Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1985, Side 27
Frekari rannsóknir. Umferðarslys eru heilbrigðisvandamál og í ljósi niður-
staðna rannsóknarinnar þykir rétt að mæla með því að tekin verði upp
skraning á umferðarslysum á vegum heilbrigðisstjórnarinnar, óhætt er að mæla
með þvi að eyðublað Slysadeildar Borgarspítalans verði notað, lítið breytt
við þa skráningu sem æskilegt væri að næði til landsins í heild. Æskilegt
væri að fylgjast stöðugt með tíðni umferðarslysa á þennan hátt og birta
almenningi niðurstöður t.d. ársfjórðungslega í aðgengilegu formi. Sú út-
gafa sem hér birtist er aðeins áfangaskýrsla rannsóknarinnar og gefin út nú
1 þeim tilgangi að koma á framfæri þeim niðurstöðum sem þegar liggja fyrir.
Æskllegt væri ef hægt yrði að vinna frekar úr gögnum rannsóknarinnar ekki
hvað síst m.t.t. afleiðinga meiðslanna sjá mælitæki í því skyni í viðauka
og D bls. 29-31. Æskilegt væri að kanna hvort árið sem rannsóknin nær
til sker sig úr síðustu 10 árum m.t.t. fjölda slasaðra og sýna þannig
fram á hvort óhætt sé að alhæfa út frá rannsókninni fram í tímann. Frum-
niðurstöður könnunar á þessu atriði, sem nú stendur yfir benda til þess
að arið 1975 skeri sig ekki úr árunum 1974-1982, en að verulega færri
hafi aftur á móti slasast í umferðinni 1983, sjá viðauka F bls. 33 (33).
Mikil þörf er á því að kanna fjárhagslegt tjón sem verður vegna umferðar-
stysa, en tryggingafélögin búa yfir heppilegum upplýsingum fyrir slíka
konnun. Æskilegt væri að kanna áhættu (risk) vegna mismunandi ökutækja
°9 vegfarenda í umferðinni. Slíka könnun mætti vinna uppúr gögnum lög-
reglunnar, en lögreglan er eini aðilinn sem gerir vettvangskönnun og hefur
aðstöðu til að skrá bæði þá sem slasast og þá sem sleppa ómeiddir í um-
terðarslysum og umferðaróhöppum. Til þess að meta áhættuna þarf umferðar-
munstur íslendinga að vera þekkt, það er m.a. hverjir eru í umferðinni
a hverjum tíma, hvaða ökutæki og einnig hver tíðni notkunar öryggistækja
er a hverjum tíma hjá mismunandi vegfarendahópum. Heta þarf árangur fræðslu
um óryggi i umferð í samhengi við slysatíðni á hverjum tíma, svo og árangur
annarra fyrirbyggjandi aðgerða gegn umferðarslysum svo sem af skipulags-
oreytingum og uppbyggingu gatnakerfis. Þar með fengjust upplýsingar um
möguieika okkar til að hafa áhrif á fjölda umferðaróhappa og umferðarslysa
'Primer prevention) og alvarleika meiðsla þegar umferðarslys verða (secunder
Prevention). Óhætt er að líta á slíkt forvarnarstarf sem "fjárfestingu
1 heilbrigði".
25