Fréttamolinn : óháð fréttablað - 15.12.1985, Qupperneq 14
Fréttamolinn
Fréttamolinn
FM
Þankabrot nefndarmanna
nokkrum rituðum orðum hjá öllum en Engilbert Hannesson á Bakka
hreppsnefndarmönnum Ölfus- gat af óviðráðanlegum orsökum
hrepps. Hér á eftir má lesa hug- ekki orðið við þeirri beiðni.
leiðingar frá sex nefndarmönnum,
Fjórtánda tölublað FM er jafn-
framt það seinasta sem kemur út á
árinu 1985. Af því tilefni þótti útgef-
endum vel við hæfí að leita eftir
Þorvarður Vilhjálmsson:
Hér býr duglegt
fólk
Aðstandendur Fréttamolans
hafa farið þess á leit við okkur
sveitarstjórnarmenn að við rit-
um nokkur þankabrot í síðasta
tölublað Fréttamolans 1985.
Mér er ijúft að verða við þessari
ósk, þó eftirtekjan verði eflaust
rýr hjá mér.
Ég vil byrja á því að þakka
þeim Fréttamolamönnum mynd-
arlega blaðaútgáfu. Það er þýð-
ingarmikið að halda úti góðu
staðarblaði hér sem annarsstað-
ar, en kostar mikla vinnu og
ósérplægni af þeim, sem fyrir
slíku framtaki standa.
Tíminn líður hratt, atvik og
uppákomur mynda samfellda
keðju. Svo kemur smá anddakt
og við tyllum okkur á vegkant-
inn. Lítum til baka, horfum fram
og hyggjum að kennileitum svo
okkur verði ljóst hvar við erum
stödd. Nú eru jól og áramót
fram undan. Þá er venja að
staldra við, gera reikningsskil og
jafnvel heitstrengingar varðandi
góð áform. Þetta er eflaust
hverjunt holt. þá ekki síst þeim
sem vasast í sveitarstjórnarmál-
um.
Þegar ég lít nú um öxl rennur
upp fyrir mér að senn eru átta ár
frá því ég var kjörinn í fyrsta
sinn til að starfa í sveitarstjórn
Ölfushrepps. Þessi átta ár hafa
verið viðburðarík og hraðfara
finnst mér nú. Þegar ég settist
við að koma þessu greinarkorni
á blað leit ég í smápistil sem ég
skrifaði í blaðkorn á vordögum
1979. Þar gerði ég grein fyrir
fyrstu reynslu minni af sveitar-
stjórnarmálum ásamt því sem
hæst bar um þessar mundir hér í
hreppnum. Það er fróðlegt að
rifja upp það helsta sem þarna er
týnt til varðandi aðkallandi
framkvæmdir hér og bera saman
við staðreyndir í dag. Á árinu
1979 er uppbygging hitaveitu
Þorlákshafnar vitaskuld efst á
baugi. Hitaveitan er nú farsæl-
lega í höfn og sennilega eitt af
því sem gerir hér hvað byggileg-
ast.
Þegar kemur að verkefnum
sem áformuð eru á eftir hitaveit-
unni verður fyrst fyrir frekari
uppbygging grunnskólans og
stefnumörkun til lengri tíma
varðandi skólann. Skemmst er
frá því að segja að skólabygging
hefur verið allt að því árlegt
viðfangsefni síðan 1979 og er
ekki lokið enn. Segja má að nú
sé svo komið að ekki sé um
bagaleg þrengsli í skólanum að
ræða, þó enn sé margs vant á
þeim vettvangi. Þá liggur fyrir
myndarlegt framkvæmdarplan
varðandi framhaldsuppbyggingu
skólans. íþrótthús vantarsárlega
og er það alvörumál, jafn mikil-
vægt það er að geta skapað
börnum og unglingum góða að-
stöðu til líkamsræktar. Næst á
Þorvarður Vilhjálmsson.
eftir skólabyggingu er talin fyrir-
huguð leikskólabygging. Leik-
skólinn er nú fullbyggður og
kominn í gagnið fyrir nokkru. I
þriðja lagi nefnd sundlaugar-
bygging í Þorlákshöfn. Það
mannvirki er einnig búið að taka
í notkun fyrirnokkru. Sundstað-
ur er dýrmætur, ekki síst í
sjávarplássi. Þá er okkur ofar-
lega í huga afrek sem ungmenni
héðan úr Þorlákshöfn hafa
unnið. Okkur ber skylda til að
hlúa eftir föngum að slíku af-
burðafólki sem leggur á sig
ómælt erfiði og ver miklum tíma
til þjálfunar í íþrótt sinni.
