Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Qupperneq 13
Mynd 7 sýnir dreifingu slasaðra eftir aldri og kyni. Karlar eru í
meirihluta eða þrír á móti tveimur fyrir allan hópinn. 1 vissum
aldurshópum er hlutfallið þó enn hærra.
Tafla V sýnir að 56% þeirra sem slösuðust voru varðir í umferð-
1 nni. Hlutfallslega fleiri konur slösuðust varðar en óvarðar, en á
hinn bóginn slösuðust álíka margir varðir og óvarðir karlar.
Tafla VI sýnir að af þeim sem slösuðust voru karlar í meirihluta í
ollum vegfarendahópum nema sem farþegar, þar voru konur fleiri en
k a r 1 a r .
Mynd 8 sýnir dreifingu slasaðra eftir aldri og kyni á 1000 íbúa í
hverjum aldursflokki á höfuðborgarsvæðinu.
í heild slösuðust í umferðarslysum 1,7% karla og 1,1% kvenna á
höfuðborgarsvæðinu.
Mynd 9 sýnir þessa dreifingu í einstökum árgöngum 15-19 ára karla
°g kvenna. Hæst er tíðnin yfir 5% hjá 18 ára piltum.
Mynd 10 sýnir dreifingu eftir aldri og kyni meðal þeirra sem vista
þurfti á sjúkrahúsum eða létust innan 30 daga frá slysinu. Er hér
miðað við 1000 íbúa í viðeigandi aldurshópi og af sama kyni á
höfuðborgarsvæðinu. Tíðni á 1000 íbúa er 1,4 og er hæst í yngstu
°9 elstu aldurshópunum. Hámark er.hjá 15-19 ára piltum þar sem 56
aT hverjum 1000 piltum í þessum aldurshópi slösuðust þetta alvar-
^®ga. Tæplega helmingi fleiri karlar en konur, miðað við íbúa-
Tjölda í viðeigandi aldurshópum á höfuðborgarsvæðinu, slösuðust
sv°na alvarlega.
Mynd 11 sýnir skiptingu rannsóknarhópsins í vegfarendahópa, 56%
slösuðust sem varðir vegfarendur, 7% á vélhjólum, 18% á reiðhjólum
°g 19% gangandi í umferðinni.
Mynd 12 sýnir h1utfa11slega skiptingu í vegfarendahópa innan hvers
aldurshóps. Þannig slösuðust álíka margir varðir vegfarendur og
9angandi vegfarendur í elstu og yngstu hópunum. Á aldrinum 5-14
ara slösuðust flestir á reiðhjólum. 1 aldurshópnum 15-19 ára
slösuðust flestir í bifreiðum en 20% á vélhjólum (léttum bifhjólum
°9 bifhjólum). 1 aldurshópnum 15-74 ára slösuðust flestir sem
varðir vegfarendur.
Mynd 13 sýnir hlut farþega og ökumanna sem hundraðshlut slasaðra í
l,verjum aldurshópi.
Mynd 14 sýnir skiptingu þeirra sem slösuðust (alls 1882) eftir
ýegfarendahópum á nokkrum aldursskeiðum. Af þeim sem voru 0-14
ara slösuðust 55% á reiðhjólum, 29% gangandi og 16% í bílum. Á
aldrinum 15-24 ára slösuðust 66% í bílum, 21% á vélhjólum, 10%
gangandi og 3% á reiðhjólum. Á aldrinum 25-64 ára slösuðust 82%
* bilum, 15% gangandi og 3% á vélhjólum eða reiðhjólum. Á aldrinum
ara ega slösuðust 55% í bílum, 41% gangandi og 4% á reið-
bjolum.
Mynd 15 sýnir aldursdreifingu og kyn þeirra ökumanna bifreiða sem
s ösuðust (286 karlar, 156 konur). Karlar eru í miklum meirihluta
°9 eru flestir í aldurshópnum 15-19 ára, einnig eru margir í
aldurshópnum 50-54 ára.
11