Skessuhorn


Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 28.09.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2022 17 Smáréttingar ehf. er fyrirtæki sem stofnað var á Akranesi árið 2004 en hefur allt frá upphafi aðal- lega starfað á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að þjónusta bíleigendur með lag- færingum á smádældum og rispum á bifreiðum, fyrirhafnarlítið og án málunar, en býður einnig upp á alls konar lausnir í yfirborðsmeð- höndlun og vörn bifreiða. Eigandi og annar af stofnendum er Skaga- maðurinn Jóhann Hafsteinn Haf- steinsson. Fyrir skemmstu tók hann þá ákvörðun að flytja starfsemina frá Kópavogi upp á Akranes. Íslensk veðrátta býður upp á alls konar tjón Blaðamaður Skessuhorn kíkti á Jóhann í síðustu viku á Akursbraut 11a þar sem hann leigir aðstöðu af Bílar og Dekk. Jóhann segir að Smáréttingar ehf. hafi verið frum- kvöðlar í því að bjóða íslenskum bíleigendum upp á ódýrari og fljótlegri lausnir en áður höfðu þekkst í bílaréttingum. „Bílar eru oft á tíðum býsna berskjaldaðir í umhverfi sínu og verða fyrir alls- konar skakkaföllum á lífsleiðinni. Íslensk veðrátta býður upp á alls- konar áfokstjón, sandblástur og málningarúða. Að ekki sé minnst á sementsryk. Íþróttaiðkun er landlæg en iðkendur misgóðir í sportinu eins og gerist og gengur. Tjón eftir golfkúlur og aðra bolta eru algeng. Viðgerð á tjónum af völdum ástríðufullra áramótaskot- hríðar og fallandi flugeldaprika hefur alltaf verið árviss viðburður í rekstri Smáréttinga og grýlu- kerti og snjóhengjur sem mætt hafa örlögum sínum á bílum lands- manna á umhleypingasömum vetri eru þekkt. Bílastæðamenn- ing landans í bland við sérhönnuð þrengsli, sístækkandi bíla og íslenska veðráttu svona yfirleitt, hefur þó alltaf vinninginn ef finna á stærsta orsakavaldinn þegar kemur að þessum hvimleiðu smátjónum.“ Hver kannast ekki við það að upp- götva dæld eða skemmd á bílnum eftir aðra bílhurð, búðarkerru í reyðileysisferð eða hreinlega ákeyrslu eða nudd þegar bílstjórar reyna af meiri vilja en mætti að mjaka sér úr allt of þröngum bíla- stæðum, spyr Jóhann? „Og þarna ert þú og starir á tjónið, veist að skaðinn er alfarið þinn því tjón- valdurinn er, meðvitað eða ómeð- vitað, löngu horfinn á braut og allar eftirlitsmyndavélar í þínu nánasta umhverfi annað hvort óvirkar eða verulega sjónskertar.“ Bjóða upp á ódýrari kost Jóhann segir að áður en Smá- réttingar komu til sögunnar þá fengust menn lítt við að laga þessar skemmdir því viðgerð á þeim var sannarlega dýr. „Tilhneigingin var því sú að þessi smátjón söfnuðust upp og bíllinn varð fljótt óásjálegur. Kostnaðurinn af þessu öllu raun- gerðist þó oft við endursölu eða uppítöku á bílnum þegar eigandinn horfði fram á verulega verðfell- ingu og tap. Viðhorfið var líka lengi þannig að þessar smádældir voru taldar vera algerlega óumbreytan- legt náttúrulögmál og margir bílasalar ypptu bara öxlum þegar við mættum á planið og buðumst til að uppfæra gæðin á flotanum,“ segir Jóhann einnig. Þið bjóðið sem sagt upp á ódýrari kost? „Já, þetta eru tjón sem með okkar aðferð er tiltölulega fljót- legt að laga og kostnaðurinn þess vegna eftir því. Alveg rétt – strax, er kjörorðið og við leggjum okkur fram um að laga bílana samdægurs. Auk þess notum við engin efni eða dýr lökk í neinu mæli og rándýrir varahlutir eru alveg út úr myndinni því við endurnýtum og færum hlut- inn í fyrra horf. Ef tjónið er þess eðlis að það krefst sterkari með- ala en við höfum yfir að ráða, þá sendum við fólk annað. Það á t.d. við um flest árekstrartjón eða lakk- skemmdir sem krefjast málunar. Ákvað að breyta til í rekstrinum Jóhann segir að á sínum tíma hefðu þeir farið, hann og Gunnar bróðir hans, til Idaho í Bandaríkjunum og lært þessa iðn þar. Síðan opnuðu þeir verkstæði í Reykjavík og ráku á tímabili tvö verkstæði með tals- verðum umsvifum uns íslenskur efnahagur hrundi með brauki og bramli eins og