Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 23

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 23
Fréttamolinn Fréttamolinn Þrúður Sigurðardóttir: Fréttir úr sveitinni „Sælt veri fólkið, gott er bless- að veðrið. Já þvílík einmuna blíða.“ Þetta er það sem oftast heyrist ef fólk hittist, enda ekki að undra þó fólk á Suðurlandi tali um góða tíð. Eldra fólk man vart annað eins blessað vor og sumar eins og var nú 1985, snjóléttur vetur ’84. Semsagt vetur sumar vor og haust, með smá undan- tekningum, blessuð blíða og það á Suðurlandi. Kannski er þetta uppbót á þrjú síðast liðin rigningarsumur? Þökk sé guði fyrir allt gott, ekki síst góða og göfuga tíð. En erfitt er að gera svo öllum líki í allri blíðunni og þurrkun- um. Þá skeði það að víða þorn- uðu vatnsból og lækir sem aldrei höfðu þorrið og þá fór maður ósjálfrátt að kvarta að betra væri minna og jafnara. En svo kom hressileg rigning í september og allt lagaðist. Hér úr okkar ágætu sveit og sveitarfélagi veit maður ekki annað en að mannlíf sé nokkuð gott, oftast nóg vinna við sjávar- síðuna, uppbygging og fram- kvæmdir miklar bæði í Þorláks- höfn og sveitinni, loðdýrabú þjóta upp á mörgum jörðum, stór og vegleg mannvirki eru byggð yfir dýr þessi, „af stórhuga mönnum“. Einnig spretta upp fiskeldisstöðvar á einum 6-8 stöðum í sveitarfélaginu. Síldveiðum er nú lokið og bárust um 4500 tonn á land hér í Þorlákshöfn, en það er um 10% af því heildarmagni sem veiða mátti af síld á þessu ári og er það mikil minnkun ef miðað er við undanfarin ár. Eru menn því fremur óhressir með þá þróun mála að fara með svo skertan hlut frá borði í síldarverkun, eins og raunin varð á í haust. Von er til að fastari skorður verði á síldveiðum næsta haust, og að sú aðferð sem stendur til að koma á í sambandi við veið- arnar, að hver bátur verði að landa vissu magni af úthlutuðum aflakvóta sínum í frystingu, gefi betri raun og hægt verði þá frekar að samræma veiðar og vinnslu á hagkvæmari hátt en verið hefur undanfarin ár. Af þeim 4500 tonnum af síld sem landað var hér í Þorlákshöfn fóru um 1600 tonn í frystingu, en hitt í salt og sér verkun ýmiskon- ar. í Vestmannaeyjum var land- að um 5000 tonnum af síld og fóru af því um 3700 tonn í frystingu. Lítið var saltað í Eyj- um og Eyjamenn illa fjarri góðu gamni í síldarsöltuninni. í Grindavík var landað tæplega 7000 tonnum af síld og fóru um 2000 tonn af því í frystingu. Koma Grindvíkingar best út úr síldarsöltuninni af þessum þrem- ur stærstu verstöðvum, sem meg- inþorri nótabátanna er frá. Grindavík varð jafnframt hæsta löndunarverstöðin á síldarver- tíðinni. Um 22000 tonnum af síld var landað til söltunar á svæðinu frá Já það er blómlegt í Ölfus- hrepp'i! Svo hefur víða verið borað og leitað eftir meiri varma úr iðrum jarðar. Gamalt máltæki segir, mikill vill alltaf meira. Flestir leita eftir heitu vatni, en fá lítið uppskorið og verða fyrir vonbrigðum, aðrir eftir köldu vatni, én fá þá upp heitt. Það má segja að duttlunganna gæti j afnt neðan j arðar sem ofan, en þótt vonbrigða gæti með bor- un á sumum stöðum, þá segja fróðir menn og fræðingar að mikill hiti muni samt leynast í undirdjúpum í Ölfusi og víðar. En við sem búum hér á austur- kanti byggðum góðar vonir með hitagjafa er borað var í Gljúfur- árholti. Það má segja að sú von lifir enn, nógur er hitinn í vestur- sveitinni eins og allir vita. Við hin höldum í vonina sem búum milli hitasvæðanna vestast og austast í sveitinni. Ég sagði í FM í febrúar í fyrra að félagslíf væri ekki mikið í sveitinni, nema þá helst kvenfé- lagið sem léti að sér kveða. 