Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1987, Blaðsíða 6
1.1. Formáli
Árió 1980 skipaði heilbrigðismálaráóherra, aó beiöni landlæknis, nefnd
til aö kanna tíóni og tildrög slysa í landinu og jafnframt skyldi nefndin
gera tillögur um aðgeróir gegn slysum. Nefndin starfaói í tengslum viö
ALFA-nefnd, er stofnuð var í tilefni af ári fatlaðra. 1 þessu riti veróur
geró grein fyrir slysum í heimahúsum. Áöur hafa komið út á vegum
embættisins tvö fylgirit vió "Heilbrigöisskýrslur" um slys: "Umferóarslysin
og afleiðingar þeirra" unnin af Bjarna Torfasyni, og "Slys á börnum og
unglingum", skýrslur unnar af ýmsum rannsóknarmönnum.
1 þessu riti er gerö grein fyrir orsökum, tióni og afleiðingum
heimaslysa á höfuóborgarsvæóinu 1979 og er stuóst vió sjúkraskýrslur
Slysadeildar Borgarspítalans. Slysadeildin tekur á móti yfir 50% allra
slasaðra á Islandi.
I ljós kom 21 dauðsfall sem beint eða óbeint stafaöi af slysum í
heimahúsum (ekki eru meótalin slys, þar sem ölvun, lyfjamisnotkun,
sjálfsáverki aö yfirlögðu ráöi eóa áverki af völdum annarra eru meóverkandi
þættir, enda ekki meðtalin i þessari könnun). Athyglisvert er aö 11 manns
undir 65 ára aldri dóu vegna beinna eöa óbeinna afleiöinga heimaslysa, en á
sama tíma dóu 8 manns undir 65 ára á höfuöborgarsvæðinu vegna
umferðarslysa. Af þessu má ráða aö tollur heimaslysa er hár og koma þessar
upplýsingar verulega á óvart.
I skýrslum Borgarspítalans kemur m.a. fram aó þriðjungur barna á
höfuóborgarsvæðinu á aldrinum 1-2 ára voru færó til slysadeildar á árinu
1979 vegna slysa (1 árs = 38% og 2 ára = 30%) .
Notkun eiturefna er algeng orsök slysa og oft má kenna þekkingarleysi
og óvarkárni fullorðinna. Fall og hras eru helstu orsakir heimaslysa i
öllum aldursflokkum.
I þessari skýrslu er bent á leiðir til þess aö koma í veg fyrir ýmiss
konar slys. I þessu sambandi má nefna bókina "Slys af völdum efna í
heimahúsum, viðbrögó viö þeim og varnir" sem Slysavarnarfélag íslands gaf
út fyrir tveim árum aö tilhlutan landlæknis.
Nokkrar rannsóknir á slysavöldum hafa verió framkvæmdar á Islandi aó
tilstilli Norrænu ráðherranefndarinnar: "Slys í heimahúsum og i fritima"
árió 1977, "Slys af völdum leiktækja og leikfanga” árió 1980 og
"Reióhjólaslys" árið 1981.
ísland er eitt mesta slysaland i Vestur-Evrópu, enda hefur forvörnum á
þessu sviði ekki verið sinnt nægilega. Þó hefur dauöaslysum i heild fækkaö
en margt bendir til þess aö slysatilfellum hafi ekki fækkaö. Skýtur þaö
nokkuð skökku viö, þvi á öórum sviðum forvarna, svo sem varðandi
ungbarnasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma, eru fslendingar i fararbroddi.
Forsendur aðgerða verða að byggjast á viðtækum rannsóknum á eðli og gangi
sjúkdómanna. Þörf er á meira fjármagni til slysarannsókna.
Tillögur hafa verið lagöar fyrir ráðherra um stofnun Slysaráðs íslands
og er unnió að undirbúningi þess. Á næstunni er von á bók um varnir gegn
slysum, en hún verður unnin á vegum landlæknisembættisins i samráði við
tryggingafélögin. Mikil áhersla hefur verið lögó á að koma inn i
umferðarlög ákvæðum um notkun bilbelta og beitingu sekta ef þau eru ekki
notuó, og tókst það i þriöju atrennu er Alþingi samþykkti ný umferðarlög i
apríl 1987.
Reykjavik, 4. september 1987.
Ólafur Ölafsson landlæknir.
4