Sem langtímaverkefni er nefnt
til varanleg gatnagerð og fegrun
umhverfis. Að þessum málum
hefur verið unnið mikið undan-
farin ár. Hcfur jafnvel sumum
þótt nóg um. cnda eru hérkostn-
aðarsamar framkvæmdir nefnd-
ar. Ég hef búið í Þorlákshöfn í
hartnær 15 ár, sannarlcga hefur
orðið mikil breyting á staðnum
á þessu tímabili. Finnst- mér
gatnagerðin, lagning gangstétta,
þökulagning gróinna svæða og
almcnn snyrting umhvcrfis ein
allra ánægjulegasta breytingin
sem hér hefur orðið á þessum
tíma.
Loks cr talin bygging félags-
heimilisins og frekari nýting
jarðhita. Scgja má að ekkert
hafi lengst af miöað í málum
fclagsheimilisins. Á síðasta vetri
var þó hafin undirbúningur að
framhaldi af uppbyggingu, feng-
in drög að nýrri teikningu húss
ofan á kjallarann. Erþarfenginn
grundvöllur að undirbúningi
frekari framkvæmda. Frekari
nýting jarðhita hefur verið
nokkur, vegur þar sennilega
þyngst nú um stundir mikil
gróska í uppbyggingu fiskeldis-
stöðva.
Af þessari upptalningu sést að
margt hefur áunnist, annað
gcngið miður. Sífellt er nú dreg-
iö úrframlögum ríkisins til fram-
kvæmda. Slíkt bitnar að sjálf-
sögðu á hinum ýmsu fram-
kvæmdum á vegum sveitarfé-
lagsins. Að fenginni reynslu
treystast sveitarstjórnarmenn
ekki til að leggja út í kostnaðar-
samar framkvæmdir nema þátt-
taka ríkissjóðs sé áður tryggð.
Á það ber einnig að líta að það
er ekki einungis þröngt í búi í
ríkisbúskapnum. Nú er afkoma
heimilanna með þeim hætti að
tilgangslaust er að spenna bog-
ann í sameiginlegum rekstri okk-
ar á sveitarfélaginu.
Nú sýnist mér að málum sé
þannig varið að verkefnin eru
óþrjótandi en efnin takmörkuð.
Við slíkar aðstæður er þýðing-
armikið að hagsýni sé gætt í
rekstrinum. Ég vil meina að það
hafi tekist vonum framar. Kost-
að hefur verið kapps um að gæta
aðhalds, ýmis risna og önnur
fínheit ekki viðgengist í stórum
stíl hér í sveit. Stjórnunar-
kostnaður og mannahald í lág-
marki og lítið um stórar veislur,
utanlandsreisur engar að telja
má. Þetta er eflaust klénn ele-
gans en fyrir vikið sennilega
fleiri krónur runnið til fram-
kvæmda. Það finnast mér ekki
slæm skipti.
Sjá allt er það harla gott kunna
menn að segja eftir þennan
lestur. Ekki er það nú svo vel,
hér hafa skipst á skin og skúrir.
margar vonir hafa brugðist, eitt
og annað sem menn hafa baslað
við komið fyrir lítið eins og sagt
er. Hér í Þorlákshöfn hafa menn
jafnvel oftar en einu sinni lent
meðal hafranna þegar þeir hafa
verið aðgreindir frá sauðunum í
þjóðfélaginu. Slíkt er dapurleg
en lærdómsrík reynsla. Lands-
pólitíkin er margslungin og flók-
in jafnvel svo að grandvart fólk
og vel þenkjandi getur lent þar í
dimmum kimum, svo dimmum
að illa sést til átta.
