Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Qupperneq 11

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Qupperneq 11
Fréttamolinn Fréttamolinn FM Hjónin Gunnar Markússon og Sigurlaug Stefánsdóttir, starfsfólk Egilsbúðar. Hjólbarðaþjónusta Sendi viðskiptavinum mínum bestu jóla og nýársóskir. Þakka viðskiptin á liðnu ári. Öll almenn viðgerðaþjónusta. NEGLIEINNIG ALLAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA. Opið kl. 12.30 til 16.00 Allar almennar stærðir tilálager. alla virka daga. Einnig Þórður G. Sigurvinss. opið flestöll kvöld og um Lýsubergi 8 Þorlákshöfn. helgar. SÍMI3756 fr ^353 Árarnótin ’83-'84 átti bókasafnið 4000 bindi bóka, það er opið 18 klst. í viku og 1983 voru lánaðar út 8810 bækur, eða hver bók rúmlega tvisvar sinnum. Var þetta að meðaltali um 8 bindi á hvern íbúa staðarins, sem eru nær tvöföld meðalútlán hreppa- bókasafna landsins. Núverandi stjórn safnsins skipa: Benedikt Thorarensen, sem verið hefur formaður frá upphafi. Páll Þórð- arson, Sigurður Þórleifsson, Guðfinna Karlsdóttir og Oddný Ríkharðsdóttir. í Egilsbúð, sem segja má að hafi innan sinna veggja bókasafn og myndarlegan vísi að minja- og náttúrugripasafni, má sjá margt annað en bókarrekka og í Egilsbúð og á hennar vegum fer því fram mun meiri starfsemi en sem snýr að safninu einu. Má þar nefna að verið er að skrá sögu sveitabýlisins Þorlákshafn- ar sem hvarf með öllu 1950 og reynt að sjá til þess að sem minnst glatist at sögu staðarins síðan m.a. með því að halda til haga myndum, blaðaúrklippum og öðru sem þá sögu varðar. Ekki er ætlunin hér að fjalla frekar um starfsemi Egilsbúðar, heldur var ætlunin að reyna að gera sögu Bókasafnsins einhver skil, þó stiklað hafi verið á stóru. Því varð að ráði að spyrja Gunn- ar Markússon bókavörð, sem frá upphafi hefur haft með safnið að gera hvað honum væri efst í huga á þessum tímamótum safnsins? „Mér er enginn sérstakur at- burður minnisstæður. En efst í huga mér er það hvað hrepps- nefndir Ölfushrepps á þessu tímabili hafa gert miklu betur við þessa stofnun en velflestar hreppsnefndir á landinu hafa gert við sín bókasöfn. Á sama tíma og t.d. Reykja- víkurborg borgar ekki lágmark • til þessara hluta samkvæmt lögum, þá borgar hreppsnefndin hér tvöfalt. Það hljóta allir að sjá hvað það er stórkostlegt að vinna undir svo jákvæðri afstöðu hreppsnefndarmanna, ekki bara núna eftir að þetta fór að verða eitthvað, heldur frá upphafi. Þessari afstöðu má svo þakka það, að við eigum hér myndar- lega stofnun, Egilsbúð, og stát- um þar af starfsemi sem tæplega á sér hliðstæðu í svipað stórum byggðarlögum, höfum m.a. náð að skrá sögu staðarins og safna upplýsingum um þróun hans, nokkuð sem við erum öfunduð af. „Hefur þessi almennu videó- væðing heimilanna ekki haft á- hrif á útlán bókasafnsins og ertu ekki hræddur um að myndbönd. þegar fram líða stundir. eigi eftir að ganga frá bókinni dauðri? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, og þó. Þegar sjónvarpið kom í upphafi þá duttu útlánin það árið niður um helming, en það jafnaði sig á rúmu ári. Árið 1972 kom svo önnur sveifla og minnkuðu útlán úm 10-15% af ástæðum sem ég kann ekki að skýra. En það jafnaði sig einnig næsta ár á eftir. V íst minnkaði aðsókn og útlán svolítið eftir að þessar þrjár ví- . deóleigur tóku til starfa hér. Sláandi minni útlán eru svo í haust en voru í fyrrahaust, þann- ig að árið 1985 kemur heldur lakara út en 1984. Að einhverju leiti spilar vídeóið inní og það er eftirtekt-, arverð mun minni aðsókn barna í haust en verið hefur, en skýringin getur líka legið í og með í því, hvað véðrið hefur verið gott og krakkarnir hrein- lega ekki komið í hús. En við eigum ennþá okkar föstu kúnna úr hópi barnanna sem koma í hverri viku og eru sannkallaðir lestrarhestar. Einn veit ég um sem hreinlega liggur í bókum, enda fær hann ekki fleiri en 8 bækur á viku. Hvort útlánin eiga eftir að aukast aftur, eins og þau gerðu eftir fyrri sveiflurnar, verður bara að koma í ljós. En það, hvort vídeóið eigi eftir að gera bókina úrelta og óþarfa? Nei, ég hef enga trú á því og óttast það ekki. í framtíð- inni verður bókinni sjálfsagt stillt upp við hliðina á myndsegul- böndum og öðrum miðlum." „Að lokum Gunnar, átt þú þér einhverja ósk Egilsbúð til handa?