Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 19

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 19
Fréttamolinn Jólatréssala -Frá Kiwanisklúbbnum Ölver Þorlákshöfn Þetta er 28 manna klúbbur sem gerir ýmislegt annað en sitja fundi. Á tímanum frá í október til maí ár hvert. Það eru ýmis styrktarverkefni sem tekin eru fyrir og má nefna að á síðasta ári var gefið sjón- varp í Grunnskólann, verðlauna- bikarar í skák hjá ungum skák- nemendum. Þá var gefið til kirkjunnar í bekkjarkaup. Svo var stutt við bakið á björgunar- sveitinni hér á staðnurn, einnig voru keypt endurskinsmerki til að gefa. í skólana en lögreglan var á undan með það þctta árið. Þá er rétt að geta þess að við í Ölver verðum með jólatréssölu 18. desember og heimkeyrslu á pöntuðum jólatrjám þ. 23. des. og einnig flugeldasölu 27.-31. des. Hér hefur verið stiklaö á stóru af því sem gert er árlega í Ölver. Styrktanefndin Að brynna þyrstum vegfarendum Guðlaugur Þórarinsson heitir maðurinn eða Laugi í Fells- koti eins og hann er stundum nefndur. Laugi hefur nú nýverið söðlað um og tileinkað sér nýja atvinnugrein sem fellst í því að blanda og hanna ýmsar gerðir drykkja og brynna þyrstum vegfarendum sem leið eiga í Gjána á Selfossi, en eins og margir vita þá voru viðhöfð eigendaskipti á því fyrirtæki ekki alls fyrir löngu og er Guðlaugur því jafnframt hinn nýji eigandi veitingahússins. Ekki er annað að sjá en að pilturinn sé nokkuð búralegur, þar sem hann rennir augunum yfir þyrsta hjörðina. Hér eru vegfarendur langt að komnir, allt austan frá Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og Þorlákshöfn og ekki er annað að sjá en Laugi sé búinn að ausa í drykkjarkerin. Tannlæknastofan Egilsbraut 14 S: 3535. Auglýsir opnunartíma: Miðvikudaga 13.00- 17.00 Fimmtudaga 09.00- 17.00 Föstudaga 09.00- 17.00 Opið um helgar eftir nánara umtali. GLEÐILEG JÓL Pökkum viðskiptin á liðnu ári. Friðrik H. Ólafsson Tannlæknir. Fréttamolinn FM Læknisbústaðurinn sem ætlunin er að fá undir rekstur dvalarheimilisins. Eyrarbakki: Dvalarheimili fyrir aldraða Fimmtudaginn 14. nóvember var stofnað nýtt félag á Eyrar- bakka. Félagið hlaut nafnið Samtök áhugamanna um dvalar- heimili á Eyrarbakka. Stofn- fundur félagsins var með fjöl- mennustu almennu fundum sem hér hafa verið haldnir um árabil. Yfir fimmtíu manns komu á fundinn og gerðust fimmtíu fundarmanna stofnfélagar sam- takanna. Áberandi var að margt ungt fólk var í þeim hópi. Eins og nafn félagsins ber með sér er markmið félagsins að koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða á Eyrarbakka. Það er mál manna að umræðu um stofn- un slíks heimilis megi rekja ein 40 ár aftur í tímann. Stefnt er að því að leigja Sólvelli fyrrverandi læknisbú- stað þorpsins af sveitarfélaginu undir starfsemina. Gerðar verða nokkrar endurbætur á húsinu bæði hið ytra og innra. Endur- bætur svo og væntanlegur rekst- ur heimilisins verða í höndum félagsins. Átta vistherbergi verða í húsinu og geta þrjú þeirra hýst tvo menn. Fjöldi vistmanna verður á bilinu 8-11 manns. Stefnt er að því að afla fjár til framkvæmdanna með frjálsum framlögum fyrirtækja, félaga og einstaklinga innan sveitarfélagsins og utan. Á fund- inum var kjörin undirbúnings- stjórn til að undirbúa málið frekar, scmja stofnskrá og ræða við opinbera aðila um framgang málsins. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að taka heimilið í notkun á miðju næsta ári. Frekari upplýsingar veita, ef óskað er, Ási Markús sími 3120 og Inga Lára sími 3443. Fréttatilkynning Messur og ann- að helgihald í Hveragerðis- prestakalli 14.-31. des, ’85: Laugard. 14. des: Barnaguðsþjón- usta Þorlákskirkju kl. 11. Sunnud. 15. des: Messa kapellu N.L.F.Í. Hveragerði kl. 11. Barnaguðsþjónusta Hveragerðis- kirkju kl. 11 (Sævar, Klara, Guðrún íris, Signý). Fjölskyldumessa Þorlákskirkju kl. 14. Ungt fólk annast messugjörð að hluta. Kór Grunnskólans syngur undir stjórn Sólveigar Jónsson. Stef- án Þorleifsson og Kristín Sigfúsdóttir stjórna almennum söng. Sigríður Kjartansdóttir leikur á orgel. Sunnudagur 22. des: Barnaguðs- þjónusta Hveragerðiskirkju kl. 11. Jólatónleikar Hveragerðiskirkju kl. 21. Bel Canto kórinn Garðabæ syng- ur jólasöngva. Stjórnandi Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Við orgelið Gústaf Jóhannesson. Aðfangadagur: Aftansöngur Þor lákskirkju kl. 18. Aftansöngur Hveragerðiskirkju kl.21. Jóladagur: Messa Kapellu N.L.F.Í. Hveragerði kl. 11. Messa Kotstrandarkirkju kl. 14. Skírnarmessa Hveragerðiskirkju kl. 16. Annar jóladagur: Messa Hjalla- kirkju kl. 14. 28. des: Kirkjukvöld Þorlákskirkju kl. 17. Ræða Helgi Sæmundsson, einsöngur Ólafur Magnússon frá Mosfelh við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Kirkjukórinn o.fl. 29. des: Messa Strandakirkju kl. 14. 31. des: Aftansöngur Hveragerðis- kirkjukl. 18. Barnastarf í Þorlákskirkju byrjar aftur 11. janúar og verður á hverjum laugardegi kl. 11. Barnastarf í Hveragerðiskirkju byrjar 5. janúar og verður á hverjum sunnudegi kl. 11. Viðtalstími er í Egilsbúð Þorláks- höfn á þriðjudögum kl. 12.30 -14. Viðtalstími er í Hveragerðiskirkju á miðvikudógum kl. 16-19, sími 4698. Heima.ími 4255. Gleðilega hátíð. Tómas Guðmundsson

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.