Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 3

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 3
Fréttamolinn Fréttamolinn Tómas Guðmundsson sóknarprestur. Hugleiðing á jólum 1985 Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim rnönnum, sem hann hefur velþóknun á. (Lúk. 2,14). Þannig söng englaskarinn sem sendur var frá himni nóttina, sem Jesús fæddist. Fyrst var þessi boðskapur fluttur háum rómi: „Yður er í dag frelsari fæddur. “ Og í sömu svipan var með englin- um fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu. “ Fyrst englar himins gátu sungið þannig, hve miklu fremur ættum við að gleðjast og syngja Drottni lof, við sem tilheyrum mannkyninu, sem Guð blessaði áþennan hátt. Við fögnum á fæðingar- hátíð Krists. Sá fögnuður byggist ekki á glym og háreisti, heldur kyrrð og friði. Við búum okkur undir jólahátíðina með miklu amstri, mörg hver, og gerum hinn ytra búnað glæstan og ánægjulegt er það, en hvernig búum við okkur hið innra, undir þá blessuðu hátíð? Að því þurfum við að huga. Við gerum það öll, hvert á sinn máta, en fæstir gefa sér tíma í kyrrð og ró til að hugleiða þá blessun, sem jólin eru okkur og hafa verið gegnum árin. Jólafastan, sá tfmi sem okkur er gefinn til að búa okkur undir jólin er ysmikill kaupsýslutími, með urmul af jólasveinum og allskyns fyrirbærum. Við viljum hafa það svo, annars væri það ekki. Vissulega skapar tilstandið á aðventu sérstaka stemmningu. Við finnum, að það er eitthvað stór- kostlegt í vændum. Eftirvæntingin fyllir okkur gleði og við viljum gefa öðrum hlutdeild íþeirrigleði. Því það er hluti af undirbúningi jólanna, að velja gjafir handa vinum og vandamönnum og senda kveðjur, jafnvel þeim sem við annars höfum lítil samskipti við. Þannig vekur jólahugurinn upp það besta sem með okkur býr. Því verður ytri búnaðurinn að minna okkur á uppsprettuna, Jesúbarnið í jötunni, en ekki skyggja á hana. Því er okkur nauðsynlegt að eiga stund á jólum íkyrrð ogfriði, láta hugann reika til liðinna jóla. hugsa til ástvinanna, sem margireru horfnir af tímans braut. Og láta hugann líða lengra, að gripahúsinu í Betlehem þarsem ferðlúin fjölskylda leitar skjóls og barnið fæðist. Að BetlehemsvöIIum, þar sem hirð- arnir sitja hljóðir kringum bál og þögn næturinnar er skyndilega rofin og flutt eru mestu tíðindi veraldar: „Yður er í dag frelsari fæddur. Dýrð sé Guði í upphæðum og friður með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á. “ Tómas Gudmundsson

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.