“ „Jú, þær eru nú ansi margar og til þess að þær geti ræst þarf meiri peninga. Við erum nú í um 100 fm. húsnæði, sem er orðið allt of Iítið. T.d. gáfu hjónin Páll Þórðarson og Jórunn Valdimars- dóttir safninu stórt tímaritasafn sem ekki er hægt að nýta sem skyldi vegna húsnæðisþrengsla. Svo er og verður fljótlega um fleiri hluti. En ég hef engar áhyggjur, þetta á eftir að lagast. Þetta safn er ekki nema tuttugu ára gamalt og byggðin hér aðeins rúmlega þrjátíu ára gömul, svo það er ekki hægt að ætlast til að allir hlutir séu strax komnir í endanlegt horf.“ Bókasafniö tuttugu ára Gunnar stendur hér við skeljasafn sem hann vinnur að uppsetningu á um þessar mundir, sem telur á þriðja hundrað tegundir íslenskra skelja. Gunnar hefur verið bókavörður við safnið frá upphafi og fyrstu 13 árin vann hann við safnið endurgjaldslaust. Þakka má Gunnari öðrum mönnum fremur, dugnaði hans og ósérhlífni hvað Þorlákshafnarbúar eiga í dag gott og myndarlegt bókasafn. ur um sameiginlegan rekstur Bókasafns hreppsins og skólans og fór sú starfsemi áfram fram í skólanum, við frekar erfiðar að- stæður. Einnig varð sú breyting á að Sigurlaug Stefánsdóttir, eig- inkona Gunnars er kennt hafði handavinnu við skólann, var ráð- in til starfa við hið sameiginlega safn haustið 1981. Þessi samvinna bókasafns hrepps og skóla hélst til 1982 en þá var ákveðið , að sameina hreppssafnið og minjanefndina í nýja stofnun sem í viröingar- skyni við Emil Thorarensen var nefnd Egilsbúð og var hún form- lega opnuð á Þorláksmessu á sumri það sama ár. Var þar með stigið stórt skref í þá átt að reyna að gera bókasafnið að alhliða menningarmiðstöð. Kostnaðin- um við rekstur Egilsbúðar var skipt niður þannig að bókunum er reiknaður 3/4 hlutar kostnað- arins en öðrum hlutum safnsins 1/4 hluta hans. Eins og áður sagði var bóka- eign safnsins í lok starfsársins 1965 209 bindi, safnið opið átta sinnum og lánaðar út 242 bækur. Þann 29. október s.l. voru tuttugu á liðin frá því að Bóka- safn Þorlákshafnar var fyrst opn- að íbúum staðarins til afnota, en þeir voru þá um 400 talsins. Bókareignin hljóðaði upp á 209 bindi og um áramótin ’65-’66 hafði safnið verið opið 8 sinnum og alls látlaðar út 242 bækur. Forsagan að stofnun Bóka- safnsins er sú, að á sjötta ára- tugnum náðust saman 119 bækur í Þorlákshöfn, sem seinna urðu uppistaðan í bókareign safnsins, en ekkert hentugt húsnæði fannst fyrir starfsemina. En snemma árs 1956 gekk Gunnar Markússon nýráðinn skólastjóri Barnaskólans á fund Gylfa Þ. Gíslsonar menntamálaráðherra og ræddi við hann um bóka- safnsmál íbúa Þorlákshafnar, en þeir sem og aðrir íbúar Ölfus- hrepps höfðu aðgang að sameig- inlegu bókasafni Ölfus og Hveragerðishrepps sem staðsett var í Hveragerði, en um 25 km leið þurfti að fara um torfarinn vegaslóða og nýttu þorpsbúar sér þar af leiðandi lítið safnið í Hveragerði. Málin þróuðust svo þannig, að 29. apríl 1965 kaus hrepps- nefnd Ölfushrepps Bókasafninu stjórn og í henni voru: Benedikt Thorarensen formaður, Jón Guðmundsson gjaldkeri og Gunnar Markússon ritari og jafnframt ráðinn bókavörður. Safnið fékk frítt inni í skólanum, og fram til 1978 voru engin laun greidd fyrir vinnu við safnið, heldur voru Gunnari reiknuð sömu laun og hann hafði í kennslunni, þrjár stundir fyrir hverjar tværsem safnið varopið, og aurarnir notaðir til bóka- kaupa, en Gunnar kaus sjálfur að hafa þennan háttinn á. Safnið óx og dafnaði, en lítt í samræmi við það húspláss sem því var ætlað, og má þar fyrst og fremst þakka útsjónarsemi og ósérhlífni forráðamanna safnsins. Árið 1977 vargerðursamning-

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.