28. október hélt kvenfélagið Berg- þóra kynningar og fræðslufund í Félagsheimili Ölfusinga sem staðsett er í Hveragerði, þangað voru allir velkomnir og boðið var upp á heitt kaffi óg dýrindis meðlæti. Gestir fundarins vorú Guðrún Höfn í Hornafirði til Vopna- fjarðar, er það um 50% af því síldarmagni sem leyfilegt var að veiða og er mjög líklegt að menn þar eystra séu ánægðir með sinn hlut. Þessi mikla löndun fyrir austan skapaðist mest vegna ó- tíðar í október og fyrripart nóv- ember, svo erfitt var fyrir bátana og stundum ókleift að sigla vest- ur með landinu með síldina og að svo til allur flotinn hóf strax veiðar og engu landað til fryst- ingar. Af öðrum veiðum og tíðarfari: Mjög góð tíð hefur verið síð- astliðinn hálfan mánuð og gæftir því góðar en afli hefur verið mjög lítill. Á línuna hefur verið ræfils rjátl öðru hvoru og hefur afli komist upp í 5,5 tonn í lögn hjá einum bát, en í heildina hefur þetta verið mjög lélegt. Nokkrir bátar eru byrjaðir á netum og hefur afli verið mjög tregur hjá þeim. Einna best hef- ur fiskast í dragnótina þar hefur verið kolakropp og var t.d. afl- inn hjá Dalaröstinni vel á annað hundrað tonn í nóvember. Ágætis afli hefur verið hjá togurum undanfarið kom t.d. Þorlákur inn 24/11 með fullfermi eftir þriggja daga veiðiferð. Hjá trollbátunum hefur lítið gengið og er haustið búið að vera mjög lélegt hjá þeim. Líklegt er að veiðar margra Agnarsdóttir alþingismaður er ræddi um hvers vegna kvenna- framboð og Hjörtur Jónsson fiski- ræktarbóndi er rædddi um lax- eldi og fleira. Að erindum þessum loknum, svöruðu þau spurningum fund- armanna. Var þetta fimmta haustið sem kvenfélagið stóð fyr- ir svona kynningar og fræðslu- fundi. Árið 1981 komu Ingi Tryggva- son formaður Stéttarsambands bænda og Jónas Jónsson búnað- armálastjóri. Pá var rætt um kvótann og landbúnaðarmál. 1982 komu Hulda Valtýsdóttir formaður skógræktarfélags íslands, ræddi um skógrækt og Jón Helgason ráðherra, þá for- seti sameinaðs alþingis, sagði frá störfum sínum sem slíkum. 1983 fékk félagið Salóme Þorkelsdóttur forseta efri deild- ar Alþingis, er sagði frá fjölgun kvenna á Alþingi og Hjördísi Hákonardóttur borgardómara er ræddi um réttindi kvenna í óvígðri sambuð. 1984 kom Þuríður Pálsdóttir söngkona sefn ræddi um breyt- ingarskeið kvenna og karla og Þór Hagalín á Eyrarbakka er sagði frá jarðefnaiðnaði á Suðurlandi. Fundir þessir hafa heppnast vel og þótt fræðandi og skemmti- legir. Vetrarstarf okkar hófst á báta hefjist ekki aftur eftir stopp- ið nú um jólin og áramótin, fyrr en uppúr miðjum janúar, því ef útgerðarmenn taka sóknarkvóta á skip sín á næsta ári, sem líklegt má teljast, því útlit er fyrir að sóknardögum verði eitthvað fjölgað á vetrarvertíðinni. Þá taka menn eins mikið af stopp- dögum í byrjun janúar og hægt er, svo þeir þurfi ekki að stoppa eins mikið seinnipart vertíðar þegar veiðivonin er meiri. Er þetta ein viðleitni stjórn- valda