Skyggnir - 01.10.1979, Blaðsíða 2
Jæja, þá hafa þau tlðindi gerst að þjóðmálafélagið hefur
gefið ót blað á ný - nú 2 1/2 ári eftir að siðasta tölublað
"Vituð ér enn, eða hvað?" kom út (það var i april 'J6).
Af ýmsum ástæðum þótti það ekki alveg við hæfi að taka það
mæta nafn upp á ný, heldur var ákveðið að leita á önmrr mið.
Eins og þið hafið vafalaust séð var ritinu valiö nafnið
"SKYGGNIR" og teljum við nafnið skýra sig sjálft.
Að gefnu tilefni er rétt að taJca það fram að þessu fyrsta
tölublaði er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að koma af stað
umræðum innan skólans og voru greinamar valdar með það i huga.
Fari einhver greinanna i "finu taugarnar" á einhverjum nemendum
er þeim hinum sömu vinsamlegast bent á púltið niðri á matgarði;
sem fram til þessa hefur staðið autt og ónotað, og mælst til
að þeir hefji þar almennar umræður um málin|í stað þess að pukrast
með þetta einir út i horni eins og oft vill verða.'
Hins vegar er stefnt að þvi að næsta blað verð|allt annars
eðlis, þ.e. efni þess verður mun fjölbreyttara og ýtarlegra
auk þess sem yfirbragð blaðsins verður væntanlega öllu vandaðra.
Öllum er að sjálfsögðu frjálst að skrifa i blaðið og jafn-
framt geta allir sem vilja tekið þátt i útgáfu þessVritnefndin"
er öllum opin. Vil ég því einu sinni enn benda fólki á opna
fundi félagsins og skora á það að mæta.
Að lokum vona ég bara að sem flestir finni eitthvað áhuga-
vert i blaðinu þannig að það hafi þjónað tilgangi sinum.
ritstjóri.
ÞEIR SEM STÖRFUÐU AÐ UTGÁFU BLAÐSINS:
—Wmmmmm » " ' ■» n ' ' »■ ■" ■ 1,1 ' 111 ■1 1 '■ ■■■' ' '■
Cjiestur Hrólfsson. Gunnar Grimsson. Gunnar Halldórsson.
Sveinn Qlafsson. TXXSSÍD- MxteHSSS® (útlitsteiknun)
og þorvarður Arnason (ábyrgðarmaður og. ritstjóri).