Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 4

Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 4
4 Leikhúsmál Raclames íóperunni„Aida" efiir Verdi (Pétur Jónsson). Tónlistarfélag hefir verið starfandi hér í Reykjavík síðustu ár. Hefir það veitt fjöl- hreytta kennslu í hljóðfæraleik og söng, og hafa kennararnir verið vel menntaðir inn- lendir og útlendir listamenn. Með skóla sín- um, með mánaðarlegum hljómleikum, og með því að fá hingað ýmsa ágæta erlenda hljóð- færaleikara, sem hafa haldið hér opinbera hljómleika, hefir samtökum þessum tekizt að auka áhuga bæjarbúa fyrir söng og hljómlist til muna. — Með reglubundnum hljómleikum í útvarpið og með ferðum út um land með söngleikasýningar, hefir Tónlistarfélaginu tek- izt að koma þessari menningarstarfsemi sinni út á meðal alþjóðar á íslandi. Það er auðvitað mál, að það, sem unnizt hefir til gagns og menningarauka fyrir hina íslenzku þjóð á þessum sviðum lista, hefir ekki orðið erfiðislaust. Mörgum íslenzkum listamönnum virðisl hafa verið það ljúft að leggja á sig mikið erf- iði í þessu skyni. Flestir hafa þeir barizt áfram um margra ára skeið, í ýmsum löndum álfu vorrar, til að geta orðið verðugir boðberar ís- lenzkra lista. En þeir hafa líka í staðinn hlotið jjað hnoss að fá að sitja við ýmsa mestu menntabrunna og listalindir gamallar og nýrr- ar listmenningar álfunnar. Mörgum þessum Iistamannaefnum mun frá öndverðu hafa verið það ljóst, að enginn verð- ur boðlegur listamaður, — hve góðum hæfi- leikum sem hann kann að vera búinn —, nenu undirstaðan að listastarfi hans sé lögð með staðgóðri sérmenntun og þjálfun, sem í senn er seinfengin, erfið og dýr. Eins og listamönn- um annarra menntaþjóða, hefir þessum ís- lenzku mönnum skilizt þetta, skilizt það svo vel, að á menntun og hæfileikum þessara góðu manna hvílir nú sú öra þróun, sem orðið hefir i myndlist og tónlist hérlendis á síðari árum, þó að vitanlega sé hér um byrjun að ræða, og framundan liggi hið ónumda land. —■ Um íslenzka leiklist verður hér nokkuð öðru máli að gegna. Þó að hún sé sízt yngri en þær fyrrnefndu, virðist þó þroski hennar hafa verið allseinstígur og ekki haldið í við þróun annarra íslenzkra lista síðustu áratug- ina. Leiksýningar hafa verið haldnar árlega í mörgum kaupstöðum og víða í sveitum lands- ins, síðan nokkru fyrir síðustu aldamót, svo „Galdra - Lofiur" eftir Jóhann Sigurjónsson (Jens B, Waage).

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.