En forsjónin er okkur hliðholl
og sendir okkur góðæri til lands
og sveita og raunar metafla til
sjávar að því er sagt er. Okkur
almúgamönnum kemur svo
spánskt fyrir sjónir að á sama
tíma er það nú mesta ógæfa
bænda ef þeir lenda í því að
framleiða meira í ár en í fyrra.
Sömuleiðis sýnist nú fiskverk-
endum og útvegsmönnum helst
bjargræði í því að hætta vinnslu
og leggja skipum áður en þau
lenda undir hamrinum. En á
. meðan þessi undarlegu álög
ganga yfir, þvarga menn um
bjór, útvarpsstöðvar og flutning
á hugviti. Einföldu fólki flýgur í
hug að gera mætti bragð úr því ef
þessir glaðbeittu hugvitsmenn
kipptu þessum undarlegu málum
í liðinn áður en þeir snöruðust
með allt sitt hugvit út fyrir land-
steinana.
Nóg um það. Hér í Höfninni
er fólk framtakssamt, duglegt og
enn eru bjartsýnismenn meðal
vor. Myndarleg ísstöð risin og
skipum haldið til veiða. Vinnsla
sjávarafla drifin þótt móti kunni
aó blása. Á komandi vori kjós-
um við nýja sveitarstjórn. Von-
andi veljast þá til starfa
skynsamt, velviljað og framtaks-
samt fólk. Mitt sæti er sannar-
lega laust, átta ár er hæfilegur
tími í hreppsnefnd. Ekki vegna
þess að mér hafi leiðst eða menn
verið mér vondir. Öðru nær,
þetta hefur verið áhugaverður
og lærdómsríkur tími. En sveit-
arfélag er hagsmunafélag allra,
til að stjórna því á að velja sem
flest hæfileikafólk á svæðinu.
Nýjar og ferskar hugmyndir
halda við þeim andblæ sem stuðl-
ar að framför og farsæld.
Ég óska lesendum öllum gleði-
legra jóla og farsæls komandi
árs.
Þorvarður Vilhjálmsson.
Þrúður Sigurðardóttir:
Jólafasta
Hvað rennur í gegnum hugann
þá, ekki það sem oftast fyllir
hugann aðra daga, dægurþras,
hreppsmál eða pólitík? Það eru
þá frekar skólamál, þau tilheyra
æsku okkar, sem allra annarra
landa heims, nú er ár æskunnar
að renna út. Hvað höfum við
gcrt henni til góðs? Vonandi
margt sem minnisstætt verður. s
Hvað er okkur dýrmætara cn
æskan scm á að erfa landið? Og í
sömu hugrcnningu, hvað er eins
sjálfsagt hjá okkur, eins og að
hlúa vcl að okkar aldraða fólki.
Þau eru máttarstoðir okkar
þjóðfélags. Höfum við sýnt þcim
þann sóma sem okkur bcr?
Svona mætti lengi spyrja og
svari nú hver fyrir sig. Erum við
ekki stundum ósanngjörn, þessi
eldri sem crum, í garð æsku-
fólks, viljum við ekki oft kenna
þcim um fleira en þau eiga skilið,
ekki cr það unga fólkið scm
fjármagnar og aflar allra þeirra
fíkniefna cr flæða yfir landið
okkar öllum til ævarandi skaða
sem því ánetjast og varla getum
við látið okkur detta í hug að
það séu þau sem stunda okur-
lánastarfsemi cr nú tröllríður
þjóðfélagi okkar, hvað hcldur
þú?
Örfá orð og hugrenningar!,
því nú styttist í blessuð jólin, þá
vaknar upp í manni barnið sem
maður var á fjölmennu heimili í
stórum systkinahópi, mikið sióð
til og mikið átti að gera og mikið
var gert, hreingerningar, bakstur
og svo þurfti að sauma föt á öll
börnin því enginn mátti fara í
jólaköttinn.
Allir þráðu þó eitt mest, að
hann pabbi yrði heima, cn ekki
að togarinn yrði á sjó um jólin.
