Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Qupperneq 24

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Qupperneq 24
Flokkun meiðsla. Mikill áhugi er fyrir því að geta flokkað áverkana í mikil og lítil meiðsli. Svokölluð AIS flokkun áverkanna (The Abbreviated Injury Scale, 22) reyndist í góðu samræmi við afleiðingar meiðslanna í þessari rannsókn með hliðsjón af lífshættu, enda byggir þessi flokkun fyrst og fremst á dánarlíkum af mismunandi áverkum og er hún þegar útbreidd við umferðarslysarannsóknir í heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með notkun annarrar flokkunar sem er fremur ónákvæm en er notuð í saman- burði milli landa á þeim slysum sem löaregluyfirvöld landanna skrá. Nálgast má skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar með svonefndum N-kóda (27,28). Þrír nærtækir möguleikar eru á flokkun meiðsla eftir því hversu alvarleg þau eru, þar sem hægt er að gæta nákvæmni. í fyrsta lagi flokkun eftir sjúkdómsgreiningum (N-kódi) með skilyrðum um vissa lágmarksmeðferð (sjá viðauka, meiðsli A og meiðsli B og eyðublað Slysadeildar, einnig heimild 29). í öðru lagi er flokkun sem byggir eingöngu á því hvort þeir slösuðu þarfnast bráðrar innlagnar á sjúkrahús. í þriðja lagi er flokkun sem ræðst af því hve oft hinn slasaði þarf að mæta til meðferðar eða eftir- lits. í ljosi þess að rannsóknin sýnir að flestir þeirra sem lifa af meiðslin, komast til heilsu og fá starfsþrek, þykir eðlilegast að flokka meiðslin með tilliti til lífshættu. Því verður eindregið að mæla með að flokkun AIS verði tekin upp, þó flokkun í meiðsli A og B og flokkun eftir innlagnarnauðsyn gefi góðar upplýsingar, m.a. um álag á sjúkrahús og hugsan- legan lækningakostnað. í sameiningu gæfu reglubundnar skýrslur byggðar á flokkun AIS, meiðsluni A og B, innlagnarnauðsyn og álagi á göngudeildir haldgóðar upplýsingar, sem eru nauðsynlegar fyrir hagkvæmt, rökrétt for- varnarstarf gegn slysum í umferðinni. Álag á sjúkrahús. Alls nutu 29A92 manns þjónustu Slysadeildar Borgar- spítalans þetta eina ár, þar af komu 6,4% vegna meiðsla í umferðarslysum. Langflestir (70%) komu utan venjulegs vinnutíma. Á föstudögum var aðsóknin mest, en minnst í miðri viku. Það er athyglisvert að 72% þeirra sem slösuðust í umferðinni komu á Slysadeildina innan klukkustundar frá því slysið varð. Um það bil helmingur sjúklinganna komu með sjúkrabíl á Slysadeildina. Níundi hver leggst inn. Af þeim 1882 sem slösuðust þörfnuðust 214 bráðrar innlagnar á sjúkrahús, en 9 voru látnir við komu eða létust innan mánaðar frá slysinu. Heildarinnlagningartíðnin var 11.4%. Stór hluti yngra fólk- sins þurfti ekki að leggjast inn. Hæst var hlutfall innlagðra hjá þeim sem slösuðust á vélhjólum, 19,4% og hjá gangandi vegfarendum 18,4%. Þá voru lagðir inn 8,4% þeirra sem slösuðust á reiðhjólum og 8,9% varinna vegfarenda (ökumenn og farþegar í bílum). Meðallegutími vegna bráðra innlagna af völdum umferðarslysa var 16 dagar, en helmingur sjúklinganna lá skemur en 7 daga. Stystur var legutími þeirra sem höfðu slasast á reiðhjólum. Lang- flestir þörfnuðust aðgerða vegna áverkanna en þegar ekki var um aðgerðir að ræða, var oft nauðsyn á ströngu eftirliti, t.d. vegna hugsanlegra blæðinga við innvortis áverka eða höfuðáverka, eða með hliðsjón af versnandi ein- kennum. Árið 1975 voru 13,2% legudaga vegna bráðainnlagna á Skurðlækninga- deild, Slysadeild og Háls- nef- og eyrnadeild Borgarspítalans vegna sjúkl- inga úr rannsóknarhópnum. Af 361 sem lágu á Gjörgæsludeild voru 36 úr rannsóknarhópnum en þeir lágu þar að meðaltali lengur en aðrir sjúklingar. Af 501 sjúklingi sem lá á Grensásdeild Borgarspítalans árið 1975 og fékk sjúkraþjálfun voru 95 úr rannsóknarhópnum eða 19%. Af þeim 222 sem lágu á Grensásdeildinni til endurhæfingar eftir slys af ýmsu tagi tilheyrðu 95 eða 43% rannsóknarhópnum. Vegna rannsóknar á hálshnykk sem fram fór m.a. árið 1975 með innlögn á Grensásdeild Borgarspítalans, munu óvenju margir hafa lagst inn á Grensásdeildina af göngudeildarsjúklingum þetta ár (18, 19,20,21). 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.