Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 7

Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 7
Leikhúsmál 7 Ól. Giiðmundsson: Síáustu 10 ár. i. Þjóðhátiðarárið 1930 myndaði að ýmsu leyti tímamót í sögu íslendinga. — Hér verður að- eins vikið að þeirri hlið þessa merkisárs, sem skiptir máli fyrir þróunarsögu íslenzkrar leik- listar. Það hafði jafnvel verið gert ráð fyrir því, af íslenzkum stjórnarvöldum, að hin fyrirhug- aða þjóðleikhúsbygging yrði það langt á veg komin, að hægt yrði að hafa þar fyrirferða- mikla leiksýningu í sambandi við önnur há- tíðahöld 1000 ára hátíðarinnar. Ýmsra orsaka vegna hafði þó ekki orðið af þessu. Þjóð- hátíðarárið var byggingin að vísu vel á veg komin, þó enn væri hún óhæf til leiksýninga. Árið áður hafði þó verið hafinn undirbúning- ur að viðhafnarsýningu á einu merkasta leik- riti voru, og skyldi það sýnt hér í höfuðstaðn- um dagana fyrir og eftir sjálfa Alþingishátíð- ina. Tveir ungir Islendingar voru nú nýkomnir hingað heim, að loknu námi við erlend leik- hús. — Annar þeirra, Haraldur Björnsson, hafði stundað leiknám við konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn um nokkurra ára Haraldur Björnsson. Anna Borg. skeið og lokið þar prófi. Hinn, Freymóður Jó- liannsson listmálari, hafði lagt stund á leik- tjaldamálningu og aðra nýtízku leiksviðstækni, við sarna leikhús og víðar, í tvö ár. Haraldur Björnsson átti margra ára leik- starfsemi að baki, hafði meðal annars stjórn- að leikfélagi Akureyrar um skeið og haft sjálf- stæðar leiksýningar víða um land og einnig hér í Reykjavík. Fékk hann nú í lið með sér tvo áhugasama menn í leikhúsmálum, þá Þor- stein Stephensen og Lárus Sigurbjörnsson, til að koma upp hinni fyrirhuguðu hátíðasýningu á Fjalla-Eyvindi, þar sem hann var sjálfur svo önnum kafinn, meðal annars við undir- búning á sögulegri sýningu á Þingvöllum, í sambandi við sjálfa hátíðina. Tilgangurinn með þessari sýningu á Eyvindi var einkum sá, að sýna gestum erlendra ríkja, sem sæktu ísland heim á þjóðhátíðinni, svo og íslendingum sjálfum, nokkurt sýnishorn af Ieiklist þjóðarinnar, jafnframt því, sem þeir ættu kost á að kynnast öðrum íslenzkum list- um. Þar sem þessi sýning markar að ýmsu leyti merkileg tímamót í sögu íslenzkrar leiklistar, verður farið hér um hana nokkrum orðum. Forstöðumönnum sýningarinnar var það vel Ijóst, að hér var í húfi heiður íslenzkrar leik- listar, hvernig tækist með sýningu þessa. Var því ekkert til sparað að gera hana sem bezt úr garði, bæði hvað snerti leikendaval og ytri

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.