Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Síða 13
FM
Fréttamolinn
/
Islenskir karlmenn eru
-Á yfirveguðu spjalli við Chad, stúlku frá Hjaltlandi sem vinnur hjá Meitiinum.
„Það sem vakti mest athygli
mína er ég kom fyrst til Islands,
var hvað mér þótti íslenskir karl-
menn vera óvenju stórfættir, en
það er trú okkar heima á Hjalt-
landseyjum þar sem ég er fædd
og uppalin, að fótastærð karl-
manna sé í réttu hlutfalli við
kyngetu þeirra.“
Þetta sagði Chad Shannek
Garforth starfsstúlka hjá Meitl-
inum, þegar hún var innt eftir
því hvað henni hefði þótt athygl-
isverðast við fyrstu kynni af landi
og þjóð, en hún hefur í fjórgang
komið til íslands og stundað
fiskvinnslustörf.
Hún er myndarleg stúlka hún
Chad, glaðværðin uppmáluð og
....mér þótti íslenskir karlmenn
vera óvenjulega.....
mælir ágætlega á íslenska tungu.
Hún er laus og liðug, dýralæknir
að mennt, og eins og áður sagði
fædd og uppalin á Hjaltlandseyj-
um, en einnig hefur hún átt
heima í Kenya, Canada og Ást-
ralíu, þar sem fjölskylda hennar
er búsett núna.
„Ég kom hingað fyrst 1979 og
fór að vinna í fiski á Þingeyri,
síðan á Vopnafirði, Patreksfirði
og nú síðast hér í Þorlákshöfn.
Milli þess sem ég vann á þessum
stöðum tók ég mér góð frí og
notaði þá peningana sem ég
hafði lagt fyrir í ferðalög vítt og
breytt um heiminn."
En hvað er það sem veldur
því að svo vel menntuð stúlka
velur sér það hlutskipti að koma
hingað norður á hjara veraldar,
eins og svo margar erlendar
stúlkur hafa gert, og vinna í
fiskvinnu. Störf sem sífellt erfið-
ara hefur gengið að manna með
innlendu vinnuafli á undanförn-
um árum, þó svo að í störfum við
sjávarútveg sé fjöregg efnahags-
lífs þjóðarinnar falið.
„Ég var stödd í London og sá
þar auglýsingu þar sem auglýst
var eftir fólki til fiskvinnslustarfa
á íslandi, en mér hafði ekki
boðist nógu vel launað starf við
dýralækningar. Nú, sennilega af
eintómri ævintýraþrá, ákvað ég
að slá til og prufa þetta einu
sinni. Mig grunaði ekki þá að ég
-Chad Shanneck
kemur frá Hjalt-
landi, er dýralæknir
að mennt og vinnur í
fiski. Hún er spes....
....tók ég mér góð frí og notaöi
þá peninga sem ég hafði lagt
fyrir í ferðalög....
ætti eftur að vera hér allan þenn-
an tíma, en ég hugsa að það
komi til af því að mér finnst
ísland fallegt land og íslendingar
svo gott fólk, og hér er hægt að
hafa það reglulega skemmtilegt.
Vinnan er aftur á móti mjög
erfið og krefjandi, en launin allt
of lág og vinnutíminn oft æði
langur. Ekki er verbúðarlífið
alltaf til að hrópa húrra fyrir, þó
stundum geti það verið mjög
skemmtilegt.
íslendingar höfða mest til mín
af þeim þjóðum sem ég hef
kynnst og líkjast fólkinu heima
á Hjaltlandseyjum í mörgu, þó
þið hérna séuð komnir miklu
lengra í allri tæknivæðingu. Á
margan hátt vildi ég að hlutirnir
væru eins heima og þeir eru
hérna, en ég fæ víst engu um það
ráðið.“
„En hvernig notar þú frístund-
irnar?“
„Að undanförnu hef ég notað
frístundirnar til að skrifa barna-
bók sem ég hef myndskreytt.
Bókin fjallar um tröllafjölskyldu
sem flytur vestan af fjörðum og
sest að hér fyrir sunnan. í athug-
un er að gefa bókina út innan
tíðar.“
„Hvað finnst þér um íslenska
karlmenn fyrir utan fótastærð
þeirra ?“
„íslenskir karlmenn eru svo-
lítið spes. Þeir eru ákveðnir og
vita hvað þeir vilja og eru lausir
við alla þessa uppgerðar tillits-
semi og hægversku í samskiptum
við veikara kynið, sem karlmenn
....bókin fjallar um fjölskyldu
sem flytur vestan af fjörðum...
flestra annarra þjóða hafa tamið
sér. Karlmenn hérna ganga alltaf
hreint til verks og maður veit
hvar maður hefur þá. Virkilega
menn að mínu skapi.“
„Nú ert þú á förum eftir ára-
mót. Ætlarðu að koma aftur?“
„Ég veit það ekki, það er
aldrei að vita. Það hefur alltaf
eitthvað togað í mig að koma
aftur, því áður hef ég haldið mig
fara héðan í síðasta sinn. Jú, jú,
ætli maður eigi ekki eftir að
koma aftur. Ég gæti alveg hugs-
að mér að setjast að á íslandi ef
ég kynntist rétta manninum og
myndi giftast," segir Chad að
lokum og hlær við.
Sendum
Porlákshafnarb ú um og
öðrum S unnlen dingum
bestu jóla og
nýárskveðjur.
BORGAREY hf.
útgerð Snætindur ÁR 88
Þorlákshöfn
Þorlákshafnarbúar
•*
Olfusingar:
Gleðileg jól, gæfuríkt
komandi ár. Pökkum við-
skiptin á árinu sem er að
liða. .ík
Já HAGTRYGGEVG HF
Umboðið Þorlákshöfn s:3648
Óskum Þorlákshafnarbúum og Sunn-
lendingum öllum gleðilegra jóla:
Netagerðin lngólfur Vest-
mannaevjum sími 1235.
Hargreiðslustofa ÖNNU
Austurvegi 44 sími 2309
Selfossi.
' Málningarþjónustan s.f.
Eyrarvegi 29 Selfossi. Páll
Arnason málarameistari.
Verkfræðistofa Suðurlands
Heimahaga 11 sími 1776
Selfossi.
Auðhjörg hf. Þorlákshöfn.
Stokkseyrarhreppur.
ÁRFOSS Eyrarvegi 37 Sel-
fossi sími 1120.
Búnaðarasamband
Suðurlands.
r.i (
n.i
JÓLINKOMA
Sunnlendingar athugið!
Leitið ekki langt yfir skammt með
innkaup á jólatrjám. Jólatrén fást á
Horninu íHveragerði (hjápylsuvagn-
inum).