Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 9

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Blaðsíða 9
Fréttamolinn Fréttamolinn Gestur Ámundason framkvæmdastjóri og Bjarni Jónsson vélstjóri í stjórnstöð. Brýn þörf Frárennsli og landbrot Skarð sem sjórinn myndaði nýlega fyrir neðan fiskverkunarhús Glettings hf. Eins og sjá má á sjórinn greiða leið á land upp. „Eg tel mjög mikla þörf vera á ísverksmiðjunni því hér hefur oft verið hörgull á ís og komið til mikilla vandræða af þeim sökum. Sérstaklega hefur skap- ast slæmt ástand hér að undan- förnu. Þurft hefur að sækja ís langar leiðir t.d. til Reykjavíkur og Grindavíkur með tilheyrandi aukakostnaði og óþægindum. Iðulega hefur komið fyrir að bátarnir hafa alls ekki fengið þann ís sem þeir þurfa og hefur þetta komið niður á hráefnis- gæðum." Þetta sagði Gestur Ámundason framkvæmdastjóri ísverksmiðjunnar er hann var spurður um nauðsyn þessara framkvæmda. Hann sagði að þeir hefðu verið að afgreiða í í síldarflotann að undanförnu og vissi hann ekki annað en mönn- um líkaði hann mjög vel. Gestur sagði þennan ís vera mjög frá- brugðin þeim hefðbundna skelís sem mest hefur verið notaður. „Hér framleiðum við svonefnd- an núll-gráðu ís sem á að geym- ast við núll gráður, en skelís aftur á móti frá núll gráðum upp í tíu stiga frost. Gæðamunurinn felst í því að þessi ís er sterkur og er alltaf í bráðnun og úr honum drýpur sífellt ofan í fiskinn. Frostísinn hefur aftur á móti tileinkun til þess að hjúpa sig yfir fiskinn og bráðnar ekki ofan í hann og kælir þar af leiðandi ekki.“ Hann nefndi sem dæmi til frekari glöggvunar, ef maður græfi sig í snjófönn, þá mundi snjóriiin bráðna í kring um hann og síðan hitnaði hjá honum í því húsi sem í kringum hann væri. „Það hefur aðeins borið á því hjá mönnum sem eru óvanir að nota þennan ís að þeir hafi keyrt of mikla kælingu á lestarrými skipanna en þá er sú hætta fyrir hendi að þessi ís geti hlaupið í frostkekki. Til þess að hann þjóni sínum tilgangi má hann ekki frjósa," sagði Gestur. Aðspurður sagði hann að bátaflotinn hefði mestallur not- að þennan nýja ís nú á síldarver- tíðinni en til væri undantekning með eitt fyrirtæki hér á staðnum, þar sem forráðamenn hafa verið með fordóma gagnvart þessum ís án þess að kynna sér þessa hluti nægilega vel. Hafa þeir sótt ís í stórum stíl í önnur byggðar- lög til að setja í skip hér við hliðina á ísverksmiðju Þorláks- hafnar. Blm. FM hitti að máli formann heilbrigðisnefndar Ölfushrepps og spurði hvað liði úrbótum á mengun í höfninni í Þorláks- höfn, en talsverð gagnrýni hefur verið meðal bátaeigenda á megnun í höfninni þar sem bátar þeirra eru útataðir í sora við að liggja í höfninni og þá sérstak- lega þeir eldri. „Þetta er búið að vera nokkuð vandamál í nokkur ár sem ekki hefur tekist að leysa. Það er ljóst að við þetta er ekki hægt að una og laus'n verður að finnast. Ekki þýðir að skipta um fríholt á bryggjum fyrr en frá- rennsli hjá fiskverkunum hefur verið veitt utan hafnar því fit- uefni leysa upp gúmí á bryggjum jafn harðan.“ Hér á eftir fylgir úrdráttur úr fundargerðum síðustu funda heilbrigðisnefndar varðandi þetta mál, þolendum til fróð- leiks. Á fundi heilbrigðisnefnda Ölf- ushrepps þann 26. september s.l. var enn rætt um frárennslis- mál í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir heilbrigðis- nefndar um úrbætur á frárennsli þorpsins sl. ár þykir nefndinni sem framkvæmdir hafi ekki verið sem skyldi. Var því ákveðið að skrifa hreppsnefnd og Lands- hafnarnefnd bréf þar sem þessir voru boðaðir til fundar með bréfi dagsettu 8. okt. til fundar 15. nóvember. Fundur með fulltrúum hrepps- nefndar og Landshafnar 15. nóv- ember: Aðalmál fundarins var eins og fyrr segir, frárennslismál þorps- ins og mengun hafnarinnar, mál nr. 2,ágangursjávar oglandbrot. Frárennslismálin voru rædd mjög ítarlega og fundarmenn töldu að skortur á samvinnu hrepps og landshafnarnefndar hefðu