Fréttablaðið - 25.10.2022, Síða 44

Fréttablaðið - 25.10.2022, Síða 44
 odduraevar@frettabladid.is Tvær stærstu sjónvarpsþáttaseríur haustsins kláruðust báðar í vikunni. House of the Dragon sem aldrei komst í íslenskt sjón- varp og Lord of the Rings: Rings of Power. Tveir sérfræðingar Krúnuvarpsins segja sína skoðun á seríunum tveimur. Endalok dreka og álfa runnin upp Óttablandnar vonir „Ég bar góðar en óttablandnar vonir til House of the Dragon í upphafi,“ segir Samúel Karl Ólason, blaðamaður á Vísi, sem skrifaði um árabil sérstaka Game of Thrones- pistla. Hann var fyrsti gesturinn í Krúnuvarpi Fréttablaðsins, sérstöku hlaðvarpi undir hatti Bíó- varpsins um þættina góðu ásamt Lord of the Rings þáttunum. „Mín helstu vonbrigði snúa kannski helst að því að á köflum gerðist heldur lítið í þáttunum en það er samt ef til vill ekki sanngjarnasta gagnrýnin þar sem þátta- röðin snýst að miklu leyti um það að byggja upp átök milli tveggja fylkinga í Westeros. Þá má vel segja að rólegheitin hafi gefið þáttunum sérstakan drama-blæ sem maður tengir ef til vill ekki við Game of Thrones en það er ekkert endilega slæmt,“ segir Samúel Karl. „Persónusköpun George R.R. Martin fær að njóta sín mjög í þáttunum eins og hún gerði í fyrri þáttaröðum Game of Thrones. Þá á ég við að maður getur tengt við þær og skilið þær. GRRM er mjög góður í því að blanda línurnar milli góðs og ills að því leyti að það er erfitt að segja að þessi persóna sé vond og að önnur séð góð. Maður skilur oftar en ekki af hverju persónurnar taka þær ákvarðanir sem þær taka, þó að þær ákvarðanir geti verið ömurlegar og haft hræðilegar afleiðingar. Það er líka augljóst að ekkert hefur verið til sparað við framleiðslu þáttanna. Allar sviðsmyndir eru til að mynda upp á tíu og það sama má að mestu segja um tæknibrellur og annað. HBO hefur ekkert til sparað.“ Risastór áskorun „Í stuttu máli fannst mér serían mjög góð,“ segir Stefán Pettersson, sérlegur sérfræðingur Krúnu- varpsins um sjónvarpsseríuna Lord of the Rings: Rings of Power sem kláraðist í síðustu viku. Stefán segir að handritshöfund- arnir J.D. Payne og Patrick McKay hafi tekist á við risastórt verkefni þegar þeir samþykktu að taka að sér sjónvarps- þáttaseríuna. „Þrátt fyrir takmarkaðar heimildir sem þeir máttu nota úr Tolkien-verkum þá gerðu þeir þetta furðu- lega vel, jafnvel þótt þeir hafi gert smávægilegar breytingar á efninu,“ segir Stefán. Hann segir það ekki hafa skemmt fyrir að sagan sé meira og minna frumsamin af höfundunum. „Hún virkar mjög Tolkien-leg og það eru ýmis þemu í þáttunum sem sjást í ritum Tolki- ens. Barátta milli ljóss og myrkurs, vonar og vonleysis og viðhorfið til dauðans og ódauðleika sem er rauður þráður í gegnum allar bækur rithöfundarins og líka í þessari seríu.“ Það má vel segja að rólegheitin hafi gefið þáttunum dramablæ. Þáttaröðin virkar mjög Tolkien-leg og það eru ýmis þemu í þáttunum sem sjást í ritum Tolkiens. 16 Lífið 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.