Skyggnir - 01.10.1979, Blaðsíða 4
t
I tilefni af skólafundinum á miövikudag hafði Skyggnir
samband við Guðrúnu ölafsdóttur skólastjórnarfulltrúa
I nemenda og spurðist fyrir um mætingakerfið sem á að '
* taka fyrir á fundinum.
-Guðrún, hvernig er staða mætingakerfisins eftir samþykkt skóla-
fundar í lok síðustu annar?
-"Þessar tillögur sem fólu í sér afnám + og -r eininganna voru
lagðar fyrir skólastjórn á næsta fundi þar á eftir sem jafnframt
var síðasti fundur á önninni. Þar var tillögunum vísað^til kenn-
arafundar sem er að sjálfsögðu einn aðili málsins.^ Nú í haust var
svo mætingakerfið tekið aftur til umræðu og^lágu þá tillögur frá _
kennarafundi frá Heimi Pálssyni og Wincie Jóhannsdóttur. Hver við-
brögð kennara voru að öðru leiti vitum við ekki."
-Hverjar eru ástæður fyrir tillögum nemenda um breytingar á mæt-
ingarkerf inu? __ __
-"Við teljum okkur geta stjórnað námi okkar sjálf og svona^
kerfi sem byggt er upr> á umbun og refsingu eigi ekki^rétt a ser^þar
sem námið fer ekki eingöngu fram í kennslustundum plús það að þo að
nemendi sitji í tíma er engin trygging fyrir því að það sem^fram
fer nái til hans. Það er þetta sígilda með þá sem sofa^í tímum
þannig að rétt sé að umbuna þeim um 1 púnkt fyrir það háttalag og
draga svo púnkta af öðrum sem eru ef til vill að^stunda eitthvað
þroskandi áhugamál annars staðar og telja sig því geta misst úr
tíma.
Menn vilja meina að þetta kerfi veiti nauðsynlegt^aðhald sem se
okkur ákaflega hollt, en slíku vísum við á bug því námið er okkur
nóg aðhald, eða til hvers erum við hér?"
-Hvert er hlutfall þeirra nemenda sem fá A, B, C og D £ skóla-
sóknareinkunn?
-"Það er gott að þú spyrð að þessu. Þá kemur upp dálítið sér-
kennileg staða. Langflestir eða um 60% nemenda fá einkunnina A í
skólasókn, B fá u.þ.b. 25% og C og D ca. 15%. Og þá_ segja þeir á efri
hæðinni: Sjáið þið nú bara hversu gott þetta kerfl er; meirihluti
með A í mætingu, líkt og þessi 60% mæti bara til að fá 1 púnkt í
mætingu. Sé þessi umbun ekki til staðar leiði það af sér^að menn
falli niður úr öllu valdi í mætingu. En ég fyrir mitt^leiti trúi
því ekki né ætla skólasystkinum mínum það að þau mæti í tíma til að
fá mætingapúnkt, því ástæðan hlýtur að vera námið sj_álft. Annars
hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að, ef tímasókn er orðið
markmið í sjálfu sér en ekki sá hluti námsins sem fram f^r í tímum.
-Telurðu kennara óttast frjálsari mætingu?
-"Fallist kennarar á það að við séum engin smábörn sem^skilja
ekki hvaða gildi tímar þeirra hafa, þurfa þeir ekkert að óttast,
því við höfum heilmikið af "góðum" kennurum. Hins vegar veitir
aukið frjálsræði í mætingu nemendum þann rétt að hundsa þá kennara
sem þeim finnst þeir lítið hafa^upp úr tímum hjá. Þess vegna ætti
þetta kerfi að vera kennurum hjálplegt í kennslu sinni, því það