerfa. Nú fyrir helgi sendi ég boð til haghafa um allt land og hvet öll sem hafa áhuga til að taka þátt í samráði og móta skólaþjónustu til framtíðar. Á næstu vikum taka til starfa samráðshópar þar sem kallað er eftir víðtæku samráði við börn og ung- menni, foreldra, kennara, stjórnendur og starfsfólk í leik-, grunn- og framhaldsskólum, frístundaheim- ilum, félagsmiðstöðvum, skólaþjónustu og öðrum þjónustukerfum. Þau sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessari vinnu eru hvött til að senda inn ábendingar eða skrá sig til þátttöku í samráðshópum með því að senda póst á netfangið mrn@mrn.is með „Skólaþjónusta“ í efnislínu fyrir lok dags 4. nóvember næstkomandi. n Skólaþjónusta til framtíðar, taktu þátt Ásmundur Einar Daðason mennta- og barna- málaráðherra Grimmilegt einelti sem Ísabella Von Sædísardóttir, 12 ára, hefur orðið að þola sem endaði með því að hún reyndi að svipta sig lífi hefur vakið þjóðarathygli. Sem betur fer náðu neyðaróp Ísabellu og Sædísar móður hennar eyrum almennings. Þannig varð á allra vitorði hið hatramma ein- elti sem stúlkan varð fyrir þar sem jafnaldrar óskuðu henni jafnvel dauða. Börnin sem eru ger- endur í þessu máli þarfnast líka sárlega hjálpar. Sædís móðir Ísabellu kom fram í Bítinu á Bylgjunni og lýsti því sem dóttir hennar hefur orðið að þola. Fréttastofa RÚV fylgdi svo í kjöl- farið með viðtali við Ísabellu sem sýndi einstakt hugrekki með því að segja sögu sína frammi fyrir alþjóð. Fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að birta þessi viðtöl því að brýna nauðsyn bar til að upplýsa þjóðina um alvarleika málsins. Það er einnig í takt við það sem þeir sem starfa að velferðar- málum barna segja, að besta leiðin til að skapa betra samfélag fyrir börn sé að hlusta á þau. Hatursorðræða gagnvart íslenskum börnum af öðrum kynþætti er að sama skapi óþolandi plága. Önnur íslensk ofurhetja, Sóley Lóa Smára- dóttir, 15 ára, kom fram í fjölmiðlum á dög- unum og sagði frá sárri reynslu sinni af rasisma í skólanum. Hún hefur oft verið kölluð niðrandi orðum og kennara einum fannst sjálfsagt að hún fræddi skólafélaga sína um Afríku, en hún var ættleidd hingað til landsins frá Tógó aðeins fárra mánaða. Sóley segir að ef hún kvarti við skólayfirvöld sé henni hlýlega tekið en síðan sé ekkert gert. Árið 2011 tók ellefu ára gamall drengur, Dag- bjartur Heiðar Arnarsson, líf sitt vegna eineltis. Foreldrar Dagbjarts hafa kosið að ræða opin- skátt um eineltið sem eyðilagði líf drengsins. Þau vonuðu í hjarta sér að örlög hans myndu leiða til róttækra breytinga í eineltismálum, þannig hefði Dagbjartur ekki dáið til einskis. Erla Kaja Emilsdóttir, móðir Dagbjarts, sagði í samtali við Fréttablaðið að því miður hefði lítið breyst í ein- eltismálum hér á landi á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Dagbjartur lést. Öll þjóðin þarf að leggjast á árarnar til að uppræta þetta þjóðar- mein. Vonandi eigum við líka ráðamenn með hjartað á réttum stað sem svara ákalli Ísabellu Vonar, Sædísar, Erlu Kaju, Sóleyjar Lóu og fleiri. Kærleikur fólks og stuðningur er sem betur fer ekki langt undan, þegar illskan gengur fram af fólki. Fjöldi ungmenna hefur beðið Ísabellu afsökunar eftir að viðtölin við hana og móður hennar birtust. Börn og fullorðnir senda þeim hlý skilaboð, hringja og koma við og safna fé og gefi alls kyns hluti. n Hlustum á börnin benediktboas@frettabladid.is gar@frettabladid.is Dúfan til bjargar Stuðningsfólk Arsenal hefur farið með himinskautum undan- farið. Gert jafnvel grín að þeim sem fjalla um enskt tuðruspark fyrir að dásama ekki nógu mikið Mikael Arteta þjálfara. Um helgina gerði liðið þó aðeins jafntefli við Southampton og fara spekingar í taugar stuðningsmanna með því að spá að þetta sé upphafið að endinum. En áhangendur Arsenal benda á óvænt rök því dúfa birtist á vellinum og kom sér fyrir á teig liðsins. Truflaði lítið en allir tóku eftir. Bæði á vellinum og í sjón- varpinu. Benda stuðningsmenn- irnir á að dúfa merki velmegun, gæfu, heppni og umbreytingu – sem er allt sem Arteta hefur gert. Feðraveldið styður sína Nýr forsætisráðherra Bretlands var í gær kynntur upp úr hatti feðraveldisins í svokallaðri 1922- nefnd Íhaldsflokksins þar í landi þegar hann varð sjálfkjörinn formaður f lokksins. Er þar um að ræða Rishi Sunak sem reyndar tapaði fyrir fáeinum mánuðum í slag um þetta sama formanns- sæti fyrir Lis Truss sem virtist aðeins geta stigið feilspor að mati f lokkssystkina sinna. Myndin sem er á forsíðu Fréttablaðsins í dag endurspeglar kannski á sinn hátt nafn Íhaldsflokksins á mynd- rænan hátt: karlar að sýna nýjasta karlinn í brúnni. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.