Síðan upplifir maður þetta allt
sjálfur fullorðinn. Hvað er betri
guðs gjöf en góð heilsa og hópur
heilbrigðra barna. Stórar og
smáar fjölskyldur hittast og sam-
einast á stórhátíðum, eins og
t.d. á jólunum. Fallegt er að sjá
geislandi barnsandlitin, sem
stara á jólaljósin og fletta skraut-
pappír utan af fallegum gjöfum.
Von mín er sú að allir þegnar
okkar þjóðar cigi góð og gleðileg
jól og gæfu og gengi um ókomin
ár.
Fréttamolinn er að verða
ársgamall, ckki hár aldur það,
en þið ungu menn, Einar og
Hjörleifur til hamingju með árs-
Þrúður Sigurðardóttir
--------------------------7------
afmæli blaðs ykkar. Haldið á-
fram á sömu braut. Ykkar unga
blað er svo sannarlega ánægju-
legur heimilisvinur aðra hverja
viku.
FM Fréttamolinn
Asberg Lárenzínusson:
Nokkrar hugleiðingar
í árslok 1985
Þegar maður sest niður með
þessar hugleiðingar og stingur
niður penna, þá kemur fyrsta
hugsunin upp í huga manns,
hvort nokkuð sé um að skrifa.
Eitt af met aflaárum þjóðar-
innar er að líða hjá og gott verð
fengist fyrir sjávarafurðir okkar
á öllum mörkuðum. Á þá ekki
allt að vera í góðu gengi, og fólk
og fyrirtæki sem eru við sjávar-
síðuna að stunda þennan at-
vinnurekstur að vera í sjöunda
himni og allir ættu að una hag
sínum vel. En því miður þá
virðist vera allt önnur útgáfa af
þessu, kannski ekki kolsvört, en
mjög dökk.
Hvað hefur skeð í annars okk-
ar góða þjóðfélagi? Skyldi lausn-
ina vera að finna í misgjörðum
misvitra stjórnmálamanna í gegn
um árin, vegna atkvæðasmölun-
ar og pólitískrar fyrirgreiðslna,
en þjóðahagur látinn sitja á
hakanum.
Ekki vil ég nú alhæfa slíkt, en
óneitanlega kemur þetta oft upp
í huga manns. Mikið er rætt um
offjárfestingu og er ýmislegt til í
því, en hvar skyldi sú offjárfest-
ing vera mest og óhagkvæmust.
Eftir því sem maður kemst næst
er sjávarútvegurinn ekki nema
lítill hluti af erlendu lánasúp-
unni. Maður hlustaði á fjóra
spekinga í útvarpinu nýlega og
þá kom það fram að iðnaðurinn
ætti þar stóran hluta, en það
tilheyrir orkuveislunni miklu og
síðan nýtt fyrirbrigði að reka
ríkið á erlendum lánum.
Nei, sannleikurinn er sá að
það er búið að mjólka sjávarút-
veginn það mikið, að nú er svo
komið að hann rís ekki undir
allri þessari óráðssíu. Og alltaf
skal það vera þannig að þegar
verið er að skipta kökunni, þá
skal það fólk sem vinnur við
þennan höfuðatvinnuveg bæði
til lands og sjávar alltaf sitja á
hakanum og fiskvinnlufyrirtækj-
um ekki búin þeim skilyrðum að
geta greitt mannsæmandi laun,
hvað þá standa við sína skatta og
skyldur. Fjármagnskostnaður
þessara fyrirtækja er gífurlegur,
og það er verk stjórnmálamanna
að lagfæra þá hluti, eða eru þ.eir
ekki alltaf úr öllum bönkum að
tala um að fækka bönkum og
lagfæra bankakerfið. Ég hef ekki
heyrt annað í mörg ár. Eða eru
það hinir svokölluðu sérfræðing-
Hrepp-
snefndarf-
ulltrúar Ölf-
ushrepps
létta á
hjarta sínu
um þjóðmál
og byggð-
armál al-
mennt á
þessari
opnu.