frægt er orðið. Þá þurftu þeir bræður að skera hressi- lega niður, verkstæðunum tveimur var lokað, Gunnar hætti og fór á sjó- inn en Jóhann hélt áfram og hefur frá árinu 2010 verið með þessa starfsemi á Smiðjuvegi í Kópavogi þangað til núna í ágúst. Þá ákvað hann að söðla um en hver er skýr- ingin á því? „Bæði af því að hús- næðið þarna er orðið ansi dýrt og fer óðum hækkandi, ekkert má út af bera. Minna og hagkvæmara hús- næði á þeim stað sem maður helst vill vera á er ekki í boði og það sem ég var í var allt of stórt fyrir einn mann að væflast um í. Seinasti vetur var erfiður, bæði vegna tíðarfars og vegna faraldursins. Það var t.a.m. enginn til að leysa mig af þegar ég fékk Covid, sællar minningar. Þess vegna ákvað ég að breyta til í rekstrinum og skera niður kostnað og minnka áhættuna. Ég sagði upp leigunni og fór á stúfana. Réði mig í vinnu hjá hinu ágæta bílaumboði Öskju sem smáréttingarsérfræðing. Þar er ég að hjálpa þeim með allt er varðar útlit uppítökubíla þrjá daga vikunnar, a.m.k til að byrja með. Ég verð svo tvo daga vikunnar að sinna mínum heimamarkaði hér á Akra- nesi. Ég hætti þegar hæst stóð þegar ég lokaði fyrir sunnan og þurfti í raun að bæta mánuði við áætlaðan lokunartíma og fórnaði þannig langþráðu sumarfríi. En það er bara þannig. Ég hef enn ekki farið heim á eigin bíl síðan ég byrjaði að vinna í Öskju því eftirspurnin fyrir sunnan er stöðug og kúnnahópurinn stór.“ Frábært að vera kominn heim Eins og áður segir leigir Jóhann aðstöðu á Akranesi af Bílum og dekk á Akursbraut 11a og er í sam- starfi með þeim í viðgerðum þegar það hentar. Við vísum á hvorn annan, segir Jóhann. En svona að lokum, hvernig líst þér á að vera kominn á Skagann með fyrir- tækið þitt? „Mér líst mjög vel á það, ég hef alltaf búið á Akranesi og er búinn að vera að þvælast á milli síðan 1995. Áður en göngin komu keyrði maður kannski fyrir Hvalfjörð tvo daga og tók Akra- borgina hina dagana. Þetta er ekkert mál eftir að göngin komu. Maður leggur daginn fyrir sig á leiðinni suður og reynir að skilja vinnuna og amstrið eftir á leiðinni heim. Það er frábært að vera kom- inn heim og mjög skrýtið að vera á Akranesi á virkum dögum, ég er ekki vanur því. Það er allt önnur stemning í bænum einhvern veg- inn,“ segir Jóhann að lokum. vaks Söfnuðu 35 milljónum fyrir Umhyggju Um síðustu helgi afhentu hjól- reiðamenn og aðstoðarfólk í Team Rynkeby á Íslandi félagi langveikra barna, Umhyggju, rúmlega 35 milljónir króna en það er söfnunar- fé árlegrar söfnunarferðar þeirra. Um er að ræða eitt stærsta góð- gerðarverkefni í Evrópu og hefur það verið í gangi hér á landi síðan 2017. Þetta er hins vegar hæsta upphæðin sem safnast hefur í ver- kefninu hér á landi og eru tals- menn Umhyggju að vonum í skýj- unum með styrkinn. Í tilkynningu sem Umhyggja sendi frá sér á Face- book stendur: „Við hjá Umhyggju erum bæði þakklát og meyr… Þær rúmlega 35 milljónir sem þessir öðlingar söfnuðu með aðstoð fyrir- tækja og almennings munu renna til rannsóknartengdra verkefna sem ætlað er að bæta líf langveikra barna með einum eða öðrum hætti.“ Team Rynkeby Ísland hópur- inn samanstendur í ár af 41 hjól- reiðamanni og tíu manna fylgdar- og aðstoðarliði og er þó nokkur fjöldi þátttakenda Vestlendingar. Hópurinn hjólaði í sumar, á átta dögum, um 1.300 kílómetra leið frá Kolding í Danmörku til Parísar í Frakklandi og fór þá sem leið lá um Þýskaland, Belgíu og Holland og söfnuðu í leiðinni 35 milljónum með aðstoð styrktaraðila. Þátttak- endur sjá sjálfir um allan kostnað sem til fellur vegna ferðalagsins og rennur því söfnunarféð óskert og beint til málstaðarins. gbþ Team Rynkeby Ísland hópurinn afhenti söfnunarféð í Kringlunni síðastliðinn laugardag. Ljósm. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir. Smáréttingar hafa opnað á Akranesi Jóhann fyrir utan Smáréttingar ehf. á Akursbraut 11a. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.