Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 25.11.2022, Blaðsíða 80
Þú þarft alltaf jafnvægi. Ef versið er svolítið sóðalegt, þá þarf eitthvað minna sóðalegt að koma strax á eftir. Það þarf að vera fjölbreytni. „Shake It Off“ með Taylor Swift er gott dæmi, þar sem stærðfræðin á bak við dram- að er nokkuð skýr. Max Martin, ofurpródúser Lagasmíðar eru mín leið til að miðla tilfinningum og hugsunum. Ekki bara mínum, heldur þeim sem ég sé hjá fólkinu sem mér þykir vænt um. Höfuðið á mér myndi springa ef ég fengi ekki þessa útrás. Dolly Parton, súperstjarna og lagahöfundur Það eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar semja skal popplag. Blogg­ færslur, bækur og bíómyndir bjóða ráð í tonnavís, en hér eru teknar saman nokkrar hugmyndir sem hugsanlega gætu gagnast þeim sem stefna á stjörnuhimininn. ninarichter@frettabladid.is All I want for Christmas is you, syngur Mariah Carey og er löngu komin hringinn. Nokkra hringi, í rauninni. Fólkið sem var orðið þreytt á laginu fyrir tíu árum er nú farið að taka gremjuna yfir laginu í sátt, gremju sem er orðin jafnmikill hluti af aðventunni og manda­ rínukassar. Tónlistariðnaðurinn tekur stöð­ ugum breytingum og er vafalaust ekki sá sami og árið 1994 þegar hin tuttugu og fjögurra ára Mariah sat og samdi lög á plötu sem átti eftir að verða ein vinsælasta jóla­ plata allra tíma, borga reikningana hennar ævina á enda og rúmlega það. Heimildum ber ekki  saman, en Mariah er talin fá að  minnsta kosti eina milljón Bandaríkjadala í höfundarréttargreiðslur í janúar á hverju einasta ári, bara fyrir þetta eina lag. Það eru tæpar hundrað og fimmtíu milljónir íslenskra króna. Marga dreymir um að semja slagara en færri vita hvar á að byrja. Fyrir upprennandi lagahöfunda má finna aragrúa af heilræðum á netinu og sé til dæmis slegið inn „Hvernig á að skrifa slagara“ í alþjóðlega bókaverslun Amazon.com, koma níutíu og sjö niðurstöður með sam­ svarandi bókatitlum og efnistökum. Það segir sína sögu. Æfingin skapar meistarann og hér höfum við tekið saman atriði sem geta mögulega stytt þér leiðina að því að skrifa þitt eigið Mariuh Carey­lag eða Júróvisjónsmell. n Töfraformúla tóna sem trylla lýðinn Í nóvember 2019 sló Mariah Carey heimsmet fyrir vinsælasta jólalag í sögu Bandaríkjanna, All I Want for Christmas is You. Ekkert jólalag hefur trónað jafn lengi og jafn ofarlega á topplistum. Lagið kom út 1994 á plötunni, Merry Christmas. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Max Martin ásamt Britney Spears árið 2017. Max hefur samið fyrir margar af frægustu stjörnum heims. Ed Sheeran er margverð- launaður poppkóngur og dælir frá sér ofur- smellum ár eftir ár. Það geta ekki allir orðið Bítlarnir, en það má reyna. Finndu þinn stíl Því er eins farið með alla sköpun, þú þarft að vita hver þú ert, þekkja þinn persónulega stíl og finna þína eigin rödd. Stíllinn er eins konar endurtekið þema, hand- bragð eða stemning sem verkin þín bera. Það er eitthvað sem aðgreinir þína tónlist frá öllum hinum milljörðum laganna þarna úti. Þú þarft ekki að vera besti söngvari eða hljóðfæraleikari í heimi, en þú þarft að þekkja og skilja þitt erindi betur en nokkur annar. Flest popplög innihalda grípandi texta og það er ekki verra að textinn segi eitthvað af viti og fólk eigi auðvelt með að tengja við hann, þó að það sé ekki skilyrði. Pródúsent og þrautseigja Þú þarft góðan pródúsent sem skilur það sem þú ert að gera. Hann vinnur