Oddvitinn
hnýtir þetta
upp á næstu
síðu t.h.
ar og allskyns spekingar sem
ráða ferðinni. Mér hefur fundist
það mjög miður hvað umræðan
um sjávarútveginn hefur verið
neikvæð hjá vissum hópum í
þjóðfélaginu undanfarin ár, og
ég held að fólk átti sig ekki á því
hversu alvarleg slík umræða get-
ur verið fyrir þennan aðalat-
vinnuveg þjóðarinnar. Þekking-
arleysið er mikið, þó einkenni-
legt megi virðast.
Stundum hefur það hvarflað
að mér að stjórnmálamenn
margir hverjir, geri sér ekki full-
komlega grein fyrir því hvað er
að gerast í þessum sjávarpláss-
um, sems hafa haldið þessari
þjóð á floti.
Það er hægt að skrifa mikið
Ásberg Lárenzínusson.
um sjávarútvegsmál, eins og t.d.
markaðsmálin, uppboðin á tog-
urunum, með hliðsjón af því
sem er að gerast í málefnum
hafskips o.fl. o.fl. en ég læt hér
staðar numið að sinni.
En í þessum hugleiðingum
mínum kemur alltaf fram í huga
mínum sjávarplássin og framtíð
þeirra. Ég segi enn og aftur enn
að þau eigi að hafa forgang hvað
varðar afgreiðslu hjá fjárveiting-
arvaldinu um hin lögbundnu
framlög til uppbygginga.
Þorlákhöfn, sem er dæmigert
sjávarpláss er mjög ungt að
árum, þarf miklu meiri uppbygg-
ingu en dæmi eru til í sambandi
við opinberar uppbyggingar ef
ekki á að stéfna í óefni. Mér
hefur fundist alltof lítill skilning-
ur hjá þingmönnum okkar til
þessara mála, nema því sé þann-
ig varið að þeir ráði ekki við það
kerfi sem þeir hafa búið til.
Mér er ekki kunnugt um af-
greiðslu frá fjárveitinganefnd
nú okkur til handa, það er ekki
komið enn (1. des).
Beiðnir Ölfusshrepps um fjár-
veitingar úr ríkissjóði 1986 voru
bessar:
Uppgjör ríkissjóðs á byggingu
grunnskóla 2.-3. áfanga, auk
þátttöku ríkissjóðs í öðrum
mannvirkjum v/grunnskóla.
Undirbúnings fjárveitinga
vegna 4. áfanga grunnskóla.
Undirbúningsnefnd vegna
hönnunar á íþróttahúsi.
Bygging heilsugæslu.
Félagsheimili, undirbúnings-
fjárveiting.
Fréttamolinn
FM
Iþróttavöllur, hlaupabraut,
girða svæðið og koma upp bún-
ingsaðstöðu.
Auðvitað gerir maður sér
grein fyrir að það er í mörg horn
að líta hjá fjárveitingarnefnd á
hverju hausti.
En það vakna óneitanlega hjá
manni ýmsar spurningar, þegar
ráðherra útbýtir milljón hér og
milljón þar utan fjárlaga.
En þrátt fyrir allt böl og stríð
og ýmsar framkvæmdir, sem
maðyur vonaðist að væru komn-
ar af stað hér í bæ seinki eitthv-
að, þá verður baráttunni haldið
áfram.
En engum ætti að dyljast það,
að bærinn okkar hefur tekið
miklum stakkaskiptum síðustu
árin. Og bæjarbúar hafa lagt sig
fram um að gera lóðir sínar og
umhverfi fallegt, og ber að
þakka það sérstaklega.
Mín kynni af fólki hér segja
mér að hér býr dugmikið fólk og
þakka ég góða viðkynningu í
gegnum árin um leið og ég óska
ykkur öllum gleðilegra jóla, árs
og friðar.
Þankabrotum nefndarmanna
lýkur á næstu síðu.