torveldað framkvæmd í úrbótum undanfarin ár. Fulltrú- ar hrepps og hafnarnefndar voru á eitt sáttir um nauðsyn á sameig- inlegu átaki við að koma þessu margra ára vandamáli í þann farveg að allt frárennsli fari utan hafnarinnar. Reifaðar voru ákv- eðnar leiðir sem dugað gætu, hvað varðar kostnað og fram- kvæmd þessa brýna verkefnis. Báðir aðilar lofuðu að ræða þetta mál ítarlega í hvorri nefnd fyrir sig og bera síðan árangurinn undir heilbrigðisnefnd. Heil- brigðisnefnd bindur við það von- ir að nú megi vænta að farsæl lausn náist loksins á þessu mara- þon vandamáli. Mál nr. 2: varnir gegn ágangi sjávar vestur af hafnarvita. Þar sem siór gengur á land og er þegar búinn að valda tjóni á landi. Fundarmenn sáu allir hversu brýnt er að efla þar varnir áður en nesið sem er elsti gróð- urblettur þessa staðar á ekki að verða sjónum að bráð. Einnig benti heilbrigðisnefnd ítrekað á óæskilega sandtöku úr Skötubót og spjöll á gróðri þar og hefði sú sandtaka orsakað meira sandfok á þeim slóðum, þ.e. í nágrenni Glettings hf. Jafnframt veikt sjávarkambinn fyrir ágangi sjávar. Sýndu fundarmenn skiln- ing á nauðsyn þess að stöðva þar sandtöku og gera ákveðnar úr- bætur þar á. Þennan sama dag 15. nóvember sönnuðu veður- guðirnir nauðsyn um varnir gegn ágangi sjávar, því brim æddi á land í nesinu og sjór braut sér leið innfyrir sjávarkamb í skötu- bót og er þar nú skarð fyrir skildi svo sjór á nú greiða leið allt að mannvirkjum ölettings og sand- ur bíður byrs. „Ég vona að ráðamenn í Þor- lákshöfn verði betur á verði gagnvart gróðurbreytingu í ná- grenni þessa byggðarlags. Dæm- in sanna það, að ekki má skilja eftir illa frágengin svæði svo sem í Skötubót og meðfram hita- veitulögninni, sem hefur látið á sjá vegna sandfoks af þeim sökum. Því er það nauðsynlegt þar sem sandtaka fer fram, að sáð sé í sárin svo sandfok byrji ekki. Ég vil minna á að menn hér fyrr á árum fengu sig fullsadda í sandbyljum hér í Þorlákshöfn og þá sérstaklega á Þorlákshafnar- vegi. Bílar á þessari leið komu sandblásnir og með matt gler úr viðureign sinni við sandinn, slíkt er óþarfi að endurtaka. Að síð- ustu vil ég segja við íbúa þessa hrepps: Fégrum umhverfi okkar, en spillum því ekki, því það er allra hagur,“ sagði Erlingur Ævarr að lokum. Frá Leikfélagi Hveragerðis: KJARTANSKVÖLD Þann 16. nóvember s.l. efndi leikfélag Hveragerðis til svokall- aðs „Kjartanskvölds" þ.e.a.s. kynningu á verkum hins vinsæla leikara og höfundar Kjartans Ragnarssonar. Sýningin var í Hótel Ljósbrá og var vægast sagt fullt út úr dyrum og þurftu marg- ir frá að hverfa. Áhorfendur tóku sýningunni mjög vel og var mikil stemming í salnum. Höf- undurinn Kjartan Ragnarsson var heiðursgestur kvöldsins og skemmti svo gestum í lok sýning- ar. Um 35 félagar tóku þátt í sýninguni og stóð undirbúningur í um það bil 2 mánuði, og vill Leikfélagið nota hér tækifærið og þakka þessu fólki fyrir vel unnin störf. Leikstjóri var Ragn- hildur Steingrímsdóttir og má telja það víst að það hve vel tókst til megi þakka henni. I sýningunni skiptust á leikin atriði, söngur og upplestur og var meira eða minna drepið nið- ur í öll verk Kjartans. Upphaf- lega var bara áætluð þessi eina sýning, en vegna mikillar að- sóknar voru tvær aukasýningar Kór Leikfélags Hveragerðis. og bauð Leikfélagið ellilífeyris- þegum á aðra þeirra. Við vonum svo að allir hafi skemmt sér vel. Næsta verkefni okkar verður, ef að líkum lætur, grímuball á þrettándanum fyrir yngri borgarana. Síðan verður leikrit ársins væntanlega frum- sýnt um miðjan mars og svo „Kabarett" á síðasta vetrardag. Og! Hvergerðingar! Ef þið hafið áhuga á að starfa með líflegu og skemmtilegu félagi þá hafið samband. K jartan les upp úr verki sem hann er með í siníðum. Úr Saumastofunni, frá vinstri: Steindór, Stína, Alla Magga, Hanna María, Dottý, Inga og Berglind. Troðfullur salur og ailir í hátíðarskapi.

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.