ekki ókeypis og því skaltu nýta tímann og vera með heilsteypta hugmynd þegar þú ferð í hljóðver, með opinn hug fyrir samstarfi. Þá komum við aftur að fyrsta atriðinu, að þekkja sína eigin sérstöðu og sitt erindi. Það tekur tíma og fyrirhöfn að búa til gæðalag og það krefst þrautseigju að byrja í ferlinu. Að skrifa lög er kunnátta sem þú byggir upp með tímanum, og þú batnar með hverju laginu. Sem sagt, ef þú vilt virkilega semja popplag geturðu gert það. Allir geta gert það. Þú þarft bara að halda áfram að æfa þig og þora að gera mistök. Lærðu á hljóðfæri Það þarf ekki að kunna á hljóð- færi til að semja vinsælt popplag, en það getur hjálpað þér mikið að skilja tónfræði og hvernig til dæmis hljómar og laglínur virka. Gítar eða píanó getur gert þér kleift að útfæra hugmyndirnar á skilvirkan máta og það verður auðveldara fyrir þig að koma hugsunum þínum og tilfinningum til skila á áhrifaríkan hátt, sem orðin ein ná ekki endilega að tjá. En þarna úti er nú samt fullt af fólki sem semur popptónlist án þess að hafa nokkru sinni haldið á hljóðfæri og það er einmitt það sem næsta atriði fjallar um. Notfærðu þér tæknina Það er ýmiss hugbúnaður í boði sem gerir þér kleift að búa til popplög á einfaldan hátt og bæta við mismunandi hljóðfærum og hljóðum að vild. Þú getur gripið niður í forriti eins og GarageBand, Logic eða Ableton, prófað þig áfram og keypt síðan viðbætur, hljóðgervla og stafræn hljóðfæri eftir því sem við á. Fylgstu með meisturunum Ef þú ert algjör byrjandi á sviði lagasmíða og popptónlistar gætirðu viljað læra af reyndari höfundum og tónlistarfólki. Prófaðu að gúggla týpur eins og Max Martin, Taylor Swift og Prince. Þú getur fundið innblástur í lögum eftir þína uppáhaldstónlistar- menn, farið á YouTube og grúskað. Hvar kemur kórinn inn? Hvaða hljóðfæri er verið að nota? Hvers konar texta er verið að skrifa? Svona spurningar geta hjálpað þér að skilja lagasmíðaferlið betur og hjálpað þér að búa til þinn eigin slagara. Semja, semja, semja Það er mikilvægur hluti af laga- smíðaferlinu að semja fyrir rusla- fötuna. Þú þarft að semja fullt af lélegum lögum til að semja góð lög. Mistök eru besti skólinn og þegar þú sérð hvað virkar ekki geturðu áttað þig betur á því sem virkar. Svo einfalt er það. Með því að semja eins mörg lög og þú getur, bætirðu kunn- áttu þína í faginu og brýnir verkfærin þín í leiðinni. Finndu réttu hljómana fyrir laglínuna þína Prófaðu þig áfram með áhuga- verða og ófyrirsjáanlega hljóma. Þú getur gert þetta á ýmsan hátt en hljómabækur geta í einhverjum tilfellum stutt þig í því ferli. Næst kemur að laglínunni, sem er sá hluti lagsins sem beinist aðallega að söngvaranum. Það fer eftir því hvaða tegund af lagi þú ert að semja, þú gætir haft eina laglínu eða fleiri. Með því að finna réttu hljómana fyrir laglínuna þína get- urðu leikið þér með mismunandi nótur og tónhæð þar til þú finnur lag sem virkar. Ekki gleyma brúnni Klassíska uppbyggingin er vers, vers, viðlag, vers, vers, viðlag. Öðrum megin við viðlagið, oftast fyrir framan, kemur brú og hún getur verið hjartað í laginu sem lætur öll hin kerfin virka. Brúin hvílir eyrað og gefur þér tækifæri til að leika þér með fleiri hljóð- færi. Mundu að vanda trommur og bassa og fá þjálfuð eyru til að hlusta með þér aftur og aftur. Dolly Parton er verseruð í dægur- lagaheiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 58 Lífið 25. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.