Leikhúsmál - 01.03.1940, Side 5

Leikhúsmál - 01.03.1940, Side 5
Leiklmsmál 5 að áhuga manna fyrir þessari viðleitni virðist ekki hafa vantað. En þar sem aðstaðan til að iðka þessa list var og er svo óhagstæð alls staðar úti á landsbyggðinni og í smærri þorp- um, og þar sem opinberar fjárveitingar til slíkrar starfsemi hafa nær eingöngu verið bundnar við Reykjavík, enda aðstaðan þar bezt til leikstarfsemi, hlýtur leiklistarvísirinn í Reykjavík að vera sá mælikvarði, sem miðað er við, þegar rætt er og ritað um þessi mál. Frá því að Leikfélag Reykjavíkur hóf hér starfsemi sína, laust fyrir síðustu aldamót, hefir félag þetta starfað nokkurn veginn ó- slitið. Undir verndarvæng bæjarfélagsins og hins íslenzka ríkis, og lengst af með fjárstyrk frá báðum þessum aðilum, dafnaði hin unga ís- lenzka leiklist fyrstu áratugina, eðlilega og jafnhliða öðrum frjóöngum íslenzkra lista. Árangurinn af starfseminni varð allmikill fjöldi leiksýninga á hverjum vetri, þar sem tekin voru til ineðferðar leikrit eftir ýmsa á- gaíta útlenda höfunda, svo og flest hin betri rit, sern fram komu á íslenzku eftir íslenzk leikritaskáld. 1 þessi rösk 40 ár hefir íslenzk leiklist tekið miklum framförum, hér hafa komið fram á sjónarsviðið allmargir leikarar — konur og karlar — með ótvíræða leiklistar- gáfu, sem glitrað hefir á eins og gull innan Prinsessan í „Einusinni var“ (Anna LSorg.). (Anna Borg og Paul Heumert sýndu hér 1932 „Galge- manden" og siðasta atriðið úr „Faust“ eftir Goetlie.) um viðvaningsbraginn, sem eðlilega hefir oft og tíðum einkennt leiksýningarnar. Með fullveldi íslands árið 1918 hófst eins og kunnugt er mikill gróandi í íslenzku þjóð- lífi. Meðal annars kom hann fram í því, að frá því ári og fram til 1930 stunda fleiri ís- lenzk listamannsefni nám við listastofnanir í stórborgum menningarlandanna en nokkurn tíma áður. Á þessum árum færist tónlist og myndlist í aukana, til ómetanlegs menningar- auka fyrir hina íslenzku þjóð. En margir af hinum yngri íslenzku leikara- efnum virðast ekki hafa þekkt nógu vel sinn vitjunartíma. — Meðan aðrir listamenn ís- lenzkrar endurreisnar búa sig rækilega undir lífsstarf sitt, sitja flestir þeirra kyrrir heima, sennilega haldnir þeirri trú, að til þeirra eigi fagmenntun í leiklist ekkert erindi. — Þeir af íslenzku leikurunum, sem með ströngu námi höfðu búið sig undir að iðka þessa list eins og vera ber og eins og allir leikarar í öllum löndum og á öllum tímum hafa gert og munu gera, og sem ekki settust að við erlend leik- liús, urðu jafnvel fyrir ómjúku aðkasti eftir að heim kom, og orðið „atvinnuleikari“ var notað um þá sem hnjóðsyrði. — Sú kenning var túlkuð bæði í ræðu og riti hér í Reykja-

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.