í stjórnun á þeirri ofstjórn- un sem sjávarútvegurinn býr við í dag, og er því vonandi að útgerðarmenn geti gert út skip sín allt árið, velji þeir sóknar- kvótann, en þurfi ekki að vera með bátana frá veiðum of stóran hluta ársins, eins og búið er að vera í ár. Vonandi kemur þetta vel út fyrir minni bátana, en þeir hafa margir hverjir farið illa út úr kvótakerfinu. Þrír bátar hafa bæst í flotann hér í Þorlákshöfn nú í haust en það eru Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60, 15 tonn að stærð, Lilli Lár GK 413, 9 tonn og Hafbjörg ÁR 39, 11 tonn (ex Sæbjörg VE 39). Hefur bátum af þessari stærð fjölgað mjög hér í Þorlákshöfn og heyrst hefur að verið sé að semja um kaup á tveimur bátum af svipaðri stærð í viðbót. Mega eigendur og áhafnir þessara báta búast við mikilli örtröð í vetur og langri löndun- arbið ef að líkum lætur, við þennan eina löndunarkrana sem er hér er á bryggjunum, verði ekki ráðist í að bæta þessa að- stöðu fyrir smábátana fljótlega. Að lokum vil ég óska Sunn- lendingum og landsmönnum öll- um gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir liðið ár. réttardaginn með veitingasölu við réttina og í félagsheimili og dansleik um kvöldið. 26. október buðum við heim vistheimilisfólki frá Ási í Hvera- gerði i eftirmiðdagskaffi og fleira. Síðan var stiginn dans og virtust allir hafa góða skemmtun af. 9. nóvember buðum við þrem kvenfélögum úr Rangárvalla- sýslu til kvöldfagnaðar ásamt mökum kvenfélagskvenna og heppnaðist það mjög vel, en um það sá heimboðsnefnd félagsins. 17. nóvember átti að veræ æskulýðsmessa í Kotstrandar- Árnað heilla: Þann 28/10 var frú Ragnheiður-Ólafs- dóttir sjötug, og langar mig, að senda þessum góða granna örfá árnaðar og þakkarorð af því tilefni. Þau hjón, en Ragnheiður er gift Björg- vini Guðjónssyni, fluttu hingað í byggð árið 1959, fyrir rúmum aldarfjórðungi, frá Dufþekju í Hvolhreppi þar sem þau bjuggu góðu búi. Þeim hjónum var fjögurra barna auð- ið, en Ragnheiður átti fyrir dóttur. Sá mannvænlegi hópur er löngu floginn úr hreiðri, en því oftar hlaupa barnabörnin um hlaðvarpann hjá afa og ömmu við Egilsbraut 22, þar sem þau hjónin reistu sér fagurt og hlýlegt heimili skömmu eftir komu sína í „Höfnina“. Mikil og farsæl þróun hefur orðið hér í Þorlákshöfn á því 35 ára tímabili, sem liðið hafa frá seinna landnámi staðarins. Það á við um flesta hluti svo sem hafnarskilyrði og slitlögð stræti o.fl. o. fl. en einna mest ahefur þó gróðri og uppgræðslu fleygt fram og heftingu sand- foks sem hér var til mikils baga. í garðinum þar sem Ragna les ber af trjám sínum á síðsumarkvöldum var sviðinn svörður og ef vind hreyfði, var sandurinn óðar farinn að fjúka, svíðandi og eyðandi gróðri. Þannig voru frumbýlisárin oft erfið. Það vantaði allt til alls. Það var svo gæfa staðarins, að hingað flutti búferlum margt úrvalsfólk, m.a. úr Árnes- og Rangárþingum, þeirra á meðal Björgvin og Ragnheiður. Fólk alið upp við átaka- vinnu frá æsku. Samheldni íbúa hins unga byggðarlags var með ágætum. Granni hjálpaði granna við að steypa upp og reisa íbúðarhús. Þannig spöruð- ust fjármunir, sem Selvogsbanki lét ann- ars í té, af mismiklu örlæti, eins og gengur. Þau hjónin gengu í öll störf.sem flest eru tengd sjónum og fiskverkun, en þau