Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 17
FM Fréttamolinn
Fréttamolinn
FM
Framhald af þankabrotum nefndarmanna:
Þorleifur Björgvinsson oddviti:
Stórátaks er þörf
Senn líður að áramótum. Eftir
áramótin tekur þriðja kvótaárið
við með sínum skömmtunum og
takmörkunum. Óhjákvæmilegt
er að beita einhverjum tak-
mörkunum til að vernda þorsk-
stofninn og lengi má deila um
hve miklar þær eiga að vera. Ég
er í meginatriðum sammála
kvótakerfinu eins og það verður
framkvæmt á næsta ári og tel það
koma nokkuð réttlátlega niður
á fiskveiðum hér í Þorlákshöfn,
þótt alltaf megi eitthvað betur
fara.
Ný ísverksmiðja var vígð hér
23. nóvember og var þar með
stigið mjög stórt skref í útgerðar-
sögu Þorlákshafnar þar sem nú
er hægt að fá nægan ís í allan fisk
en eins og flestum er kunnugt
hefur það ekki verið hægt fram
að þessu nema með ómældum
kostnaði og tímaeyðslu. Það
hráefni sem berst á land hér í
Þorlákshöfn þarf ekki að batna
nemaum4% tilað skila jafnvirði
tveggja ísverksmiðja á ári í verð-
mætaaukningu. ísfélag Þorláks-
hafnar hefur einnig á stefnuskrá
sinni að byggja kælda fiskmót-
töku við höfnina og væri þá hægt
að landa öllum fiski hér beint í
hana hvort sem hann færi í
vinnslu hjá fyrirtækjum hér á
staðnum éða annarsstaðar þar
með talinn sá fiskur sem bíður
útflutnings ferskur í gámum.
Þetta myndi auka alla hagræð-
ingu í sambandi við löndun og
vafalaust bæta gæði aflans sem á
land berst auk þess sem fisk-
vinnslustöðvarnar fengju aukið
pláss í sínum húsum til annarra
hluta.
Það vekur nokkurn ugg hve
margir stórir og góðir bátar hafa
verið seldir burt af staðnum og
engir komið í þeirra stað. Það
sýnir kannski best hvernig á-
standið er orðið í útgerð og
fiskvinnslu hér á landi. Megin
orsök á þessum vanda er röng
gengisskráning en það gengur
illa að koma ráðamönnum þjóð-
arinnar í skilning um að það
verður að selja gjaldeyririnn á
því verði sem það kostar að
framleiða hann og bjarga þar
engar erlendar lántökur því þær
verður allar að borga að lokum.
Til að snúa þessu við þarf fólkið
í landinu að vita hvaðan verð-
mætin koma og hvar þau verða
til. Þau verða ekki til með því að
versla með verðbréf. Nei stór-
átak þarf að koma til og það
skeðurekki nema allir sem málið
varðar (þ.e. eiga hagsmuni af
sjósókn og fiskvinnslu) snúi bök-
um saman og standi fast á því
sem þeim ber.
Þorlákshöfn fór illa út úr síld-
arsöltun þctta árið vegna þess að
síldin veiddist á fjarlægum
miðum. Ég held að þessi vertíð
hafi sýnt okkur fram á það að
breytinga er þörf við veiðar og
vinnslu á síld til þess að koma í
veg fyrir svo stórar sveiflur sem
raun ber vitni. Kcmur þar tvennt
til greina að mínu mati. Auka
söltundarkvóta stöðva eða deila
því magni sem má salta jafnt á
milli báta og afgangur færi þá í
frystingu.
Mínar huglciðingar hér að
framan hafa ckki snúist neitt um
málefni svcitarfélagsins scm
slíks, þar scm ég veit aö það væri
að bera í bakkafullan lækinn því
allir hreppsnefndarmenn skrifa
í þetta blað í dag.
En málefni sjávarútvegsins
hljóta að vera málefni sveitarfé-
lagsins því velferð þess byggist á
honum. Ölfushreppur er vel
stæður þó að lausafjárstaðan sé
mjög slæm. Nægir að benda á
það að ríkið skuldar okkur 14
milljónir króna vegna skóla-
byggingar og vitum við ekki hve-
nær við fáum þá peninga inn.
Ákveðið hefur verið að ráðast
í byggingu íbúða fyrir aldraða á
næsta ári og er búið að ákveða
þeim stað sunnan Egilsbrautar á
lóð sem sýslan og Selfossbær
áttur en Ölfushreppur hefur nú
keypt. Þá hefur nýlega verið
ákveðið svæði fyrir væntanlegan
Þorleifur Björgyinsson.
miðbæjarkjarna og er hann fyrir
neðan Selvogsbraut á móti fél-
agsheimilinu og versluninni
Hildi. Þar er búið að ákveða
heilsugæslustöðinni stað og þótti
rétt að hún yrði í væntanlegu
hjarta bæjarins.
Ég vil að lokum færa lesendum
blaðsins svo og öllum Sunnlend-
ingum bestu jóla og nýárskveðj-
ur og vona að okkur verði öllum
komandi ár gæfuríkt.
Þorleifur Björgvinsson.
Stofnendur Útvegsmannafélagsins heiðraðir: F.v. Guðmundur
Friðriksson, Karl Karlsson, Benedikt Thorarensen og Hafsteinn
Asgeirsson formaður Ú.Þ.
Afmælishóf
Atvinna
Verkstjóri óskast í litla fiskverkun, helst með
matsréttindi. Upplýsingar á kvöldin í síma 3771.
Eins og skýrt var frá í síðasta
blaði eru á þessu ári liðin tuttugu
ár frá stofnun Útvegsmannafé-
lags Þorlákshafnar. Afþvítilefni
var efnt til veglegs afmælishófs í
Skíðaskálanum í Hveradölum,
laugardaginn 23. nóv. að við-
stöddu fjölmenni félagsmanna
og gesta. Aðild að félaginu eiga
útvegsmenn á Eyrarbakka og í
Þorlákshöfn.
Við þetta tækifæri heiðraði
stjórn útvegsmannafélagins þá
Benedikt Thorarensen, Karl
Karlsson og Guðmund Friðriks-
son, en þeir beittu sér fyrir
stofnun félagsins.
Félaginu voru færðar gjafir.
LÍÚ færði félaginu að gjöf öll
bindi íslenskra Sjávarhátta, sem
formaður þess, Kristján Ragn-
arsson afhenti og Þórður Ólafs-
son verkalýðsformaður gaf fund-
arhamar einn mikinn frá Verka-
lýðsfélaginu Boðanum.
Tekið var til þess að menn
lögðust á eitt með að hvíla alla
umræðu um kvótamál þetta
kvöldið.
iY,aúS-
oö
*&&**»&***
. . _ r j i
i i i i n i i i
i i l i i i i l ■
Austurvegi 38, Selfossi, sími 1816/1817