Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 9

Leikhúsmál - 01.03.1940, Qupperneq 9
8 Leikhúsmál Leikhúsmál 9 Agúsl Kvaran. útbúnað, svo að hinn listræni heildarsvipur yrði sein fullkomnastur. Anna Borg hafði nú fengið fasta stöðu við konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hún réðist hingað til að taka að sér að leika hlut- verk Höllu. — Annar góðkunnur íslenzkur leikari — Ágúst Kvaran — sem nú var orðinn búsettur á Akureyri, var og ráðinn hingað til að leika Kára. En þar sem dvöl hans hér í Reykjavík var takmörkuð, annríkis vegna, var ungur leikari — Gestur Pálsson — einnig lát- inn æfa hlutverkið. Leiksýningar þessar urðu að fara fram í hin- um fornu heimkynnum leiklistarinnar hér í hæ, Iðnó. Fékk Haraldur Björnsson því til vegar komið, ásamt samherja sínum, Frey- móði Jóhannssyni, að hinu gamla og úrelta leiksviðsfyrirkomulagi var breytt og þar kom- ið fyrir nýtízku hringhimintjaldi með annarri tilheyrandi leiksviðstækni nútímans. Féll það í hlut Freymóðs að framkvæma þessa breyt- ingu, sem varð kostnaðarsöm fyrir þennan nýja og fátæka leikflokk, en um leið svo vönd- uð og fullkomin, sem kostur var á að hafa hana á hinu þrönga leiksviði. Allir búningar í leikinn voru gerðir að r.ýju, og voru sniðnir eftir tízku þess tíma, sem leik- urinn gerist á, og eftir fyrirmyndum, sem finnast nú hér á þjóðminjasafn- inu, og undir leið- sögn fornminja- varðar Matthíasar Þórðarsonar. Æfingar og annar undirbúningur til þess- arar sýningar stóð yfir hátt á þriðja mánuð. Fór frumsýningin fram 19. júní, á 50 ára af- mæli höfundarins, Jóhanns Sigurjónssonar. — Hlaut sýningin á leiknum mikið lof og vakti mikla eftirtekt, hæði hérlendis og víða utan- lands, og birtist um hana sægur af greinum í erlendum og innlendum hlöðum og túnaritum. Einnig var aðsóknin meiri en dæmi höfðu áð- ur verið til hér á landi. — Þessi djarfa tilraun hafði heppnazt. Glæsilegri sýningu á voru bezta leikriti hafði verið komið upp. — Út- lendir menntamenn hvaðanæfa höfðu séð, að íslenzka þjóðin átti leikara og leikritabók- menntir, þó að hin nýja leikhúsbygg- ing væri enn að vissu leyti draum- ur einn. 1 fyrsta sinn í sögu ís- lenzkrar leiklistar er nýtízku leilc- sviðstækni notuð á íslenzku leiksviði með glæsilegum árangri. Þær miklu umbætur hlutu þeg- ar almcnna aðdá- un og viðurkenn- I Leiksviðið með hrivgtjaldinu í 2. þœtti. Jón hóndi (Friðfinnur Guðjónsson). ingu, og er þessi nýja tækni nú notuð á flestum leiksviðum landsins, þar sem henni verður komið við. — í fyrsta sinn eru ís- lenzkir leikarar kallaðir heim frá útlönduin og öðrum fjarlægum stöðum. Var það og nýj- ung í íslenzkum leikhúsmálum, og ekki hin þýðingarminnsta, að við þessa sýningu unnu í fyrsta sinni saman sérmenntaðir íslenzkir leikarar, sem gert höfðu leiklistina að lífstarfi sínu. — Nokkrir aðrir vinsælir og viður- kenndir leikarar léku og í sýningu þessari, Arnes (Haraldur Björnsson).

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.