Leikhúsmál - 01.03.1940, Page 6

Leikhúsmál - 01.03.1940, Page 6
6 Leikhúsmál Prinsinn í „Einu sinni var“ (Adam Paulsen). vík um nokkurra ára bil, að fagmenntun ætti ekkert erindi til íslenzkra leikara, hennar væri kannske þörf fyrir aðrar greinar ís- lenzkra lista, en íslenzk leiklist þurfi ekki á henni að halda. Lýsir þetta vel þeim hættulega misskilningi, sem ríkt hefir sums staðar hér í þessu efni. Er það ekki einmitt það takmark, sem stefna ber að, að allir leikarar við aðalleikhús is- lenzka ríkisins verði atvinnuleikarar — sér- menntaðir fagmenn, en ekki „amatörar". Fær íslenzk leiklist nokkurn tíma það gildi, sem hún samkvæmt eðli sínu á að hafa fyrir menningu þjóðarinnar, meðan hún er höfð sem algert aukaverk — „dægradvöl“ —, sem leikararnir bera Iitla virðingu fyrir, og leik- húsgestir sífellt sjá í gegnum fingur við, af því að það sé ekki hægt að búast við því betra. Hvers vegna ætti þessi listagrein ekki að vinna eftir jafnháum mælikvarða og aðrar ís- lenzkar listir? Hvers vegna skyldi hún eiga að lúta svo lágt að biðja um afslátt á kröfum þeirra, sem krefjast góðrar listar, þegar systur hennar hér eru metnar eftir því strangasta mati, sem lagt er á listir almennt í menning- arlöndunum, sem lengra eru komin í þessu efni. Um það verður að vísu ekki deilt, að ís- lenzkar listir hafa átt og eiga við erfið kjör að búa. Þar bera þær flestar jafnan hlut frá borði. Hér í höfuðstaðnum á leiklistin ekki meiri mótgangi að mæta en aðrar listagreinar, sem þó eru í örum vexti. Þess er t. d. skemmst að minnast, að Tón- listarfélagið varð að halda stórfelda hljóm- leika í einum af bílskúrum bæjarins. Leikstarfsemin hefir þó jafnan notið all- ríflegs fjárstyrks af almannafé og ætíð haft nokkurn veginn tryggt athvarf í eina leikhúsi borgarinnar. (Frh.) Danski leikarinn Adam Paulsen sýndi hér vorið 1925 hinn nafnkunna sjónleik „Einu sinni var“ eftir Holger Drachmann, ineð Leik- félagi Reykjavíkur og með íslenzkum leikur- um. Árið eftir (sumarið 1926 í ágúst) kom hann aftur til íslands, ásamt Haraldi Björns- syni, og léku þeir þá hinn gamla og kunna leik „Ambrosius" með Leikfélagi Akureyrar. Vorið 1929 kom Poul Reumert hingað til landsins, ásamt Önnu Borg, og sýndu þau „Andbýlingana" eftir C. Hostrup ineð Leikfé- lagi Reykjavíkur, svo og „Bandið“ eftir Au- gust Strindberg og þátt úr „Tartuffe“ eftir Moliére. Koma þessara ágætu útlendu listamanna hingað og sýningar þeirra hérlendis voru mik- ill viðburður fyrir íslenzka leikstarfsemi. (Því miður hefir ekki heppnazt að ná í myndir frá þessum sýningum Reumerts.)

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.