Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Side 11

Skessuhorn - 28.09.2022, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2022 11 Í síðustu viku lauk Unnsteinn Elí- asson grjóthleðslumeistari við endurbætur á býsna merkilegu mannvirki. Það nefnist Pétursvirki og stendur á jörðinni Englandi í Lundarreykjadal. Virkið var orðið illa farið og hafði laskast enn frekar núna í sumar, sennilega vegna jarð- skjálfta inni á afréttinum. Péturs- virki er hlaðinn steinstöpull; 2,66 metrar á lengd, 1,8 metrar á breidd og 1,6 metrar á hæð. Virkið er á Hrútaborgum á Englandshálsi og var byggt af Pétri Georgi Guð- mundssyni árið 1889, en þá var Pétur aðeins tíu ára gamall og sat yfir ánum þarna á hálsinum. Einstakt mannvirki Pétursvirki þykir einstaklega hag- anlega gert, ekki síst í ljósi þess hversu ungur hleðslumaðurinn var. Aðeins einu sinni áður, á þessum ríflega 130 árum sem liðin eru frá byggingu virkisins, hefur það verið lagfært. Það gerði Pétur sjálfur á fjórða áratug síðustu aldar. Á síðustu árum hefur virkið látið verulega á sjá en austur- og norð- urhliðar þess voru farnar að gliðna verulega og þá var orðin hætta á að virkið snaraðist yfir sig í austur. Sótt var um styrk til endurbóta úr Fornminjasjóði en virkið er frið- lýst af hálfu Minjaverndar frá árinu 1985. Umsókninni var hafnað. Hluti af stærra verkefni Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs, í samvinnu við Ungmennafélagið Dagrenningu og eigendur jarðanna Englands og Iðunnarstaða í Lundar- reykjdal, fékk hinsvegar styrk úr framkvæmdasjóði Ferðamannastaða til að hanna og skipuleggja útivist- arsvæði í kringum Englandslaug. Í því verkefni var meðal annars gert ráð fyrir endurbótum á Pétursvirki og Englandslaug. Þessi styrkur nýtt- ist til að ráða hleðslumeistara í við- gerð á Pétursvirki. Skipulags- og hönnunarvinnan er sömuleiðis vel á veg komin en hún er unnin af Eflu verkfræðistofu. Glæsileg viðgerð „Það er mikið gleðiefni að búið er að forða Pétursvirki frá eyði- leggingu og að það skuli varðveitt í sem upprunalegastri mynd. Unn- steinn Elíasson er einn fremsti grjóthleðslumaður landsins í dag og er viðgerðin á Pétursvirki enn ein sönnunin um það. Samverka- maður Unnsteins við endurbætur á Pétursvirki var Guðmundur Björnsson, nemandi við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri,“ segir Gísli Einarsson forseti Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs, en hann beitti sér fyrir því að ráðist yrði í verk- efnið og fjármögnun á því. Leiðin að Pétursvirki Fyrr í haust var lokið við það, af hálfu FFB, að stika leiðina frá Englandslaug að Pétursvirki en hún er 2,8 km löng. „Ástæða er til að ítreka að ekki er ætlast til að göngufólk noti hitaveitubrúna yfir Tunguá en það er bæði vara- samt og getur valdið tjóni. Ágætis vað er yfir Tunguá skammt fyrir ofan dælustöð hitaveitunnar og er leiðin þangað greinilega merkt með stikum. Í framtíðinni er vonast til að hægt verði að byggja göngu- brú yfir Tunguá enda liggja fleiri gönguleiðir þar um,“ segir Gísli Einarsson. mm/ Ljósm. Eva Rós Björgvins- dóttir Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Hunda- og kattaeigendur athugið Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina og er ormahreinsun hunda og katta innifalin í leyfisgjaldi. Hundahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 mánudaginn 24. október Kattahreinsun verður frá kl. 13.00-20.00 þriðjudaginn 25. október Staðsetning: Þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin) Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar • Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta og hundafári, verð kr. 4.000 • Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 5.000 • Ófrjósemissprauta í hunda og ketti, verð kr. 3.000-7.000 fer eftir þyngd • Bólusetningu gegn kattafári, verð kr. 4.000 Seinni hreinsun laugardaginn 5. nóvember. Athugið að greiða þarf með peningum - enginn posi verður á staðnum. Nánari upplýsingar veitir dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 Fimm þingmenn Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um eflingu strandveiða. Fyrsti flutningsmaður er Bjarni Jóns- son þingmaður í NV kjördæmi. „Þingsályktunartillögunni er ætlað að stuðla að eflingu félags- lega hluta fiskveiðistjórnunar- kerfins með því að festa strand- veiðar betur í sessi með auknum hlut í veiðiheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting afla- magns á milli aðgerða innan kerf- isins og hlutverk hverrar aðgerðar innan þess,“ segir í tilkynningu frá þingflokknum. „Ástæða er til að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan kerfisins með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýt- ast sem best smærri byggðar- lögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslandsstrendur.“ mm/ Ljósm. tfk. Vilja auka hlut strandveiða Pétursvirki forðað frá eyðileggingu Unnseinn Elíasson hleðslumeistari að verki loknu. Pétursvirki þykir einstaklega haganlega gert, ekki síst í ljósi þess hversu ungur hleðslumaðurinn var.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.