Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 78
Gjafakort í Bæjarbíó er góð gjöf Öllum gjafabréfum 15.000 kr og hærri fylgja 2 frídrykkir Gerum tilboð í stærri fyrirtækja pantanir á gjafakort@bbio.is Allar nánari upplýsingar í síma 665-0901 Í HJARTA HAFNARFJARÐAR Tólf þátta Star Wars-serían Andor, um uppreisnarmann- inn Cassian Andor, er nú öll komin á Disney+ streymis- veituna. Þættirnir hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og álitsgjafar Fréttablaðsins eru sammála. Hvernig fannst þér Andor? Grímur Atlason „Mér fannst þetta frábært. Ég nefnilega er mikill Star Wars maður og fór á fyrstu myndina ‘78 í Nýja-Bíó og hef horft á þetta allt saman. Þetta var svo dark og óhlaðið og prímítívt á köflum. Söguþráðurinn var svo góður og mér fannst hann halda og mig langaði svo mikið í næstu seríu þegar ég var búinn að horfa á þetta,“ segir Grímur. Hann er til í að fallast á það að hér séu líklega bestu Star Wars þættirnir. „Mér fannst Rogue One-myndin mjög góð og þetta frábært for- framhald. Ég sónaði bara út í þessu Mandalorian-dóti. Ég var ekkert búinn að lesa um Andor, ekki neitt og geri það yfirleitt ekki, en eftir Mandalorian þá nennti ég varla að horfa á þetta og hélt að þessi persóna gæti alls ekki verið spennandi. En eftir að ég byrjaði þá fannst mér þetta æðislegt, Stellan Skaarsgard geggjaður og þessar tengingar allar mjög skemmtilegar.“ n Lykilspurningin Ösp Gunnarsdóttir „Ég ólst upp við að elska Star Wars, en í seinni tíð hef ég hægt og rólega misst áhugann, þar sem mér finnst mest af því sem hefur verið gert síðustu tíu ár vera lélegt stöff, en undantekningarnar hafa verið Rogue One og Mandalorian. Vinir mínir þurftu virkilega að hafa fyrir því að tala mig inn á að gefa Andor séns, en mikið er ég glöð að ég gaf þessu sjéns, því þetta er mögulega besta Star Wars-stöffið. Þarna eru ótrúlega flottar og vel höndlaðar sögur af fólki, einir best skrifuðu þættir sem ég hef séð lengi og í rauninni bara A+ spennu/ dramaþættir, sem vill svo til að eiga sér stað í Star Wars-heiminum. Serían er nógu vel tengd við Star Wars til þess að virka fyrir Star Wars-unnendur, en stendur á sama tíma sterkum fótum ein og sér og virkar þannig mjög vel fyrir fólk sem hingað til hefur ekki fílað Star Wars. Ég gæti horft á Mon Mothma að díla við pólitískt leyni- makk í tíu klukkustundir á dag. Að auki er þetta gullfallega smíðuð gagnrýni á fasisma án þess að virka nokkurn tíma eins og predikun. Á sama tíma eru karakt- erarnir allir svo vel uppbyggðir og heilsteyptir að „vondu kallarnir“ eru manneskjur sem erfitt er að halda ekki smá með líka á meðan þau eru á skjánum.“ Hilmir Kolbeinsson „Ég myndi segja að þetta væri eitt það besta sem hefur komið frá Disney í Star Wars-heim- inum. Þetta er svo öðruvísi. Ég man að menn voru að dissa þetta þegar þetta var að byrja, kvarta yfir því að þetta væri of rólegt og ekkert að gerast. En ég sá strax í upphafi hvert stefndi, þetta væri kannski ekki alveg eins og allt hitt Star Wars- efnið sem allir eru vanir. Þetta er svona njósnara-, spæjarasaga. Það er verið að vinna með efni sem hefur aldrei verið fjallað um eða farið dýpra í í Star Wars. Til að mynda þessi leyniþjón- usta Keisaraveldisins, ISB. Það var svo mikið um að vera í hverjum einasta þætti. Það liggur við að mér finnist þættirnir ekki bera rétt nafn því þetta fjallar nánast ekkert um Andor. Þeir ættu að heita eitthvað annað, Rise of the Resistance eða Rise of the Empire eða eitthvað, því þetta gefur svo til kynna að þetta sé bara um Andor. Andor gerir eiginlega ekki neitt í þessum þáttum. Þetta var svo miklu meira en bara hann. Svo er bara fullt af flottum karakterum, eins og sá sem Skaarsgard leikur, og líka Mon Mothma. Það var verið að kafa svo mikið í þessa karaktera, eins og til dæmis Mon Mothma. n Andor slær í gegn þvert yfir borðið © GRAPHIC NEWSHeimildir: Disney, IGN, ReedPop Myndir: © Disney Indiana Jones V Mögulega síðustu ævintýri Indiana. Harrison Ford í aðalhlutverki. Kemur út 30. júní 2023. Andor Fylgir e ir Cassian Andor á árunum fyrir Rogue One: A Star Wars Story. Diego Luna í aðalhlutverki. Hóf göngu sína 31. ágúst og var að ljúka. Star Wars: Skeleton Crew Fylgir e ir órum börnum sem eru týnd í geimnum. Jude Law í stóru hlutverki. Kemur út 2023. Ahsoka Fylgir e ir ævintýrum næstum Jedi riddarans Ahsoka Tano. Rosaria Dawson fer með hlutverk Ahsoka. Kemur út 2023.The Mandalorian Star Wars vestrinn með Pedro Pascal í aðalhlutverki. Sería 3 er væntanleg í febrúar 2023. Obi-Wan Kenobi Gerist 10 árum e ir Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith. Ewan McGregor í aðalhlutverki. Komið út. Willow Gerist 20 árum á eir upprunalegu fantasíumyndinni frá 1988. Warwick Davis er í aðalhlutverki. Kemur út 30. nóvember. Disney hyggur á landvinninga þegar kemur að framtíðarverkefnum Lucaslm. Stúdíóið hefur tilkynnt öldann allan af nýjum verkefnum og þar á meðal er Indiana Jones V. Framtíðin hjá Lucaslm 56 Lífið 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.