Kristín Þórarinsdóttir:
Stiklað á stóru um
öldrunarmál
Það má segja að við náum
líkamlegum hámarksþroska um
25-30 ára aldur. Eftir það fer að
halla undan fæti á flestum svið-
um líkamlegs þreks. Þó að ekki
komi fram nákvæm skilgreining
á öldrun eða elli, er það víst að
því lengur sem við lifum, þeim
mun meiri breytingar verða á
líkama okkar, vefjum hans, líf-
færum og líffærakerfum. Breyt-
ing á sér stað hjá öllum einstakl-
irgum, en hún gerist mishratt
eftir aðstæðum. Við þessar
Freytingar minnkar viðnáms-
þrekið og okkur verður hættara
við áföllum og sjúkdómum en
áður. Ýmsir umhverfisþættir
skipta einnig miklu máli, t.d.
tryggur fjárhagur, félagslegt ör-
yggi, virkni til hugar og handar
o.s.frv. Það er gangur lífsins að
eldast, en það er fyrst þegar
sjúkdómar og önnur óhamingja
steðjar að, að málið fer að
vandast. Þáverðurhvereinstakl-
ingur að finna að hann tilheyri
þjóðfélaginu og þjóðfélagið
verður að vera fært um að leggja
fram skipulega hjálp sem ein-
staklingurinn hefur þörf fyrir.
Félagslegar ráðstafanir:
a) Félagslegar ráðstafanir þar
sem leitast er við að sinna grunn-
þörfum hins aldraða og skapa
honum heimili, og
b) Heilsufarslegar ráðstafanir
þar sem ráðstafanir beinast fyrst
og f remst að sérhæfðri þj ónustu.
í huga almennnings er nokkuð
á reiki hvað átt er við þegar talað
er um vistrými fyrir aldraða.
Vistunarrými er oftast skipt í
tvo meginflokka:
Eftirfarandi möguleikar eru:
1. íbúðir aldraðra (sérhannað-
ar), fyrir einstaklinga og hjón.
2. Þjónustuíbúðir aldraðra,
einnig fyrir einstaklinga og hjón,
en á slíkum heimilum er meiri
þjónusta en í venjulegum íbúð-
um fyrir aldraða.
3. Vistheimili: a) Almenn vist
þar sem mikil þjónusta er innt af
hendi, nær öll húsverk unnin af
starfsfólki heimilisins og vist-
menn fá að auki allar máltíðir á
heirr.ilinu auk annarra þjónustu.
b) Sjúkradeild þar sem vistmað-
ur þarf meiri umönnun en í
almennri vist, hjálp við klæðnað,
stuðning við gang o.s.frv.
Skilgreining frá Öldrunar-
Iftkningadeild Landspítalans
(Ársæll Jónasson í apríl 1981).
Kristín Þórarinsdóttir.
Á undanförnum árum hafa
verið byggðar íbúðir hannaðar
með þarfir aldraðra í huga. Segja
má að það fyrirkomulag sem
þessi hús hafa upp á að bjóða sé
gott svo Iangt sem það nær, en
ætla mætti að ekki væri hugsað
til enda hvað fylgir því að verða .
gamall. Staðreyndin er sú, eins
og fram hefur komið, að með
hækkuðum aldri fylgir aukin
tíðni sjúkdóma, auk þess sem
fylgifiskar ellinnar fara þá að
segja allt meira til sín. Af þessu
leiðir að fylgjast þarf með heilsu-
fari aldraðra, en í íbúðum er
ekkert reglulegt eftirlit. Ég álít
að aðeins með fyrirbyggjandi
aðgerðum gegn áhættuþáttum
ellinnar, ásamt þeirri aðstoð er
hver og einn þarfnast, aukist
líkur aldraðra á að geta búið sem
lengst í þessum íbúðum og á
þann hátt komið í veg fyrir
ótímabæra innlögn á langlegu-
stofnanir.
Þess vegna tel ég mikilvægt að
heilsugæslustöð sé staðsett í ná-
munda við íbúðirnar og einnig
að dvalarheimili sé á sama svæði.
þannig skapast oetri þjónusta og
öll heildar umsjón verður betri.