störf voru þeim töm, enda gjaldgeng vel á þeim vettvangi. Á þeim kjarna og * þessum störfum hefur veraldlegt gengi staðarins byggst. En enginn lifir á einu saman brauðinu, og kem ég þar að þeim þætti í sögu Rögnu sem mér finnst vera vel þess verður að minnst sé, en það er þátttaka hennar í félagsstörfum. Þann aldarfjórðung sem liðinn er frá komu Ragnheiðar hafa hlaðist á hana hin margvíslegustu félagsstörf. Lét hún slysavarnir mjög til sín taka, var formað- ur deildarinnar hér „Mannbjargar", og var nýlega kjörinn heiðursfélagi deildar- innar. Fyrir 25 árum var stofnað hér Söngfé- lag Þorlákshafnar að áeggjan og frum- kvæði Ingimundar heitins Guðjónssonar heiðursmanns. Söngfélagið sá um kirkju- söng í Hjallakirkju og Strandakirkju, auk þess að syngja við messur hér, sem þá voru oftast haldnar í barnaskólanum. Það kom þá oft í hlut Söngfélagsins að standa fyrir 17. júní hátíðahöldum og kirkju í tilefni af ári æskunnar, en henni varð að aflýsa sökum veðurs. Þar ætluðu nemendur úr barna og ganfræðaskóla Hvera- gerðis og Ölfus að sjá um með sóknarprest sínum og kennur- um. Síðan er hjá okkur eins og öðrum kvenfélögum innan SSK hafinn undirbúningur að jóla- trésskemmtun barna. Eins og sést á þessari upptaln- ingu þurfa félög ekki alltaf að vera fjölmenn til að geta starfað og það vel. Aðalatriðið er góð samvinna trúnaður og traust. Ekki meira pár að sinni. Gæfan fylgi okkur bæði til sjávar og sveita. Ragnheiður Ólafsdóttir. öðrum mannfagnaði. Var þá ósjaldan leitað til Rögnu að halda hátíðarræður af því tilefni, og hafði hún ætíð sóma af, en hún gerðist snemma virkur félagi í söngfélaginu. Það var svo í þessum hópi og kringum hann, sem neistinn kviknaði og hug- myndin mótaðist að byggingu veglegs guðshúss í hinni vaxandi byggð. Haustið 1975 var hugmyndin orðin að bjargfastri ákvörðun íbúanna. sóknar- nefnd kýs þá kirkjubyggingarnefnd og varð Ragnheiður kjörinn sá fyrsti og eini formaður þeirrar nefndar. Tíu árum og nær 50 fundum síðar, skilar nefndin, undir stjórn Ragnheiðar af sér fullunnu værki, við vígslu Þorlákskirkju þann 28. júlí s.l. Undirritaður var svo lánssamur að fá að tengjast þessu starfi sem ritari nefnd- arinnar og vill nú nota tækifærið og færa formanni þakkir fyrir samstarfið, sem aldrei bar skugga á. Þá ber að þakka rausnarlegav viðtökur og veitingar á heimili Rögnu, en þeir voru ófáir fund- irnir sem þar voru haldnir. Ragnheiður hefur nýlega birt í blöðum ítarlega og greinargóða skýrslu um sögu kirkjubyggingarinnar, og er þar fáu við að bæta. Ég vil þó í lok þessa stutta spjalls ítreka þakkir okkar íbúa Þorláks- hafnar fyrir þátt Ragnheiðar að fram- kvæmd þessa stærsta sameiginlega átaks okkar Þorlákshafnarbúa. Þar reið á, að halda strikinu þótt móti blési og umfram allt að sameina krafta þeirra mörgu, sem svo dyggilega studdu íverkið. Þar brást aldrei félagsþroski Ragnheiðar, auk þess, sem hún er gædd eiginleika, sjaldgæfum, hann ávinnst ekki, er ekki falur fyrir fé, næst ekki með völdum né aðstþðu, hún er höfðingi. Að lokum óska ég þér Ragna og fjölskyldu þinni alls árnaðar og blessunar í tilefni merkra tímamóta, og vona að síðdegið verði þér blessunarríkt. bened. Ragnheiður Ólafs- dóttir sjötug

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.