Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Page 6

Skessuhorn - 28.09.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 20226 Rýmka reglur vegna líflamba- flutnings LANDIÐ: Samkvæmt ósk Matvælastofnunar hefur Svandís Svavarsdóttir mat- vælaráðherra samþykkt breytingu á reglugerð til að flytja megi á milli landsvæða lömb sem hafa verndandi eða mögulega verndandi arfgerð gegn riðu. Samkvæmt fyrri ákvæðum reglugerðarinnar var flutningur lamba óheim- ill inn á svæði þar sem greinst hafði riða. Til að vinna megi gegn sjúkdómnum telur Mat- vælastofnun mikilvægt að hægt sé að flytja lömb á fæti frá einu riðusvæði til annars að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Skilyrði er meðal annars sett um að sóttvarnar- svæðið sem lömbin koma frá sé minna sýkt af riðu en svæðið sem þau eru flutt á, eða að útbreiðsla riðu á svæðunum sé sambærileg. Þar sem ætla má að eftirspurn eftir þessum lömbum sé meiri en framboð hefur Matvælastofnun skil- greint hvaða svæði og bæir skuli njóta forgangs við kaup á lömbum með verndandi arf- gerð gegn riðu. -mm Markaður fyrir greiðslumark LANDIÐ: Í byrjun nóv- ember verður markaður fyrir greiðslumark í sauðfé. „Umsóknum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 1. nóvember. Nánari upplýsingar um mark- aðinn s.s. um forgang við úthlutun má finna á afurd.is,“ segir í tilkynningu frá mat- vælaráðuneytinu. Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður sömuleiðis haldinn 1. nóvember næstkomandi. „Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Til- boðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila raf- rænt á afurd.is. Opnað hefur verið fyrir tilboð. Tilboðs- frestur rennur út á miðnætti 10. október nk.“ -mm Fræðsludagskrá hafin DALIR: Í vetur verður boðið upp á fræðsludag- skrá í Nýsköpunarsetri Dala- byggðar en markmiðið er að fá reglulega inn erindi og kynningar og halda utan um kaffispjall sem íbúar geta sótt vegna ákveðinna umræðuefna. Þriðjudaginn 20. september fór fram fyrsta kaffispjallið og sneri það að Frumkvæðissjóði DalaAuðar þar sem íbúar gátu mætt og rætt við Lindu Guð- mundsdóttir, verkefnastjóra, og aðra íbúa um hugmyndir að mögulegum verkefnum. Í tilkynningu á vef Dalabyggðar segir að kaffispjallið hafi verið bæði upplífgandi og fróðlegt. -gbþ Óháð nefnd yfirfari reikni- líkan Hafró LANDIÐ: Smábátafélagið Elding starfar á norðan- verðum Vestfjörðum. Á aðafundi félagsins nýverið var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að öll reiknilíkön sem Hafrann- sóknastofnun notar til ákvörðunar um ráðleggingu um heildarafla, verði rann- sökuð af óháðri nefnd sem í muni sitja fiskifræðingar sem ekki starfa hjá Hafró og síðan sjómenn sem stunda alls konar fiskveiðar við Íslandstrendur. Frétta- vefurinn bb.is greindi frá, en í ályktun Eldingar segir einnig: „Ljóst má vera að það er himinn og haf á milli upplifunar sjómanna til dæmis á stöðu þorskstofnins og það sem Hafró leggur til að megi veiða.“ -mm Rafmagn truflanir á nokkrum stöðum VESTURLAND: Sam- hliða vestan hvassviðri sem gekk yfir vestanvert landið á laugardagskvöldið og fram á sunnudag urðu bilanir á nokkrum stöðum í flutnings- kerfi rafmagns í landshlut- anum. Á laugardagskvöldið varð straumlaust frá klukkan 20 á línunni frá Mýrum að Hítardal. Viðgerð lauk um klukkan 4 um nóttina. Þá fór rafmagn af línunni frá Vatns- hömrum í Andakíl að Sel- eyri klukkan 8 á sunnudags- morgninum. Rafmagnsbilun varð á Skógarströnd í Dölum þegar staur við Dunká brotn- aði, einnig klukkan 8 að morgni sunnudags. Loks varð að taka rafmagn af hluta Skorradals um tíma á sunnu- daginn vegna bilunar í landi Indriðastaða. -mm Um 200 manns tóku þátt í flug- slysaæfingu Almannavarna og Isavia á Ísafjarðarflugvelli síðast- liðinn laugardag. Þar voru æfð við- brögð við flugslysi á eða við flug- völlinn. Að þessu sinni byggði æfingin á því að flugvél með 29 far- þega og áhöfn um borð hefði farist. Viðbragðsaðilar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi byggðarlögum tóku þátt í æfingunni. Aðgerðar- stjórn var virkjuð á Ísafirði sem og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík. Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, segir að æfingin hafi gengið afar vel. „Almannavarnir og Isavia stóðu sem fyrr í sameiningu að æfingunni í samstarfi við viðbragðsaðila á svæð- inu,“ segir Elva. „Æfing af þessu tagi er haldin til þess að starfsfólk flug- valla sem og björgunarsveitir, heil- brigðisstarfsfólk, lögregla, slökkvi- lið, Landhelgisgæslan, Rauði kross- inn og fleiri sem að þessum málum koma séu viðbúnir ef slys verður. Dagana fyrir æfingu var boðið upp á fræðslu í ýmsu sem tengist störfum viðbragðsaðila. Þeir viðburðir voru mjög vel sóttir. Liðsheildin í dag var afar skilvirk og samtaka. Allt eflir þetta samvinnuna í hvers konar hópslysum sem geta orðið á svæð- inu.“ Næstu flugslysaæfingar Almanna- varna og Isavia verða haldnar á Reykjavíkurflugvelli 1. október næstkomandi og síðan á Akureyrar- flugvelli 15. október. mm/ Ljósm. Landsbjörg/Ólafur Jón. Eins og greint var frá í síðasta tölublaði óskaði sameinað sveitar- félag Helgafellssveitar og Stykkis- hólmsbæjar í byrjun júlí eftir því við Örnefnanefnd að hún tæki til umsagnar tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag. Aug- lýst var eftir tillögum að nafni og rann út frestur til að skila inn til- lögum 1. júní. Alls bárust 72 til- lögur að nafni. Sveitarstjórn fór yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar. Af þeim nöfnum sem örnefnanefnd fékk til umsagnar telur hún nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu. Nefndin er einnig meðmælt því að kenna nýsameinað sveitar félag við Helgafell en telur ekki fara vel á því að nota eftirliðinn -sveit. Nefndin leggst hins vegar gegn nöfnunum Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Á fundi bæjarráðs Stykkis- hólmsbæjar og Helgafellssveitar 15. september sl. var samþykkt að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélagið. Á honum verður kynnt greinargerð Örnefnanefndar og boðið til sam- tals um niðurstöðu nefndarinnar og fyrirliggjandi tillögur. mm Þórsnesþing, Stykkishólmsbær eða Sveitarfélagið Stykkishólmur Fjölmenn flugslysaæfing var haldin á Ísafirði Í haustblíðunni í Stykkishólmi í síðustu viku. Ljósm. gj

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.