Mikilvægast af öllu er að gam-
alt fólk þarf á öryggi og oft á
eftirliti að halda, en gæta verður
jafnan vandlega sjálfsvirðingar
hins aldraða og réttar hans til
einkalífs. En fyrst og fremst er
það þörfin fyrir ástúð, umönnun,
heilsuvernd, heilsugæslu og
endurhæfingu, þ.e.a.s. auka
sjálfsbjargargetur sjúklings því
þörfin fyrir þjálfun er mikil. ÖIl
endurnýjun fer fram á heilsu-
gæslustöð.
í sveitafélagi okkar er, eins og
flestir vita, búið að ákveða að
byggja íbúðir. Skipuð var 5
manna nefnd, byggingarnefnd,
og er hún nú að vinnaa út frá
teikningum sem nú liggja fyrir
og koma malinu í örugga höfn.
Sú þjónusta sem íbúar þessarra
íbúða fá er með svipuðu sniði og
hún er í dag, þ.e.a.s. heimilis-
hjálp, þeir sem óska eftir heimil-
ishjálp fá hana, þá er farið eftir
þörfum hvers og eins, hversu oft
viðkomandi þarf á heimilishjálp
að halda og í hvaða formi.
Heimahjúkrun og öll læknis-
hjálp stjórnast frá heilsugæslu-
stöðinni. Önnur hjálp eins og
heimsending matar ef þörf er á
og margt fleira er þjónusta sem
skapast þegar fram í sækir. Efla
þarf félagsstarf til muna með
margvíslegum hætti. Vel hannað
dvalarheimili er nauðsynlegt að
hafa í hverju byggðarlagi, því
það er erfitt fyrir hinn aldraða að
hrekjast í burtu í framandi um-
hverfi þar sem hann þekkir eng-
an og enginn þekkir hann.
I hverju sveitarfélagi á að
starfa þjónustuhópur í tengslum
við heilsugæslustöð, eins og fram
kemur í lögum um málefni aldr-
aðra, sem hefur því hlutverki að
gegna að gera athugun á þörfum
aldraðra í umdæminu og sér til
þess að þeir fái þá þjónustu sem
þeir þarfnast.
Ég legg á það ríka áherslu að
íbúðir aldraðra, heilsugæslustöð
og dvalarheimili sé staðsett á
sama svæði, eins og aðalskipulag
segir til um. Ég er mótfallin því
eins og byggingarnefnd hefur
verið að vinna að og samþykkja,
að staðsetja þessar byggingar í
þrennu lagi. Að mínu áliti er
svæðið sunnan Egilsbrautar
kjörinn staður fyrir þessar bygg-
ingar eins og búið var að ákveða.
Ég hef drepið á helstu punkta
sem mér eru hugleiknir nú um
öldrunarmál.
Að lokum vil ég segja að
atvinnuþátttaka aldraðra virðist
samkvæmt ýmsum rannsóknum
vera mun meiri á íslandi en í
nágrannalöndunum. Samfélagið
ætti að auðvelda öldruðum eftir
megni með viðeigandi aðgerðum
að stunda vinnu sem lengst og
álít ég það vera algjört skilyrði
fyrir andlegri vellíðan aldraðra
að þeir haldi sjálfsvirðingu sinni
nokkurn vegin óskertri, takist
að aðlaga vinnuaðstöðu skertri
starfsgetu þannig að hinn aldur-
hnigni þurfi ekki að hrökklast af
vinnumarkaði of snemma.
Það er mikils virði fyrir hvern
og einn að fá að eldast með
reisn. Allir vilja verða gamlir og
lifa sem iengst, en enginn vill
vera gamall.
Kristín Þórarinsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Tek að mér alla
HEIMIR GUÐMUIMDSSON
BYGGINGAMEISTARI, LYNGBERGI 5
815 ÞORLÁKSHÖFN SÍMI 99 3893
almenn tré-
smíðavinnu úti
og inni, útvega
allt efni sem til þarf. Hef umboð fyrir gler frá
Samverk hf. Hellu.
Ef þig vantar að fá eitthvað smíðað t.d. glugga,
gluggafög, útihurðir, sólbekki, eða hvað sem er,
hafðu þá samband, ég sé um framhaldið.
Óskci Porlákshafnarbúum og öðrum viðskiptavi
um gleðilegra jóla, árs og friðar. Þakka viðskiptir
liðnu ári.